« Home | Hot dateJarlaskáldið er djúpt snortið yfir þeim vi... » | Sumarfríið búið, djö!Jæja börnin góð, Jarlaskáldið... » | Nýtt lúkk, sami vitleysingurEyjar 2005! » | HA?Jæja, hver andskotinn kom fyrir bloggið núna? » | Lífið er yndislegt!Það eru væntanlega engir nema a... » | Landmannalaugar-ÞjórsárdalurEins og sjá má hér að ... » | KönnunJarlaskáldið vill beina athygli lesenda að e... » | Reykjadalur Skelltum okkur nokkrir vitleysingar up... » | Laki og fleiraJarlaskáldið skellti sér í tíundu út... » | FjallageitMetið var ekki slegið, einungis 90 manns... » 

fimmtudagur, ágúst 11, 2005 

Boðflennur á biðilsbuxum




Hvað er um að ske hér? Nei, andskotinn, enga helvítis dönsku á þessari síðu! Það eru staðfest dæmi um fólk sem hefur dáið úr dönsku. Hvað er um að vera hér?

Það er nú e.t.v. ekki svo mikið. Um síðustu helgi fór Jarlaskáldið í ferðalag. Það byrjaði vel en endaði heldur súrt. Um það hefur verið rituð saga, sem lesa má hér. Við hana er litlu að bæta.
Síðan þá, tja, Jarlaskáldið fékk sem kunnugt er Hrönnsluna til að elda ofan í sig á þriðjudaginn, ekki amalegt það. Í gær skellti Skáldið sér síðan bara út að éta, eða svona allt að því, bauð fröken einni á Ruby Tuesday og át fínustu samloku. Allt með bbq-sósu virkar. Frökenin borgaði að vísu fyrir sig, sennilega femínisti.

Í gær skellti Skáldið sér einnig í bíó, á Boðflennur á biðilsbuxum. Skorar Jarlaskáldið á alla að gera slíkt hið sama, enginn svikinn af því. We lost a lot of good men out there!

Kannski þarf Jarlaskáldið að fara að finna sér vinnu. Kannski ekki. Það á eftir að koma í ljós. Yndislegt svona óvissuástand!

Stutt er í helgina, og Jarlaskáldið hefur ekki hugmynd um hvað skal gera. Danskir dagar? Upp á fjöll? Djamm í bæ? Glápa á sjónvarp? Strauja sokka? Nei, líklega ekki strauja sokka, allt hitt kemur til greina. Hvað finnst ykkur?

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates