Wedding Crasher
Skáldið hefur sosum ekki frá miklu að segja í þetta skiptið, það gat bara ekki lengur haft myndina af brandarakjúklingunum efst á síðunni, það eru takmörk fyrir öllu. Myndin hér að ofan minnir nú á góða tíma, spurning að endurtaka þetta einhvurn daginn.
Annars er það helst á spaugi að á morgun fer Jarlaskáldið í brúðkaup. Þar er víst gert ráð fyrir að það stígi á stokk og verði sniðugt. Spurning með annað dansnámskeið? Nei, ætli það láti ekki mælt mál duga að þessu sinni.
Á föstudaginn er ráðgert að kynna sér austurþýska bílaframleiðslu. Eða þannig skildi Skáldið það, það á víst að kíkja á Trabant. Það verður eflaust fróðlegt.
Svo er spurning með laugardaginn. Maður hlýtur að finna sér eitthvað að gera.
Varðandi síðustu helgi, þá kemur engin ferðasaga þaðan. Sumt á bara ekki erindi við sómakæra lesendur...
Skáldið hefur sosum ekki frá miklu að segja í þetta skiptið, það gat bara ekki lengur haft myndina af brandarakjúklingunum efst á síðunni, það eru takmörk fyrir öllu. Myndin hér að ofan minnir nú á góða tíma, spurning að endurtaka þetta einhvurn daginn.
Annars er það helst á spaugi að á morgun fer Jarlaskáldið í brúðkaup. Þar er víst gert ráð fyrir að það stígi á stokk og verði sniðugt. Spurning með annað dansnámskeið? Nei, ætli það láti ekki mælt mál duga að þessu sinni.
Á föstudaginn er ráðgert að kynna sér austurþýska bílaframleiðslu. Eða þannig skildi Skáldið það, það á víst að kíkja á Trabant. Það verður eflaust fróðlegt.
Svo er spurning með laugardaginn. Maður hlýtur að finna sér eitthvað að gera.
Varðandi síðustu helgi, þá kemur engin ferðasaga þaðan. Sumt á bara ekki erindi við sómakæra lesendur...