Miðvikublogg ið átjánda
Jæja, á maður eitthvað að reyna að blogga? Gerum a.m.k. tilraun, það bara hlýtur eitthvað að hafa gerst...
Ferill Jarlaskáldsins sem atvinnuleysingi var stuttur að þessu sinni, því það hóf störf enn eitt sumarið hjá Don Alfredo núna á mánudaginn. Þetta ku vera níunda sumarið í röð sem Jarlaskáldið vinnur á Nesjavöllum, og tíunda sumarið sé allt tekið til. Geri aðrir betur. Ekki hefur Jarlaskáldið þurft að taka mikið á honum stóra sínum hingað til, fékk reyndar að taka tvo ágætis göngutúra upp í Dalasel og Múlasel, og tókst m.a.s. að lenda í smá jeppói á leiðinni upp að Dalaseli, þurfti að setja í lága drifið og allt. Að öðru leyti hefur lítið verið um að vera, enda allt fremur óljóst enn sem komið er hvernig vinnu verður hagað í sumar. Það eina sem Jarlaskáldið veit og skiptir máli er að það mun drottna yfir fleiri manns en nokkru sinni fyrr, sennilega yfir 40 hræðum, og verður líklega á Land Rover í sumar. Skárra en þessar helvítis L-300 druslur sem allir eru á, þó farþegarnir séu e.t.v. ósammála. Skítt með þá.
Einhvern tímann lofaði Jarlaskáldið að blogga aldrei um pólitík. Við það verður staðið.
Er þetta ekki Skógafoss þarna bak við? Ekki vildi Jarlaskáldið mæta þessum valkyrjum í dimmu skuggasundi.
Um daginn var Jarlaskáldið sent upp í lager Orkuveitunnar í Mosfellsdal til að gera þar skýrslu um málningareign fyrir komandi sumar (don't ask me why!). Meðal annars mátti þar finna þó nokkuð magn af pallaolíu. Á leiðinni til baka á Land Rovernum fór Skáldið svo einhverra hluta vegna að pæla í því hvað svona pallaolía skyldi kosta. Þá heyrðist allt í einu í útvarpinu: „Pallaolía á 30% afslætti. Litaver.“ Skáldið keyrði næstum út af.
Merkilegt nokk þá er barasta ekkert planað fyrir næstu helgi, nema náttúrulega þetta sem rúm 80% Íslendinga munu gera. Eitthvað segir þó Jarlaskáldinu að það muni ekki sitja með hendur í skauti alla helgina, hvað það verður veit nú enginn, en eitt er víst að alltaf verður ákaflega gaman þá. Veriði sæl að sinni!
Jæja, á maður eitthvað að reyna að blogga? Gerum a.m.k. tilraun, það bara hlýtur eitthvað að hafa gerst...
Ferill Jarlaskáldsins sem atvinnuleysingi var stuttur að þessu sinni, því það hóf störf enn eitt sumarið hjá Don Alfredo núna á mánudaginn. Þetta ku vera níunda sumarið í röð sem Jarlaskáldið vinnur á Nesjavöllum, og tíunda sumarið sé allt tekið til. Geri aðrir betur. Ekki hefur Jarlaskáldið þurft að taka mikið á honum stóra sínum hingað til, fékk reyndar að taka tvo ágætis göngutúra upp í Dalasel og Múlasel, og tókst m.a.s. að lenda í smá jeppói á leiðinni upp að Dalaseli, þurfti að setja í lága drifið og allt. Að öðru leyti hefur lítið verið um að vera, enda allt fremur óljóst enn sem komið er hvernig vinnu verður hagað í sumar. Það eina sem Jarlaskáldið veit og skiptir máli er að það mun drottna yfir fleiri manns en nokkru sinni fyrr, sennilega yfir 40 hræðum, og verður líklega á Land Rover í sumar. Skárra en þessar helvítis L-300 druslur sem allir eru á, þó farþegarnir séu e.t.v. ósammála. Skítt með þá.
Einhvern tímann lofaði Jarlaskáldið að blogga aldrei um pólitík. Við það verður staðið.
Er þetta ekki Skógafoss þarna bak við? Ekki vildi Jarlaskáldið mæta þessum valkyrjum í dimmu skuggasundi.
Um daginn var Jarlaskáldið sent upp í lager Orkuveitunnar í Mosfellsdal til að gera þar skýrslu um málningareign fyrir komandi sumar (don't ask me why!). Meðal annars mátti þar finna þó nokkuð magn af pallaolíu. Á leiðinni til baka á Land Rovernum fór Skáldið svo einhverra hluta vegna að pæla í því hvað svona pallaolía skyldi kosta. Þá heyrðist allt í einu í útvarpinu: „Pallaolía á 30% afslætti. Litaver.“ Skáldið keyrði næstum út af.
Merkilegt nokk þá er barasta ekkert planað fyrir næstu helgi, nema náttúrulega þetta sem rúm 80% Íslendinga munu gera. Eitthvað segir þó Jarlaskáldinu að það muni ekki sitja með hendur í skauti alla helgina, hvað það verður veit nú enginn, en eitt er víst að alltaf verður ákaflega gaman þá. Veriði sæl að sinni!