« Home | Meistari Eaton » | Dead man walking » | Kjútípæs » | Gettu betur » | Brotin loforð » | Músík » | Stórafmæli » | Rokk og ról » | Snjókall » | Rík afdrif » 

þriðjudagur, apríl 11, 2006 

Að taka fram tjaldið og skóna að nýju



Þarna svaf Jarlaskáldið um helgina, og hafði það harla gott. Fátt jafnhressandi og að hvíla í tjaldi, og bara betra ef það er doldið kalt. Það varð reyndar ekkert sérlega kalt, rétt um frostmark, og hreyfði ekki vind. Kannski ekki alveg vonbrigði, en samt...

Já, Jarlaskáldið var sumsé í fyrstu eftirlits- og undirbúningsferð fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarÞórsmerkurferðar sumarsins 2006, og vart þarf að taka það fram að það var snilld frá A til Z. Jarlaskáldir lætur myndir segja meira en mörg orð að þessu sinni, ef lesendur vilja komast að því hvað gerir Merkurferðir svo skemmtilegar er þeim meira en velkomið að fljóta bara með næst, sem verður væntanlega um mánaðamótin. Þessu er fyrst og fremst og einkum og sér í lagi beint til einhleyps kvenfólks á kjöraldri.

En Jarlaskáldið var ekki bara að taka fram tjaldið aftur eftir langa bið, því í kvöld dró það fram skó sem ekki höfðu verið hreyfðir síðan seint á síðustu öld. Afraksturinn af þeirri ákvörðun má heyra á öldum ljósvakamiðils í ríkiseigu um páskana. Meira síðar.

Takk for snildarferð...
knús
Hronnslaa

Já sama hér, snilldar ferð þó hún hafi endað með að samin var um mig níður :D

Svenni (er aumingi) :)

Skrifa ummæli

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates