Miðvikublogg ið þrítugastaogníunda
Í dag er miðvikudagur, en hvað Jarlaskáldið varðar er fimmtudagur. Fyrir því er góð ástæða.
Jú, eins og niðurtalningin hér til hliðar gefur til kynna er komið að árlegri Agureyrishferð lífsnautnafélagsins VÍN. Að öllu jöfnu hefur þessi ferð yfirskrift skíðaferðar en í ár eru veðurguðirnir síður en svo hliðhollir okkur þannig að búast má við að lítið fari fyrir skíðaiðkun en meira fyrir hefðbundnum aðalfundarstörfum. Eins og þau hafi ekki verið næg fyrir. Allavega mun Skáldið yfirgefa höfuðstaðinn seinnipartinn á morgun og stefna á höfuðstað Norðurlands, og mun atburða þeirra þriggja daga sem þar verður dvalið getið í næstu ferðasögu, ef minni leyfir. Fat chance.
Í dag er miðvikudagur, en hvað Jarlaskáldið varðar er fimmtudagur. Fyrir því er góð ástæða.
Jú, eins og niðurtalningin hér til hliðar gefur til kynna er komið að árlegri Agureyrishferð lífsnautnafélagsins VÍN. Að öllu jöfnu hefur þessi ferð yfirskrift skíðaferðar en í ár eru veðurguðirnir síður en svo hliðhollir okkur þannig að búast má við að lítið fari fyrir skíðaiðkun en meira fyrir hefðbundnum aðalfundarstörfum. Eins og þau hafi ekki verið næg fyrir. Allavega mun Skáldið yfirgefa höfuðstaðinn seinnipartinn á morgun og stefna á höfuðstað Norðurlands, og mun atburða þeirra þriggja daga sem þar verður dvalið getið í næstu ferðasögu, ef minni leyfir. Fat chance.