« Home | Rokk og ról » | Snjókall » | Rík afdrif » | The Filth and the Fury » | Skerið » | Bruni BB » | Hann á ammæli í dag... » | Sumarbústaður » | Að sleikja menn » | Steelheart rúlar » 

þriðjudagur, mars 21, 2006 

Stórafmæli



Eins og áður segir var liðin helgi svona í meira lagi tíðindarík, og gott ef ekki sú ánægjulegasta á árinu sem er að líða. Um slík ævintýri er vitaskuld bráðnauðsynlegt að rita myndarlega ferðasögu, og það hyggst Jarlaskáldið gera, en líkt og Róm var ekki byggð á einum degi gæti það tekið örlítinn tíma, ef vel á að vera. Bíðið ögn, allt að gerast, og klukkan er.

Annars var Jarlaskáldið að ganga frá málum sem ýjað var að hér fyrir skömmu, varðandi sjónvarpskaup. Nú er ljóst að Skáldið verður að kaupa sjónvarp, þar sem það mun ef allt gengur eftir (sem allar líkur eru á) flytja úr Breiðholtinu í maíbyrjun eftir ríflega 28 ára veru þar og hefja búskap í Árbænum ásamt kvendi einu sem fylgir með í kaupunum og mun einkum sinna hreingerningarstörfum og matargerð. Á að vísu eftir að tilkynna frúnni það...

Þau tíðindi blikna þó algerlega í samanburði við stóratburði dagsins. Daman á myndinni hér að ofan er nefnilega eins árs í dag, en þetta er einmitt hún Þórey Hildur, frænka Jarlaskáldsins með meiru. Er henni að sjálfsögðu óskað innilega til hamingju með daginn.

Stebbi varð svo þrítugur á sunnudaginn. Svona leit hann út á síðasta degi þrítugsaldursins. Þarf að segja meira?

þú ert nú eitthvað að misskilja hlutina, eldamennska og þrif. Þú veist þó að ég fæ stóra herbergið.

Þá veit maður hvar Júróvísíonteitið verður.

Kv
Stebbi og Willy (sem þolir ekkert sem samevrópskt er)

Skáldið hlýtur að splæsa í risasjónvarp í BT og fær það svo væntanlega endurgreitt fljótlega eftir teitið...

´Hehe betlaðu bara um það.. er búið að ganga frá herbergjaskiptunum.. eða á ég að koma með leikinn er búin að undirbúa ýmislegt.. sem inn í því felst drykkja...
Kv
Kópavogsbúinn sem að horfir niður á fólkið með nýja rúðu...

Skrifa ummæli

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates