« Home | Loksins eitthvað! » | Uppörvandi » | La Dolce Vita » | 2006 í máli og myndum » | Flón ársins » | Tveggja vikna tal » | Flutningar » | Agureyrish á kafi » | Grínmaðurinn ógurlegi » | La Grande Bouffe » 

laugardagur, febrúar 10, 2007 

Komið heim



Jarlaskáldið er komið heim eftir ansi hreint hressandi 11 daga ferðalag um týrólsku Alpana. Hafði það bara þrælgott allan tímann úti, en hefur haft það í álíku magni skítt síðan það kom heim. Margir hafa viðrað þá kenningu að ástæða vanlíðanar þeirrar sé gönguhraðinn um gleðinnar dyr á erlendri grund, og sjálfsagt er hann ekki að hjálpa til, en Jarlaskáldið minnist þess þó ekki að bjórdrykkja geti valdið sótthita, allavega ekki ein og sér, hvað þá því að allt í andlitinu sé stíflað, hálsinn bólginn og sjálfsagt eitthvað fleira sem Skáldið man ekki eftir í svipinn. En það má hugga sig við að þessi veikindi sáu sóma sinn í að bíða eftir heimkomunni, og þetta hlýtur að lagast einhvern daginn, þangað til er hægt að orna sér við þessar myndir sem Jarlaskáldið tók á ferðum sínum síðustu tvær vikur. Njótið!

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates