« Home | ...ný comment komin inn, tjáið ykkur endilega... » | ...ég náði, ég mun útskrifast. Fimm ára þrautagöng... » | ...nú eru allir að verða vitlausir út af einhverju... » | ...urrrrr, ég var búinn að semja langan pistil þar... » | ...ég var að gera smá breytingar, núna eru t.d. ko... » | ...þetta er skárra... Take the What Type of F... » | ...þetta er ekki gott... Take the What High Sc... » | ...humm, þetta er orðinn greinilegur tendens hjá m... » | ...jújú, ennþá til, hellingur gerst, best að fara ... » | ...kommentin eru eitthvað í ólagi, en það er einhv... » 

mánudagur, júní 17, 2002 

...hæhóogjibbíjei, það er kominn sautjándi júní, enda byrjað að rigna. Var kannski kominn tími til, maður verður nú að hugsa um plönturnar líka, er það ekki?

Það varð ekkert vesen á laugardagsmorguninn, mér til sárrar armæðu. Við mættum upp á Nesjavelli rétt fyrir 9, klæddir í bláar peysur og hvít vesti, mjög professional eða hitt þó heldur. Þar var saman kominn einhver stærsti lögreglufloti sem ég hef séð, átti greinilega ekki að taka neina sjensa. Löggan sagði okkur að leggja bara við veginn og fylgjast með, og koma okkur svo í burtu þegar Jang mætti, svo við yrðum nú örugglega ekki skotnir (án gríns!). Svo spiluðum við Kana í þrjá tíma inni í bíl, gerðum fátt annað. Ég held að Jang hafi veifað mér þegar hann kom, kannski var það einhver annar, þessir Kínverjar líta allir eins út. Úbbs, var þetta kannski soldill rasismi, maður verður að passa sig. Skemmtilegast fannst mér þegar víkingasveitin stoppaði hjá okkur til að ganga úr skugga um að við værum ekki með neina gula fána eða annað sem gæti valdið Kínverjunum hugarangist, þeir voru í góðum fíling, fannst þetta allt álíka fyndið og okkur. Þetta var a.m.k. alveg örugglega léttasti 5000 kall sem ég hef unnið mér inn.

Á laugardaginn fór ég svo í útilegu upp í Húsafell, afar hressandi. Mikið drukkið, mikið gaman. Ég gerði mitt ýtrasta til að koma aumingjabloggaranum í kynni við kvenfólk, en án árangurs. Ekki tókst mér sjálfum neitt betur upp, þrátt fyrir góðan ásetning. Leit mín að góðhjartaðri konu til að sjá um mig stendur því enn yfir. Lunganum af nóttinni eyddum við í félagsskap Karólínu sagnfræðiskutlu og vina hennar. Afar hresst fólk, gaman að því. Frammistöðu næturinnar átti þó Harpa mágkona mín, sem var stödd þarna með vinkonum sínum. Fregnir herma að hún hafi verið allþunn á sunnudagsmorguninn, og var þá búin að stela símanum mínum, en láta mig hafa sinn í staðinn. Furðulegasta mál, sem hún hafði litlar skýringar á þegar ég innti eftir þeim í dag.

Mér finnst að 17. júní eigi alltaf að vera á mánudögum. Það sama ætti að gera við 1. maí, uppstigningardag, sumardaginn fyrsta og aðra frídaga sem nýtast ekkert til að lengja helgina. Þetta ætti að gera að kosningamáli...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates