« Home | ...fór í bæinn í kvöld, djöfuls skítaveður, menn f... » | ...Hverjir vinna? <!-- Begin Sparklit HTML Code -... » | ...hæhóogjibbíjei, það er kominn sautjándi júní, e... » | ...ný comment komin inn, tjáið ykkur endilega... » | ...ég náði, ég mun útskrifast. Fimm ára þrautagöng... » | ...nú eru allir að verða vitlausir út af einhverju... » | ...urrrrr, ég var búinn að semja langan pistil þar... » | ...ég var að gera smá breytingar, núna eru t.d. ko... » | ...þetta er skárra... Take the What Type of F... » | ...þetta er ekki gott... Take the What High Sc... » 

laugardagur, júní 22, 2002 

...á morgun (í dag samkvæmt blogger) rennur stóra stundin upp, ég fæ að „njóta" þess að sitja 3-4 tíma í Höllinni, hlusta á ræður og söng, en þó aðallega að bíða meðan viðskiptafræðingar og annar óþjóðalýður tefur mig frá því að hljóta nafnbótina B.A. Það hefur reyndar tekið 5 ár, munar svo sem ekki mikið um nokkra tíma í viðbót. Að vísu þykja 5 ár alls ekki svo langur tími til þess að ná sér í gráðu í minni ætt, stóra systir tók fimm ár í þetta og stóri bróðir byrjaði fyrir átta árum, en hefur enga gráðu enn. Litli bróðir vann að vísu, fékk gráðu á þremur árum, en það var í Ameríku, svo það telst ekki með. Ég fæ enga veislu, í stað þess fer öll familían út að borða saman, en það mun ekki hafa gerst síðan sjómannadaginn 1984, þegar við fórum á einhvern stað sem þá var í Ármúlanum og ég man ekki hvað hét, en þar var mikil sjóræningjastemmning innandyra, og kista ein mikil full af fimmeyringum sem vakti mikla athygli mína á sínum tíma. Ef þið munið nafnið á staðnum megið þið endilega láta mig vita.

Um kvöldið verður svo væntanlega farið á skrall, enda hefur vinkona mín Lilja Rós, sem einmitt útskrifast úr ferðamálafræði á morgun, boðið mér í teiti eina mikla, og er hún höfðingi heim að sækja, svo víst má telja að Jarlaskáldið muni kneyfa ölið annað kvöld. Lilja er þó ekki sú eina úr kunningjahópi mínum sem útskrifast á morgun. Telst þar fyrst til tíðinda að Gettu Betur lið Menntaskólans 1996, sem Jarlaskáldið var einmitt hluti af sælla minninga, útskrifast allt á morgun úr Háskólanum. Kjartan Björgvinsson inn rauði ku vera að útskrifast úr lögfræði, og Strandamaðurinn sterki, Guðmundur „Gvendur“ Björnsson, mun vera að útskrifast úr sagnfræði. Óskar Jarlaskáldið þeim allra heilla og velfarnaðar í framtíðinni. Auk þeirra útskrifast með mér úr íslenskunni Skagamaðurinn Sævar, Hafnfirðingurinn Haukur, Breiðhyltingurinn Úlfhildur, og Halldór fyrirlestur, sem ég veit ekki hvaðan er. Þeim eru og færðar árnaðaróskir Jarlaskáldsins.

Úr vinnunni er það helst að frétta að ég er loksins laus við aumingjabloggarann, a.m.k. um stundarsakir. Hann var hækkaður í tign, eins óskiljanlegt og það er, og fær sex nýja liðsmenn til umráða. Eftir sit ég einn með mínar sex stelpur. Allar munu þær lofaðar (eða á annan hátt óheppilegar), og því lítið á þeim að græða. Stendur því leit mín að 18-30 ára konu til að sjá um mig enn yfir. Ég vona bara að B.A. gráðan hjálpi eitthvað til í þeim efnum...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates