« Home | Boðflennur á biðilsbuxumHvað er um að ske hér? Nei... » | Hot dateJarlaskáldið er djúpt snortið yfir þeim vi... » | Sumarfríið búið, djö!Jæja börnin góð, Jarlaskáldið... » | Nýtt lúkk, sami vitleysingurEyjar 2005! » | HA?Jæja, hver andskotinn kom fyrir bloggið núna? » | Lífið er yndislegt!Það eru væntanlega engir nema a... » | Landmannalaugar-ÞjórsárdalurEins og sjá má hér að ... » | KönnunJarlaskáldið vill beina athygli lesenda að e... » | Reykjadalur Skelltum okkur nokkrir vitleysingar up... » | Laki og fleiraJarlaskáldið skellti sér í tíundu út... » 

þriðjudagur, ágúst 16, 2005 

Reykjavíkurpakk




Jarlaskáldið hélt sig í heimasveit þessa helgina, og var það í fyrsta skipti síðan Júróvisjón í maí að Skáldið gerir slíkt. Hart var lagt að því að mæta á danska daga í Stykkishólmi, en Jarlaskáldið hefur ímugust á Danmörku, Dönum og öllu því sem danskt er og ákvað því að taka sér frí frá djammi og djúsi eins helgi. Eða það var a.m.k. planið.

Og það tókst að halda það á föstudaginn í það minnsta, að vísu stoppaði síminn ekki um kvöldið, allir vildu draga Jarlaskáldið út á lífið, það bregst ekki þá sjaldan Skáldið ákveður að hanga heima.
Jarlaskáldið var sumsé bara með hressasta móti á laugardaginn, spilaði slatta af Manager og gerði í stuttu máli eins lítið og það komst upp með. Sem var ágætis tilbreyting. Um kvöldið dró svo til tíðinda, Jarlaskáldinu var boðið í ammili hjá stúlku sem það þekkti sama og ekki neitt, en þar sem ammilið var í göngufæri ákvað Skáldið að líta við og sjá hvað þar væri um að vera. Og hvað var um að vera þar? Jú, fullt af fólki sem virtist hafa það að markmiði að hella hinu og þessu ofan í Jarlaskáldið, sem hafði auðvitað fyrirsjáanlegar afleiðingar. Skáldið fór ásamt einhverjum ósköpum af kvenfólki í bæinn, endaði á Celtic Cross ef það man rétt, og hélt þar áfram vitleysunni, sem endaði vitaskuld með því að Jarlaskáldið hvarf á Nonnann síðla nætur og komst svo með einhverju móti heim til sín. Já, blessað bæjardjammið!

Sunnudeginum ætlaði Jarlaskáldið úr því sem komið var að eyða í þynnku, en aumingjabloggarinn eyðilagði það plan, hringdi aumingjalegur í Skáldið og kvaðst veikur, svo Skáldið þurfti að leysa hann af í vinnunni. Ekki skemmtilegasta vakt allra tíma, en manni veitir kannski ekki af aurunum...

...ekki síst í ljósi þess að eftir tvær vikur lítur út fyrir að Jarlaskáldið muni hætta störfum sínum hjá 365 ljósvakamiðlum eftir 14 mánaða starf, sem hefur verið merkilega farsælt. Hvað við tekur er ekki alveg ljóst, en Jarlaskáldið er hæfilega bjartsýnt á að þeir ágætu menn sem stýra batteríinu sjái að ekki sé hægt að sleppa höndum af öðru eins hæfileikafólki og Jarlaskáldinu, og bjóði því einhverja gríðarmerkilega stöðu annars staðar innan samsteypunnar. Og ef ekki, þá er það alltaf mjólkin!

PS. Jarlaskáldið er búið að skrifa ferðasögu um Eyjar 2005, en veit ekki hvort það eigi að birta hana. Hvað finnst lesendum, er það þorandi?

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates