« Home | Landmannalaugar-ÞjórsárdalurEins og sjá má hér að ... » | KönnunJarlaskáldið vill beina athygli lesenda að e... » | Reykjadalur Skelltum okkur nokkrir vitleysingar up... » | Laki og fleiraJarlaskáldið skellti sér í tíundu út... » | FjallageitMetið var ekki slegið, einungis 90 manns... » | Nýtt metEkki stóð nýja metið lengi, því í dag var ... » | PrófJarlaskáldið er almennt séð ekki hrifið af svo... » | MetÍ gær var sett aðsóknarmet á þessa síðu. 115 hr... » | Hagavatn Skelltum okkur nokkrir pjakkar upp að Hag... » | FrægðÞeir eru víst orðnir eitthvað á annað þúsundi... » 

fimmtudagur, júlí 28, 2005 

Lífið er yndislegt!

Það eru væntanlega engir nema allra tregustu lesendur sem ekki hafa áttað sig á því að eftir nokkra klukkutíma mun Jarlaskáldið skunda út á hinn umdeilda flugvöll Reykjavíkurborgar og ganga þar um borð í flugvél, hverri er ætlað að lenda tæpum hálftíma síðar í eyju nokkurri sunnan við land er við Vestmenn er kennd. Þar ku jú vera hátíð.

Við þann ólukkulýð sem ekki mun fylgja í þau góðu fótspor er einungis eitt að segja:

MEGI KRÆKLÓTTIR LÍKAMAR YKKAR VERÐA BRÁÐ GAMMA!

Góðar stundir.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates