« Home | ÞakkirJarlaskáldið vill senda hugheilar þakkir fyr... » | AmmiliJarlaskáldið á ammili í dag. Í tilefni dagsi... » | HveravellirJarlaskáldið hefur haft í nógu að sýsla... » | Brullaup og TrabantJá, eins og áður var getið var ... » | Wedding CrasherSkáldið hefur sosum ekki frá miklu ... » | Myndir úr BuffetinuAnsi hressandi helgi. Sunnudagu... » | Nöj, bara kominn októberFólk er víst bara byrjað a... » | Vetur konungur mætti snemma í árEins og fyrr segir... » | Létt svona jeppóÞað var svona nett jepperí um helg... » | Glæsilegt nýtt met! Sett var glæsilegt nýtt aðsókn... » 

fimmtudagur, október 27, 2005 

Hveravallammili



Mjög erum tregt, tungu að hræra, og silfurbláan Eyjafjallatind, eða hvernig sem það aftur hljómaði. Jarlaskáldið hefur eitt og annað bardúsað undanfarna daga, þó án þess að leggja niður störf.

Jarlaskáldið reis úr rekkju óvenju- og nær glæpsamlega snemma laugardaginn síðasta, eða um níuleytið. Fyrir því var reyndar harla góð ástæða, það hugðist halda út fyrir bæjarmörkin og reyndist það mikið gæfuspor. Í það minnsta skárra en að hanga í bænum, eða öllu heldur hanga í röð, það virðist hafa verið nokkurn veginn sami hluturinn. Told you so. Um ferð þessa hefur annars Stefán nokkur Twist ritað ágætan og greinargóðan pistil sem finna má hér, auk þess sem Jarlaskáldið skellti ófáum myndum á veraldarvefinn. Fínasta ferð í alla staði og þakkar Jarlaskáldið samferðamönnum fyrir samveruna.

Á mánudaginn var svo stóra stundin, Jarlaskáldið 21 árs, áttunda skiptið í röð. Jarlaskáldið ætlaði sko aldeilis að njóta dagsins, sá fyrir sér að við það yrði stjanað á allan hátt, en hvað haldiði, hálf fokking þjóðin lagði bara niður störf og tók alla athyglina frá Skáldinu! "Til hamingju konur"? Það hefði nú verið gaman ef einhver hefði sagt "Til hamingju Jarlaskáld"! Ónei, það gat étið það sem úti fraus. Þeinks a fokking lott, kellur!

Jarlaskáldið fór reyndar og fékk sér BBQ-svínarif og bjór um kvöldið. Það er karlmannleg máltíð.
Svo fór það á Péturs Pub og spilaði pool. Þar var ekki einn einasta kvenmann að sjá. Péturs Pub er góður staður.

Jarlaskáldið var eitthvað að taka til í bloggaralistanum. Beibsin voru send á Dauðalistann, en aumingjabloggarinn hefur sýnt smálífsmark undanfarið og fékk því þeirra stað. Hann er þó á skilorði.

Fer svo ekki annars að styttast í Sálarball, Svenni?

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates