Lok lok og læs
Áðan horfði Jarlaskáldið á þátt með Conan O'Brien þar sem gestirnir voru Snoop Dogg og Tom Waits. Það eru sennilega tveir svölustu einstaklingarnir í heiminum.
Annars er lífið bara ansi ágætt þessa dagana. Það er spurning hvað veldur.
Það er ekki von á miklu lesefni hér á næstunni, við skulum bara kalla það sumarfrí. Þeim sem ekki fá nóg af ævintýrum Jarlaskáldsins má benda á þessa síðu og ekki síður þessa.
Enda segja myndir meira en þúsund orð. Hvað þá mörg þúsund myndir.
Gleðilegt sumar!