« Home | ...sem og þetta... Find your inner Smurf! » | ...þetta hef ég alltaf vitað... ~Find Your Inner ... » | ...þetta var erfiður dagur. Í heimsku minni ákvað ... » | ...kemur ekkert mjög á óvart, að vísu er ég ekki r... » | ...ójá, ekki dauður úr öllum æðum enn. Á mánudag... » | ...eitthvað afrekaði maður í gær, eins og síðasta ... » | ...úfff, kominn heim af djamminu, Hlöllinn bíður, ... » | ...og bróðir hans líka... » | ...sumir eru farnir að nálgast það ískyggilega að ... » | ...á morgun (í dag samkvæmt blogger) rennur stóra ... » 

sunnudagur, júní 30, 2002 

...gestkvæmt var hjá Jarlaskáldinu í gærkvöld. Það þykir vart í frásögur færandi, og mun það því ekki gert hér. Þá loksins liðið hypjaði sig út var haldið í bæinn, en þá voru aðeins eftir tveir, Jarlaskáldið og Gunni. Stóð þá til að hitta Blöndahlinn og þjóra með honum. Þar sem Gunni hafði ekki farið á djammið í Reykjavík í næstum tvö ár tók ég það að mér að sýna honum „nýjustu“ staðina. Byrjuðum við á að fara á Hverfisbarinn (bíddu, er þetta ekki bílastæðahús?), hvar ég sýndi honum Jóhönnu, sem hann var sammála mér um að væri forkunnarfögur og eflaust vænsta stúlka. Frá Hverfisbarnum var svo haldið á Kaupfélagið (ha, er kominn pöbb hér?). Þar rákumst við fljótlega á Óskar Pál, og urðu það miklir fagnaðarfundir, sem að sjálfsögðu þurfti að skála vel yfir, enda long time no see. Ræddum við svo málin, og eins og oft vill verða á svona stundum voru stóru orðin ekkert spöruð um ágæti okkar og ömurlegheit ýmissa annarra. Þegar Gunni og Óskar Páll voru orðnir vel heitir veitti ég því svo athygli að stúlka ein sem sat við hlið mér fylgdist að því er virtist spennt með, en sagði mér svo í trúnaði að henni þættu „svona gæjar svo ógeðslega ömurlegir“. Æ æ, þarna rauf ég trúnaðinn! Ég ákvað að vera algjörlega sammála henni, enda stúlkan nokkuð snotur. Það bar þó lítinn árangur eins og oft áður. Á Kaupfélaginu birtist svo Blöndahlinn með fríðu föruneyti, og náði hann að plata mig með sér í Mörkina næstu helgi. Samkvæmt bestu heimildum fórum við næst á Vegamót (eða var það Prikið, ég er ekki viss?), e.t.v. var gaman þar, því næst klifraði skáldið upp á Ingólf eins og þess er siður, og lauk svo djamminu hjá Hlölla eins og svo oft áður. Eins gott að ég fékk útborgað í dag, það er ekkert ódýrt að taka leigubíl einn upp í Breiðholt...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates