Tveggja vikna tal
Það er líklega sjaldan sem maður hefur jafnlítið að gera og um jólin. Kannski að maður nýti það til að skrifa aðeins um atburði síðustu tveggja vikna, enda af einhverju að taka í þetta sinn.
Síðast er til Skáldsins fréttist af einhverju viti (þó að vitið sé umdeilanlegt) var það að koma heim til sín eftir snilldarferð norður yfir heiðar. Svo mjög hrósaði Skáldið ferð þeirri að veðurguðirnir hljóta að hafa fyllst öfund eða einverjum andskotanum því síðan hefur verið meira og minna skítaveður um allt land, hafi einhverjir lesenda verið í dauðadái og það farið fram hjá þeim af þeim sökum. Ljóta vitleysan.
Allavega bar það næst til tíðinda að föstudaginn 15. desember skellti Jarlaskáldið sér í fínna dressið og á jólahlaðborð með vinnunni á Hótel Sögu. Það staldraði reyndar ekki sérlega lengi við þar, át forrétti og aðalrétti sem voru hinir ágætustu hvorir tveggja, skemmtiatriðin voru aftur misgóð, mini-útgáfa af Baggalúti mætti og flutti tvö lög og gerði það sosum ágætlega, Auðunn Blöndal átti hins vegar slæman dag. Ekki veit Skáldið hvernig annað var því upp úr tíu lét það sig hverfa og fór í teiti í Austurbænum hjá knattspyrnufélaginu Knatterton, sem það hefur tilheyrt síðan í haust. Prýðilegasta teiti hjá Líndalnum, kvenfólk eðlilega af skornum skammti en úr því var bætt síðar um nóttina þegar við brugðum okkur nokkrir á NASA á Sálarball. Það var án stórafreka, í það minnsta af Skáldsins hálfu.
Laugardagurinn var eðli málsins samkvæmt ekki dagur aðgerða, en kvöldið öllu hressara. Þá vildi fröken Alda ólm skella sér á NASA á tónleika með Trabant, svo slegið var upp tveggja manna teiti í Hólunum, sem varð fjögurra manna þegar Vignir og Stefán bættust við. Þeir þrír fyrstnefndu fóru svo á Trabant, og kom Skáldið útbíað í freyðivíni heim eins og öll hin skiptin eftir tónleika með téðri hljómsveit. Það er svona að vera fremst. Skáldið las svo í blöðunum að þetta hefðu verið frábærir tónleikar. Sem þeir voru. Sennilegast.
Vikan þar á eftir fór meira og minna í það hjá Jarlaskáldinu að pakka fátæklegum eigum sínum í kassa og töskur, því það yfirgaf Hólagettóið og hélt heim á fornar slóðir á föstudeginum eftir ágæta þriggja mánaða dvöl með fiskunum og stundum frænku. Heim í heiðardalinn flytur Skáldið í það minnsta til að byrja með, stefnan er nú tekin á að hypja sig þaðan við fyrsta heppilega tækifæri, en hvort það verður alveg á næstunni er ekki alveg ljóst. Skýrist kannski á nýju ári, þangað til er um að gera að nýta sér þjónustuna á Hótel Mömmu til fullnustu.
Þá um kveldið fór Skáldið svo í þrítugsammili hjá Andréssyni, sem bauð upp á fínustu veitingar. Þrátt fyrir að hafa svarið þess dýran eið að láta lendur skemmtanalífsins alveg í friði náði flárátt kvenfólk að plata það í teiti hjá Vigni og félögum hans fjármálamönnunum niðri í bæ, sen reyndist síðan bara ágæt skemmtun.
Þolláksmessa var hefðbundin og þó ekki, Skáldið dreif sig til verslunar um fimmleytið og hóf jólagjafakaupin. Um fimmtán mínútum síðar var þeim að mestu lokið, Skáldið geymdi tvær gjafir til þess að brjóta ekki þá góðu hefð að versla gjafir á aðfangadag. Stemning í því. Um kvöldið arkaði það svo um bæinn, en þekkti frekar fáa og fékk ekkert kakó. Það má ekki klikka aftur.
Nújæja, aðfangadagur var eftir bókinni, fyrst lokið við gjafakaupin, svo öllu pakkað inn, kíkt í ammili til Blöndudals og sötrað á súkkulaði, þá heim í jólabaðið, étið, étið meira, pakkarnir (alveg þrír að tölu) rifnir upp og svo étið aðeins meira. Þó var það öðruvísi í ár að viðstödd voru frændi og frænka, sem fannst dagskráin stundum ekki ganga alveg nógu hratt fyrir sig. Annars voru heimtur ágætar hjá Skáldinu, fínustu brækur til að klæðast í brekkunum, hanskar til að halda á bjórnum, og brettahjálmur til að lifa af ferðina niður eftir Apres Ski. Gott gott.
Á jóladag var étið meira. Hið sama á annan. Eins og tilheyrir. Ekki fer sögum af öðrum afrekum, og t.d. algjör óþarfi að minnast á gengi Jarlaskáldsins í hinum ýmsustu spilum að kveldi annars dags jóla. Alls engin ástæða.
Hér er komið nýtt útlit. Hitt var soldið gay. Þetta er macho.
Síðast er til Skáldsins fréttist af einhverju viti (þó að vitið sé umdeilanlegt) var það að koma heim til sín eftir snilldarferð norður yfir heiðar. Svo mjög hrósaði Skáldið ferð þeirri að veðurguðirnir hljóta að hafa fyllst öfund eða einverjum andskotanum því síðan hefur verið meira og minna skítaveður um allt land, hafi einhverjir lesenda verið í dauðadái og það farið fram hjá þeim af þeim sökum. Ljóta vitleysan.
Allavega bar það næst til tíðinda að föstudaginn 15. desember skellti Jarlaskáldið sér í fínna dressið og á jólahlaðborð með vinnunni á Hótel Sögu. Það staldraði reyndar ekki sérlega lengi við þar, át forrétti og aðalrétti sem voru hinir ágætustu hvorir tveggja, skemmtiatriðin voru aftur misgóð, mini-útgáfa af Baggalúti mætti og flutti tvö lög og gerði það sosum ágætlega, Auðunn Blöndal átti hins vegar slæman dag. Ekki veit Skáldið hvernig annað var því upp úr tíu lét það sig hverfa og fór í teiti í Austurbænum hjá knattspyrnufélaginu Knatterton, sem það hefur tilheyrt síðan í haust. Prýðilegasta teiti hjá Líndalnum, kvenfólk eðlilega af skornum skammti en úr því var bætt síðar um nóttina þegar við brugðum okkur nokkrir á NASA á Sálarball. Það var án stórafreka, í það minnsta af Skáldsins hálfu.
Laugardagurinn var eðli málsins samkvæmt ekki dagur aðgerða, en kvöldið öllu hressara. Þá vildi fröken Alda ólm skella sér á NASA á tónleika með Trabant, svo slegið var upp tveggja manna teiti í Hólunum, sem varð fjögurra manna þegar Vignir og Stefán bættust við. Þeir þrír fyrstnefndu fóru svo á Trabant, og kom Skáldið útbíað í freyðivíni heim eins og öll hin skiptin eftir tónleika með téðri hljómsveit. Það er svona að vera fremst. Skáldið las svo í blöðunum að þetta hefðu verið frábærir tónleikar. Sem þeir voru. Sennilegast.
Vikan þar á eftir fór meira og minna í það hjá Jarlaskáldinu að pakka fátæklegum eigum sínum í kassa og töskur, því það yfirgaf Hólagettóið og hélt heim á fornar slóðir á föstudeginum eftir ágæta þriggja mánaða dvöl með fiskunum og stundum frænku. Heim í heiðardalinn flytur Skáldið í það minnsta til að byrja með, stefnan er nú tekin á að hypja sig þaðan við fyrsta heppilega tækifæri, en hvort það verður alveg á næstunni er ekki alveg ljóst. Skýrist kannski á nýju ári, þangað til er um að gera að nýta sér þjónustuna á Hótel Mömmu til fullnustu.
Þá um kveldið fór Skáldið svo í þrítugsammili hjá Andréssyni, sem bauð upp á fínustu veitingar. Þrátt fyrir að hafa svarið þess dýran eið að láta lendur skemmtanalífsins alveg í friði náði flárátt kvenfólk að plata það í teiti hjá Vigni og félögum hans fjármálamönnunum niðri í bæ, sen reyndist síðan bara ágæt skemmtun.
Þolláksmessa var hefðbundin og þó ekki, Skáldið dreif sig til verslunar um fimmleytið og hóf jólagjafakaupin. Um fimmtán mínútum síðar var þeim að mestu lokið, Skáldið geymdi tvær gjafir til þess að brjóta ekki þá góðu hefð að versla gjafir á aðfangadag. Stemning í því. Um kvöldið arkaði það svo um bæinn, en þekkti frekar fáa og fékk ekkert kakó. Það má ekki klikka aftur.
Nújæja, aðfangadagur var eftir bókinni, fyrst lokið við gjafakaupin, svo öllu pakkað inn, kíkt í ammili til Blöndudals og sötrað á súkkulaði, þá heim í jólabaðið, étið, étið meira, pakkarnir (alveg þrír að tölu) rifnir upp og svo étið aðeins meira. Þó var það öðruvísi í ár að viðstödd voru frændi og frænka, sem fannst dagskráin stundum ekki ganga alveg nógu hratt fyrir sig. Annars voru heimtur ágætar hjá Skáldinu, fínustu brækur til að klæðast í brekkunum, hanskar til að halda á bjórnum, og brettahjálmur til að lifa af ferðina niður eftir Apres Ski. Gott gott.
Á jóladag var étið meira. Hið sama á annan. Eins og tilheyrir. Ekki fer sögum af öðrum afrekum, og t.d. algjör óþarfi að minnast á gengi Jarlaskáldsins í hinum ýmsustu spilum að kveldi annars dags jóla. Alls engin ástæða.
Hér er komið nýtt útlit. Hitt var soldið gay. Þetta er macho.