...Ekki leggur Jarlaskáldið í vana sinn að standa í ritdeilum, en einu sinni verður allt fyrst, og að fróðra manna sögn er það stórskemmtileg iðja. Bostonbloggarinn hefur efnt til sennu gegn skáldinu, og skal gífuryrðum hans svarað fullum rómi:
1. Mér leiðist alls ekki við bloggið. Aftur á móti leiðist mér stundum að lesa blogg annarra. Það átti þó ekki við um ofurhelgarblogg þitt, sem ég skemmti mér allvel yfir. Ályktun mín var hins vegar sú að þar sem þér hefði leiðst um helgina hefðir þú notað tímann til að blogga til að vinna gegn leiðanum. Ég blogga helst þegar ég hef ekkert annað að gera, og þegar ég hef ekkert að gera leiðist mér. Svo mun vera um fleiri, og gerði ég ráð fyrir að þú fylltir þann flokk.
2. Ég get klifrað/spjallað/drukkið samtímis. Ég geri það e.t.v. ekki af miklu viti, en er engu að síður fær um það. Ég er hins vegar að mestu ófær um að bæta athöfninni „sofa" inn í þessa runu, eins og líklega flestir, en slíkt var einmitt ástand skáldsins á umræddu augnabliki. Því hefði samtal okkar að öllum líkindum orðið heldur einhliða, og þú þurft að sjá um alla fyndni. Hvað þetta allt kemur Gvendi á Eyrinni við veit ég ekkert um.
3. Ég er blessunarlega ekki Matt Damon. En það ert þú ekki heldur! Gef þér samt þetta með stinna rassinn, þangað til annað kemur í ljós.
Láttu nú alla vita af lyginni...
1. Mér leiðist alls ekki við bloggið. Aftur á móti leiðist mér stundum að lesa blogg annarra. Það átti þó ekki við um ofurhelgarblogg þitt, sem ég skemmti mér allvel yfir. Ályktun mín var hins vegar sú að þar sem þér hefði leiðst um helgina hefðir þú notað tímann til að blogga til að vinna gegn leiðanum. Ég blogga helst þegar ég hef ekkert annað að gera, og þegar ég hef ekkert að gera leiðist mér. Svo mun vera um fleiri, og gerði ég ráð fyrir að þú fylltir þann flokk.
2. Ég get klifrað/spjallað/drukkið samtímis. Ég geri það e.t.v. ekki af miklu viti, en er engu að síður fær um það. Ég er hins vegar að mestu ófær um að bæta athöfninni „sofa" inn í þessa runu, eins og líklega flestir, en slíkt var einmitt ástand skáldsins á umræddu augnabliki. Því hefði samtal okkar að öllum líkindum orðið heldur einhliða, og þú þurft að sjá um alla fyndni. Hvað þetta allt kemur Gvendi á Eyrinni við veit ég ekkert um.
3. Ég er blessunarlega ekki Matt Damon. En það ert þú ekki heldur! Gef þér samt þetta með stinna rassinn, þangað til annað kemur í ljós.
Láttu nú alla vita af lyginni...