« Home | Á kúpunniOg þetta er ástæðan.Nokkuð góð ástæða, er... » | 3636 dagar maður... 36 dagar.Þetta er alveg að bre... » | Framsóknarmenn eru fífl Tilkynningaskyldan kallar... » | More Crap Það sem allir hafa beðið eftir, blogg f... » | Crap Það ætlar að ganga illa að koma sér upp í Gr... » | Duglegur strákur! Titill þessa bloggs er hálfgert... » | Bætist í Dauðraríkið Tveir bloggarar hafa safnast... » | Ársuppgjör 2004 - fjórði hluti - október-desember ... » | Ársuppgjör 2004 - þriðji hluti - júlí-september J... » | Djö! Skáldið er enn á lífi, en ekki mikið meira e... » 

þriðjudagur, febrúar 15, 2005 

I Don't Like Tuesdays

Þriðjudagar eru leiðinlegir dagar. Leiðinlegustu dagar vikunnar. Ágætt að þessi sé alveg að verða búinn.

Það sem gerst hefur síðan, ja, síðast, er að Jarlaskáldið eyddi öllu sínu lausafé á einu bretti á föstudaginn, þegar það mætti niður í Úrval-Útsýn í Lágmúlanum eftir vinnu á föstudaginn og staðgreiddi komandi Ítalíuferð, eins og allra skörpustu lesendur ættu að hafa getið ráðið af síðustu færslu. Þegar þessi orð eru rituð eru einmitt litlir 32 dagar í brottför og ekki laust við að farið sé að gæta eilítillar eftirvæntingar, ekki síst nú eftir að búið er að borga helvítið.

Þrátt fyrir að hafa þarna í einni straujun eytt nær öllum sínum peningum lét Skáldið það ekki á sig fá um helgina, en hélt á Vetrarfagnað Útsjónar, starfsmannafélags þess sem einhvern tímann hét Norðurljós, á laugardaginn. Mætti það í Tónlistarhús Ýmis á áttunda tímanum ásamt aumingjabloggaranum og byrjaði þar á væmnum fordrykk, en aumingjabloggarinn á einhverju brennivínslausu glundri. Upp úr átta hófst svo borðhaldið, sem var gestum að kostnaðarlausu, og var ansi vel veitt af bæði mat og drykk. Það kom þó ekki í veg fyrir að fjárútlát yrðu nokkur, því að loknu borðhaldi skundaði Skáldið á barinn og vandi komur sínar þangað það sem eftir lifði kvölds. Þótti það sýna einkar glæsilega takta á dansgólfinu, og ljóst að Michael Jackson dansnámskeiðið forðum daga er enn að skila sér. Fínasta skemmtun, þótt hátt hlutfall FM-hnakka hafi eilítið skyggt á gleðina um tíma. Kvöldið hafði síðan hefðbundinn endi.

Eitthvað annað? Ojæja, það er ekki margt í spilunum á allra næstu dögum, en þó óvarlegt að lofa einhverju aðgerðaleysi, það er yfirleitt þá sem mest vitleysan gerist. Eftir 9 daga fer Skáldið svo í víking norður yfir heiðar í árlega menningarferð til höfuðkrummaskuðs Norðurlands, Agureyrish. Þótt ótrúlegt megi virðast eru ENN laus sæti fyrir einhleypar heimasætur á kjöraldri í ferðina, en þau hljóta að fyllast fljótt, enda ekki á hverjum degi sem stúlkum býðst að eyða nokkrum dögum í félagi við önnur eins glæsimenni.

Og svo fer nú alltaf að styttast í Fyrstuhelgaríjúl....


-----------------------------------------------------------------

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates