... ég sleppti kvöldmatnum í kvöld til þess að kíkja á leik Fram og KA, og það verður að segjast að voru vond skipti. Aðra eins hörmung hef ég vart augum litið, aumingjaskapur og áhugaleysi Frammaranna var slíkt að annað eins hefur ekki sést í háa herrans. M.a.s. hörðustu Frammarar sem sjá yfirleitt ekki sólina fyrir liðinu sínu viðurkenndu að þetta hefði verið hörmung. Að vísu endaði leikurinn bara 0-1 fyrir KA, og aðallega vegna þess að KA-menn voru litlu skárri, klikkuðu m.a. á víti. Tveir klukkutímar af lífi mínu sem ég vildi fá aftur, og ef ég hefði ekki fengið frímiða væri ég enn fúlli...