« Home | Brullaup og TrabantJá, eins og áður var getið var ... » | Wedding CrasherSkáldið hefur sosum ekki frá miklu ... » | Myndir úr BuffetinuAnsi hressandi helgi. Sunnudagu... » | Nöj, bara kominn októberFólk er víst bara byrjað a... » | Vetur konungur mætti snemma í árEins og fyrr segir... » | Létt svona jeppóÞað var svona nett jepperí um helg... » | Glæsilegt nýtt met! Sett var glæsilegt nýtt aðsókn... » | Sálin hans Jóns mínsÞetta var merkileg helgi. Jarl... » | Vafasamur heiðurJarlaskáldið hafði víst lofað ferð... » | Harðsperrur frá helvítiJarlaskáldið dró í dilka um... » 

laugardagur, október 22, 2005 

Hveravellir



Jarlaskáldið hefur haft í nógu að sýsla undanfarna viku. Slatti af aukavinnu hjá vondu Baugsmiðlunum, og svo bíða stórskemmtilegar stjórnmálafræðiritgerðir yfirferðar þegar maður kemur heim. En því skyldi Jarlaskáldið vera að leggja þessi leiðindi á sig? Jú, Jarlaskáldinu varð það á fyrir skemmstu að bíta það í sig að nú væri tilvalinn tími til að kaupa sér íbúð (nei, það verður seint sagt að Jarlaskáldið sé með þeim skörpustu í peningamálum). Er Skáldið til dæmis búið að fara á fund við Björgólf og tékka hvort hann sé ekki alveg örugglega til í að lána því pening fyrir eins og einni íbúð, og miðað við fyrstu viðbrögð eru ágætis líkur á að Jarlaskáldið geti keypt sér 30 fermetra kjallaraíbúð á Tálknafirði. Eða Fellunum, það er nokkuð sambærilegt. Í það minnsta er Jarlaskáldið byrjað að líta í kringum sig eftir hentugu húsnæði, kröfurnar eru sosum ekki miklar, þar þarf að vera tengi fyrir sjónvarp og ísskáp og pláss til að koma rúmi fyrir, þá yrði það nokkuð sátt!

Jarlaskáldið ætlar þó að láta allar fasteignahugleiðingar lönd og leið þessa helgina, því eftir ca. 8 tíma þegar þessi orð eru rituð hyggst Skáldið yfirgefa höfuðstaðinn og halda upp á hálendi, nánar tiltekið á Hveravelli og liggja þar í lauginni góðu (sjá mynd að ofan) drykklanga stund, auk þess að éta part af einhverri skepnu grillaðri. Það er allavega skömminni skárra en að bíða í röð eftir að sjá einhverja hljómsveit sem enginn hefur heyrt um, eins og virðist rosalega hipp og kúl þessa helgina. Erveivs mæ ess!

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates