Ógeðslega stabíll
Jebb, helgin búin, fór heldur öðruvísi en útlit var fyrir. Það er stundum bara ágætt.
Upphaflega stóð til að Jarlaskáldið brygði sér í jeppatúr með Flubbum og tengdum aðilum hringinn í kringum Hofsjökul, ljúka því sem reynt var fyrir rúmu ári, en á miðvikudagskveld komst Stebbi að því að hans heittelskaði Willys hafði brotnað í tvennt og því vart ferðafær. Sem var ekki gott, því með honum hafði Jarlaskáldið jú ætlað sér. Ákvað Jarlaskáldið í ljósi þessa bara að taka því rólega heimavið, Stebbi fór sem aftursætisbílstjóri með Haffa, og að sögn komust þeir aldrei lengra en í Laugafell, svo ekki var Jarlaskáldið sosum að missa af miklu. Það verður ekki heldur sagt að Jarlaskáldið hafi verið sérlega duglegt fyrri part helgarinnar, það hafði sett sér það takmark að gera andskotann ekki neitt og stóð við það og jafnvel gott betur. Í það minnsta framan af, föstudagskveldið fór í gláp, 2 myndir (40 Year Old Virgin og A History of Violence, báðar fínustu myndir) og svo fimm fyrstu þættirnir af snillinni My Name is Earl, að ógleymdum einum glænýjum South Park-þætti þar sem spaugað var með fellibylinn Katrínu. Nokkuð góður árangur á föstudagskveldi.
Laugardagurinn stefndi í eitthvað svipað framan af, enda þeir fáu sem voru í bænum ólíklegir til mikilla aðgerða. Á níunda tímanum hringdi þó Svenni, rétt nýstiginn upp úr veikindum, og plataði Jarlaskáldið í bíltúr. Það fannst Jarlaskáldinu hljóma nógu saklaust, og við rúntuðum hingað og þangað um höfuborgarsvæðið um kvöldið, sóttum einnig Gauja félaga Svenna og hans kvinnu út í Hafnarfjörð, og rúntuðum svo eitthvað áfram, án þess að svo mikið sem stíga út úr bílnum. Letilíf og það ljómandi gott þótti Skáldinu, uns upphafið að endinum birtist um ellefuleytið í formi SMS-sendingar: "Eruð þið ekkert að djamma?" Var þar frk. Adolf á ferð, staddur á öldurhúsinu Blásteini í Árbænum ásamt Sirrý vinkonu sinni. Var ákveðið að kanna nánar hvað þar væri á ferð, og þegar á staðinn var komið stóðst Jarlaskáldið ekki þá freistingu að fá sér einn kaldan á barnum enda ekki á hverjum degi sem fyrrverandi þingmenn sjá um að skenkja. Ekki var margmenninu fyrir að fara þarna, við vorum ein á staðnum, og á miðnætti varð Svenni fyrir því óláni að verða þrítugur og vottuðu nærstaddir honum samúð sína af því tilefni, ekki síst þar sem hann gat ekki einu sinni drekkt sorgum sínum með einum köldum í ljósi bágborins ástands síns. Jarlaskáldið tók það að sér í staðinn og fékk sér annan.
Einhverju síðar þótti þeim stúlkum Adolfi og Sirrý þjóðráð að halda í bæinn og tókst með einhverjum kvenlegum klækjum að sannfæra Jarlaskáldið um að slást með í för. Líklega var það þó ekkert sérlega erfitt. Svenni sá um að skutla hersingunni, fyrst þeim Gauja og frúnni til síns heima og svo oss restinni í eitthvurt partí í háhýsi niðri í bæ. Þar var fámennt, og að því er virtist ekkert sérlega góðmennt, svo ekki var staldrað lengi við, þó nógu lengi til þess að Jarlaskáldið hafði tíma til að þiggja smá gin & tónik af húsráðanda. Góðmennt að því leyti. Lá leið vor næst á tuttuguogtvo, þar sem einhver fröken krafðist þess að við þyrftum ekki að greiða fyrir aðgang, og fékk það í gegn. Ekki skildi Jarlaskáldið hvers vegna, en kvartaði ekki.
Líða svo einhverjar klukkustundir, og líkast til óþarfi að tíunda atburði í smáatriðum þær klukkustundir. Það varð a.m.k. engum meint af, svo vitað sé.
Þegar Jarlaskáldinu þótti nóg komið, sem gerðist einhvern tímann undir morgun, fór eins og svo oft áður að það rataði inn á Nonnann og var Adolf með í för en Sirrý horfin og fer ekki meiri sögum af henni. Nonni brasaði þessa líka fínu pepperonibáta oní okkur, en svo lá leiðin í laaaaaaaaaaaaaaannnnnnggggga leigubílaröð sem hreyfðist lítið, en Adolf leysti það á sinn hátt, tróð sér fremst í röðina og reddaði málinu. Jarlaskáldið fékk í staðinn að borga trukkinn. Hann var fjarri því ókeypis. Það var ekki mikill sparnaður fólginn í því að sleppa jeppatúrnum þessa helgina...
Einhver maður úti í bæ er með bögg og krefst þess að Jarlaskáldð birti NBA-spá sína. Patience Highlander!
Og jú, það vantar víst umfjöllun um helgina á undan. Skáldið fór á Sálarball (já, enn einu sinni), og man bara nokkuð vel hvað þar fór fram. Það telst til tíðinda!
Jebb, helgin búin, fór heldur öðruvísi en útlit var fyrir. Það er stundum bara ágætt.
Upphaflega stóð til að Jarlaskáldið brygði sér í jeppatúr með Flubbum og tengdum aðilum hringinn í kringum Hofsjökul, ljúka því sem reynt var fyrir rúmu ári, en á miðvikudagskveld komst Stebbi að því að hans heittelskaði Willys hafði brotnað í tvennt og því vart ferðafær. Sem var ekki gott, því með honum hafði Jarlaskáldið jú ætlað sér. Ákvað Jarlaskáldið í ljósi þessa bara að taka því rólega heimavið, Stebbi fór sem aftursætisbílstjóri með Haffa, og að sögn komust þeir aldrei lengra en í Laugafell, svo ekki var Jarlaskáldið sosum að missa af miklu. Það verður ekki heldur sagt að Jarlaskáldið hafi verið sérlega duglegt fyrri part helgarinnar, það hafði sett sér það takmark að gera andskotann ekki neitt og stóð við það og jafnvel gott betur. Í það minnsta framan af, föstudagskveldið fór í gláp, 2 myndir (40 Year Old Virgin og A History of Violence, báðar fínustu myndir) og svo fimm fyrstu þættirnir af snillinni My Name is Earl, að ógleymdum einum glænýjum South Park-þætti þar sem spaugað var með fellibylinn Katrínu. Nokkuð góður árangur á föstudagskveldi.
Laugardagurinn stefndi í eitthvað svipað framan af, enda þeir fáu sem voru í bænum ólíklegir til mikilla aðgerða. Á níunda tímanum hringdi þó Svenni, rétt nýstiginn upp úr veikindum, og plataði Jarlaskáldið í bíltúr. Það fannst Jarlaskáldinu hljóma nógu saklaust, og við rúntuðum hingað og þangað um höfuborgarsvæðið um kvöldið, sóttum einnig Gauja félaga Svenna og hans kvinnu út í Hafnarfjörð, og rúntuðum svo eitthvað áfram, án þess að svo mikið sem stíga út úr bílnum. Letilíf og það ljómandi gott þótti Skáldinu, uns upphafið að endinum birtist um ellefuleytið í formi SMS-sendingar: "Eruð þið ekkert að djamma?" Var þar frk. Adolf á ferð, staddur á öldurhúsinu Blásteini í Árbænum ásamt Sirrý vinkonu sinni. Var ákveðið að kanna nánar hvað þar væri á ferð, og þegar á staðinn var komið stóðst Jarlaskáldið ekki þá freistingu að fá sér einn kaldan á barnum enda ekki á hverjum degi sem fyrrverandi þingmenn sjá um að skenkja. Ekki var margmenninu fyrir að fara þarna, við vorum ein á staðnum, og á miðnætti varð Svenni fyrir því óláni að verða þrítugur og vottuðu nærstaddir honum samúð sína af því tilefni, ekki síst þar sem hann gat ekki einu sinni drekkt sorgum sínum með einum köldum í ljósi bágborins ástands síns. Jarlaskáldið tók það að sér í staðinn og fékk sér annan.
Einhverju síðar þótti þeim stúlkum Adolfi og Sirrý þjóðráð að halda í bæinn og tókst með einhverjum kvenlegum klækjum að sannfæra Jarlaskáldið um að slást með í för. Líklega var það þó ekkert sérlega erfitt. Svenni sá um að skutla hersingunni, fyrst þeim Gauja og frúnni til síns heima og svo oss restinni í eitthvurt partí í háhýsi niðri í bæ. Þar var fámennt, og að því er virtist ekkert sérlega góðmennt, svo ekki var staldrað lengi við, þó nógu lengi til þess að Jarlaskáldið hafði tíma til að þiggja smá gin & tónik af húsráðanda. Góðmennt að því leyti. Lá leið vor næst á tuttuguogtvo, þar sem einhver fröken krafðist þess að við þyrftum ekki að greiða fyrir aðgang, og fékk það í gegn. Ekki skildi Jarlaskáldið hvers vegna, en kvartaði ekki.
Líða svo einhverjar klukkustundir, og líkast til óþarfi að tíunda atburði í smáatriðum þær klukkustundir. Það varð a.m.k. engum meint af, svo vitað sé.
Þegar Jarlaskáldinu þótti nóg komið, sem gerðist einhvern tímann undir morgun, fór eins og svo oft áður að það rataði inn á Nonnann og var Adolf með í för en Sirrý horfin og fer ekki meiri sögum af henni. Nonni brasaði þessa líka fínu pepperonibáta oní okkur, en svo lá leiðin í laaaaaaaaaaaaaaannnnnnggggga leigubílaröð sem hreyfðist lítið, en Adolf leysti það á sinn hátt, tróð sér fremst í röðina og reddaði málinu. Jarlaskáldið fékk í staðinn að borga trukkinn. Hann var fjarri því ókeypis. Það var ekki mikill sparnaður fólginn í því að sleppa jeppatúrnum þessa helgina...
Einhver maður úti í bæ er með bögg og krefst þess að Jarlaskáldð birti NBA-spá sína. Patience Highlander!
Og jú, það vantar víst umfjöllun um helgina á undan. Skáldið fór á Sálarball (já, enn einu sinni), og man bara nokkuð vel hvað þar fór fram. Það telst til tíðinda!