Steelheart rúlar
Æ, blessuð Þórsmörkin. Mikið væri nú gaman ef maður væri þar. Því er sko aldeilis ekki að heilsa. En í það styttist.
Í síðasta pistli spáði Jarlaskáldið því að þeir Bakkabræður Bogi og Logi myndu báðir fótbrjóta sig úti í Österreich. Ekki fór það svo illa, en skíðunum var víst stolið af Stebba og Vignir eyðilagði sín. Skáldið hefði sosum getað sagt sér það sjálft að það var glapræði að senda þá eina og eftirlitslausa út. Það klikkar ekki á þessu næst. Þeir félagar hafa þó ekki tapað gleðinni og berast Skáldinu reglulega SMS þar sem gleðinni er lýst. Gaman...
Júróvísjónhelgin fór nokkuð prúðmannlega fram hjá Jarlaskáldinu. Það hóf leikinn á föstudag með því að eyða vel á annan tug þúsunda á útsölu í Everest í kaup á Gore-Tex jakka og hönskum, 30% afsláttur þannig að þeim peningum var ágætlega varið. Föstudagskvöldið var tíðindalaust en á laugardagskveld hélt Skáldið út í sveit og alla leið upp í Þverbrekku hvar Blöndudalur bauð til Júróvisjónveislu. Fór hún fram án stóráfalla, líkt og sjá má hér. Skáldið fékk far heim með Voffa inum nýja (sem er ekki með gat í gólfinu), og er eigandanum óskað til hamingju með gripinn.
Eitthvað meira? Varla nokkuð sem er í frásögur færandi. En bara 23 dagar í Agureyrish, það gæti orðið eitthvað. Það er það yfirleitt.
Að lokum: Nýr bloggari hefur bæst í bloggaralistann. Sker hann sig úr að einu leyti: Jarlaskáldið hefur ekki hugmynd um hver þetta er. Einhver Harpa J. En hún er allavega með krækju á Jarlaskáldið einhverra hluta vegna, með þeim árangri að inn á þessu síðu rata ófáir lesendur, og æ sér gjöf til gjalda eins og einhvers staðar segir, þannig að Harpa að vestan bætist í listann. Hver sem hún er.
jæja kroppurinn minn.. en look at the bright sides... mörkin nálgast óðum....
kv
Hronnsla
Posted by Nafnlaus | þriðjudagur, febrúar 21, 2006 10:33:00 f.h.