« Home | Danir » | Bíó » | Pistill » | Brullaup » | Gettu betur » | Ógn og skelfing » | Stórlega ýktar sögur » | Með drulluna upp á bak » | Vondu mennirnirÞað var aldeilis stuð í vinnunni í ... » | HeiðaAhh, hún Heidi. Fegurst meyja sunnan Alpafjal... » 

föstudagur, febrúar 03, 2006 

Barcelona



Eftir aðeins nokkrar klukkustundir mun Jarlaskáldið vakna og taka stefnuna suður á Keflavíkurflugvöll, enda karlkyns armur fjölskyldunnar á leið til Barcelona til að berja augum hið ágæta knattspyrnulið FC Barcelona í bland við eitthvert annað glens. Það er, allir nema Jarlaskáldið. Það fær bara að skutla liðinu. Aldeilis gaman. Skáldinu bauðst vissulega að fara með, en sakir þess að það þykist vera að spara fyrir fasteignakaupum hangir það bara heima á meðan. Sem það mun líka gera eftir viku þegar aðrir fara í skíðaferð. Nei, Jarlaskáldið fer í mesta lagi á KFC þegar það vill gera vel við sig þessa dagana. Auma andskotans lífið!

Að gefnu tilefni: Norðmenn eru allra þjóða aumastir. Hvernig er hægt að tapa fyrir liði með einhverjum sem heitir kjelling? Fáránlegt...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates