...eins og ljóst ætti að vera af ofanrituðu brá Jarlaskáldið sér í betri fötin í gær og stundaði skemmtanir af miklum móð. Það er sosum ekki í frásögur færandi, og mun því ekki gert, en ef þið voruð niðri í bæ í gærnótt um fjögurleytið og sáuð mann í jakkafötum klöngrast upp á Stjórnarráðið, þá var þar hugsanlega skáldið á ferðinni...