« Home | ...Ekki leggur Jarlaskáldið í vana sinn að standa ... » | ...Gunni og Solla héldu innflutningspartý í gær, o... » | ...og Lúlli, ef þú einhvern tímann lest þetta, ald... » | ...eins og ljóst ætti að vera af ofanrituðu brá Ja... » | ...Skúla, sem hafið hefur blogg að nýju landslýð t... » | ... ég sleppti kvöldmatnum í kvöld til þess að kík... » | ...ferðasögu lofaði ég og ferðasögu fáið þið. Ég e... » | ...Mummi fer mikinn á síðu sinni, nefnir aðra men... » | ...sá að Sverrir Jakobsson er kominn með link á sí... » | ...var að setja þetta nagportal-drasl inn á síðuna... » 

miðvikudagur, júlí 17, 2002 

...furðulegt, í ca. annað hvert skipti sem ég skrái mig inn á blogger skrifa ég ósjálfrátt „blogger" í staðinn fyrir júserneimið mitt. Merkileg meinloka í mér.

Smá öppdeit úr vinnunni, minn elskulegi Land Rover var tekinn af mér í dag og ég látinn á ómerkilegan og ljótan L-300 bíl sem hæfir alls ekki þeirri virðingarstöðu sem mér ber. Að vísu prísa stúlkurnar sig sælar og lofa aukin þægindi, en þetta snýst bara alls ekkert um þægindi, heldur að lúkka vel, og maður lúkkar ekkert vel á þessum helv#$%# bíl!

Þegar ég kom heim úr vinnunni í dag, ekki hjólandi nota bene, heldur akandi á mínum óviðjafnanlega Woffa, horfði ég á Seinfeld venju samkvæmt. Þar var George að borða samloku með nautabógi á meðan hann stundaði bólfarir, mig langaði einhverra hluta vegna ofsalega í samloku. Svo las ég Bostonbloggarann, hann sagði frá Subwaynum sínum, þá þurfti ekki meira, dreif mig á Subway, "12 kjúklingabringa með extra jalapeno, þá var ég glaður, svo glaður, svo glaður (svo vitnað sé í Alfreð önd).

Er annars á leið norður til Akureyris, og m.a.s. gott betur, alla leið að bænum Ystuvík við Eyjafjörð, hvar félagar mínir Gunni, Solla og Kjarri halda upp á 75 ára afmæli sitt með pompi og pragt. Fer með þeim Odda Buttafuoco og Hrakfallabálknum inum meiri, það ætti að verða fjörug bílferð, förum á föstudaginn, dauðir á Blönduósi. Þarna verða tæplega á annað hundrað manns að því er fregnir herma, ég er búinn að sanka að mér útilegubúnaði svo þetta ætti að verða gott. Er m.a.s búinn að missa tjaldnautinn minn, hana Hrafnhildi, hún náði sér víst í einhvern kall og vill ekkert með mig hafa lengur, svo það er laust pláss í tjaldinu fyrir einhverja íðilfagra snót sem ekki hrýtur mikið...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates