« Home | ...og Lúlli, ef þú einhvern tímann lest þetta, ald... » | ...eins og ljóst ætti að vera af ofanrituðu brá Ja... » | ...Skúla, sem hafið hefur blogg að nýju landslýð t... » | ... ég sleppti kvöldmatnum í kvöld til þess að kík... » | ...ferðasögu lofaði ég og ferðasögu fáið þið. Ég e... » | ...Mummi fer mikinn á síðu sinni, nefnir aðra men... » | ...sá að Sverrir Jakobsson er kominn með link á sí... » | ...var að setja þetta nagportal-drasl inn á síðuna... » | ...humm, skáldið er á leið í Mörkina, ásamt Blönda... » | ...gestkvæmt var hjá Jarlaskáldinu í gærkvöld. Það... » 

mánudagur, júlí 15, 2002 

...Gunni og Solla héldu innflutningspartý í gær, og að sjálfsögðu lét skáldið sig ekki vanta þar. Partý þetta reyndist hafa gríðarháan nördastuðul, flestir gesta voru doktorsnemar í stærð- og/eða eðlisfræði, og auk þeirra gaf að líta Gettu Betur-nörda og almenna tölvunörda. Var nördaskapurinn eftir því, brandarar þar sem pönslænið var „kvaðratrótin af pí“ eða eitthvað álíka heyrðust ósjaldan, og allir nördarnir hlógu sem vitlausir væru, sem þeir eru. Stjáni tók helling af myndum á staðnum, þar á meðal þessa, sem sýnir Jarlaskáldið og Aumingjabloggarann fara með rímur, sérlega glæsileg mynd það. Ef þið vitið ekki hvor er hvað þá er Jarlaskáldið sá myndarlegri. Fjörið endaði svo á Vídalín á balli með Moonboots, sem einmitt spilar bara 80's coverlög, aldeilis fínt það.

Skáldið rumskaði ekki fyrr en á þriðja tímanum daginn eftir, þegar lítill frændi var byrjaður að hoppa ofan á því, gott að vakna þannig. Linsurnar enn í augunum, klætt í öll fötin, usss, var þetta svona slæmt í gær? Kíkti svo á netið, sá að Mummi hafði gengið berserksgang í bloggi um helgina, rosalega hlýtur honum að hafa leiðst. Finnur skáldinu það til foráttu að hafa ekki hringt í sig á föstudagskvöldið, en skáldið hefur það sér til afsökunar að hafa vart verið með meðvitund er þau orðaskipti hefðu átt að fara fram sem hann talar um. Og Mummi, þú ert bara ekki Matt Damon, so sorry!

Skáldið lét sig svo hafa það að kíkja á völlinn fyrr í kvöld, að horfa á Frammara spila við Keflavík. Frammarar voru heldur skárri en í síðasta leik, enda vart annað hægt, samt bara jafntefli gegn lélegu liði. Gaman að sjá Eggert aftur, langbesti maður liðsins í kvöld, minna gaman að sjá þennan mann, vonandi sé ég sem minnst af honum inni á fótboltavelli í sumar. Mönnum sem tekst að láta reka sig úr vinnu hjá Orkuveitunni fyrir leti hljóta líka að vera dálítið sérstakir, það á bara ekki að vera hægt...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates