« Home | Bíó » | Pistill » | Brullaup » | Gettu betur » | Ógn og skelfing » | Stórlega ýktar sögur » | Með drulluna upp á bak » | Vondu mennirnirÞað var aldeilis stuð í vinnunni í ... » | HeiðaAhh, hún Heidi. Fegurst meyja sunnan Alpafjal... » | Jarlaskáldið strengdi eitt áramótaheit.Að blogga e... » 

fimmtudagur, febrúar 02, 2006 

Danir



Hvernig er hægt að fara í fýlu út í frændur okkar Dani? Þeir sem eru alltaf svo ligeglad. Svo ónefnt sé allt framlag þeirra til menningar, Carlsberg, Olsen-bræður, Kim Larsen, Michael Laudrup, bróðir hans Brian, þátturinn með ofurhetjunni í bláa búningnum sem ég man ekki hvað hét en var hrikalega fyndinn, stjörnumerkjamyndirnar, Hróarskelda, Daniel Agger, Jan Mölby (og hinir Danirnir sem spilað hafa með Liverpool, var ekki einn þeirra Torben Piechnik?), Örninn, Matador, Disneyland after dark, Lars Ulrich, Eddie Skoller (er hann ekki annars danskur?), HM-lagið '86, Rejseholdet, Jörundur hundadagakonungur, maðkað mjöl, Helena Christensen, Ole Lund Kirkegaard, Tuborg, Tuborg Grön, jóla-Tuborg og alveg ótalmargt annað.

Að vísu var það ókurteisi af þeim að tapa ekki fyrir okkur í handbolta þarna um daginn, en maður fyrirgefur það kannski einhvern daginn...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates