föstudagur, apríl 28, 2006 

Þórðargleði

Jarlaskáldið lenti í smá paník áðan. Það hélt það væri að missa vinnuna. Svo mundi það að það vinnur ekki lengur þarna, og hélt áfram að drekka úr kókflöskunni sinni. Já, lífsbaráttan snýst öll um tímasetningar.

Mikið er þórðargleði annars göfug kennd. Ekki að Jarlaskáldið sé haldið þeirri kennd. Einhverjir aðrir bara.

Í dag þarf Jarlaskáldið annars að skella sér í sparifötin. Ammili og skírn. Og kannski eitthvað gott að borða. Maður bregður sér nú í sparifötin af minna tilefni.

Út úr bænum svo á morgun. Er það ekki bara?

föstudagur, apríl 21, 2006 

Lilli á leið yfir Krossá



Þetta var nú aldeilis gaman. Spurning að endurtaka þetta fljótlega?

miðvikudagur, apríl 19, 2006 

Snæfellsnes

Síðasti dagur vetrar í dag. Það þýðir að eftir vinnu fer Jarlaskáldið út á Arnarstapa, sefur þar í tjaldi um nóttina, og röltir svo upp á jökul á sumardaginn fyrsta. Það er góð hefð.

mánudagur, apríl 17, 2006 

Hótel Búðir



Jæja, þetta vannst bara.

Hver vill koma með á Búðir?

þriðjudagur, apríl 11, 2006 

Að taka fram tjaldið og skóna að nýju



Þarna svaf Jarlaskáldið um helgina, og hafði það harla gott. Fátt jafnhressandi og að hvíla í tjaldi, og bara betra ef það er doldið kalt. Það varð reyndar ekkert sérlega kalt, rétt um frostmark, og hreyfði ekki vind. Kannski ekki alveg vonbrigði, en samt...

Já, Jarlaskáldið var sumsé í fyrstu eftirlits- og undirbúningsferð fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarÞórsmerkurferðar sumarsins 2006, og vart þarf að taka það fram að það var snilld frá A til Z. Jarlaskáldir lætur myndir segja meira en mörg orð að þessu sinni, ef lesendur vilja komast að því hvað gerir Merkurferðir svo skemmtilegar er þeim meira en velkomið að fljóta bara með næst, sem verður væntanlega um mánaðamótin. Þessu er fyrst og fremst og einkum og sér í lagi beint til einhleyps kvenfólks á kjöraldri.

En Jarlaskáldið var ekki bara að taka fram tjaldið aftur eftir langa bið, því í kvöld dró það fram skó sem ekki höfðu verið hreyfðir síðan seint á síðustu öld. Afraksturinn af þeirri ákvörðun má heyra á öldum ljósvakamiðils í ríkiseigu um páskana. Meira síðar.

fimmtudagur, apríl 06, 2006 

Meistari Eaton

 

Dead man walking

Ekki alveg dautt enn. Ekki alveg. Skáldið er bara búið að vera bissí. Meira að segja alvöru bissí, það er ekki bara að glápa á sjónvarpið. Svona er að vera orðinn webmaster VÍN. Já, svo þarf maður víst stundum að mæta í vinnuna. Allavega mæta, annað mál hvað maður gerir þar...

Annars ætlar Jarlaskáldið af fúsum og frjálsum vilja að sofa í tjaldi aðfaranótt laugardags. Staðsetning verður Mörkin. Það gæti orðið hressandi. Fer ekki annars að koma sumar?

Jarlaskáldið óttast það að skoða nýjasta tölublað Hér & nú. Reyndar hefur það aldrei lesið það blað, en því barst til eyrna að... æ, skoðið bara blaðið.

Hvert skal annars halda um páskana?

sunnudagur, apríl 02, 2006 

Kjútípæs



Það verður ekki mikið sætara en frændi og frænka...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates