« Home | Einhvurs konar vísir að ferðasöguJarlaskáldið skel... » | ReykjavíkurpakkJarlaskáldið hélt sig í heimasveit ... » | Boðflennur á biðilsbuxumHvað er um að ske hér? Nei... » | Hot dateJarlaskáldið er djúpt snortið yfir þeim vi... » | Sumarfríið búið, djö!Jæja börnin góð, Jarlaskáldið... » | Nýtt lúkk, sami vitleysingurEyjar 2005! » | HA?Jæja, hver andskotinn kom fyrir bloggið núna? » | Lífið er yndislegt!Það eru væntanlega engir nema a... » | Landmannalaugar-ÞjórsárdalurEins og sjá má hér að ... » | KönnunJarlaskáldið vill beina athygli lesenda að e... » 

föstudagur, ágúst 19, 2005 

Fjalla-Eyvindur




Litla dýrið hresst á flugvellinum í Eyjum


Jarlaskáldið hélt áfram fjallabrölti sínu í kvöld, eftir nokkurt hlé. Skálafell á Hellisheiði varð fyrir valinu að þessu sinni, og með í för voru þeir Stefán og Andrésson. Sjálft fjallið var skítlétt, en töluvert labb að því. Allavega, four down, three to go.
Á leiðinni niður hringdi Adolf svo í Skáldið og boðaði það á skemmtistaðinn Players í Kópavogshreppi, hvar við tæmdum nokkrar ölkollur í ágætum hópi, sveittir og ógeðslegir, en fórum svo á Select og átum pulsur. Ágætis kveld, þótt gleymst hafi að taka upp Scrubs. Og hér eru myndir.

Búið er að bæta við nokkrum myndum í safnið frá Eyjum sem Stefán Twist tók, og eru þær aðallega frá fimmtudeginum. Njótið. Eins hafa bæst við myndir frá Þakgili, frá fyrrnefndum Twist. Njótið þess einnig.


(Ó)menningarnótt um helgina, og Skáldið því í bænum. Innflutningspartí hjá VJ, flugeldasýning í bænum, og svo Sálin á NASA. Eða þannig er planið allavega. Sjáum hvað verður...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates