« Home | HelginEr einhverju við þessa mynd að bæta? » | NBA-spá Jarlaskáldsins 2005-2006Jarlaskáldið birti... » | Ógeðslega stabíllJebb, helgin búin, fór heldur öðr... » | SilldBara svo það sé á hreinu: NBA TV er besta sjó... » | HveravallammiliMjög erum tregt, tungu að hræra, og... » | ÞakkirJarlaskáldið vill senda hugheilar þakkir fyr... » | AmmiliJarlaskáldið á ammili í dag. Í tilefni dagsi... » | HveravellirJarlaskáldið hefur haft í nógu að sýsla... » | Brullaup og TrabantJá, eins og áður var getið var ... » | Wedding CrasherSkáldið hefur sosum ekki frá miklu ... » 

miðvikudagur, nóvember 16, 2005 

Agureyrish



Úff, það var bara ekki hægt að láta myndina af gimpinu blasa við efst á síðunni öllu lengur. Eflaust eru einhverjir að spá í hvaða ævintýri Jarlaskáldið rataði um helgina eftir að hafa séð þessa ágætu mynd. Þau voru nokkur, og höfðu ekki góð áhrif á bankareikninginn.

Það fór að vísu nógu rólega af stað, Jarlaskáldið var boðað í Naustabryggjuna síðla föstudagskvölds þangað sem mætti nokkur hópur manna og konu og var þar spilað Trivial Pursuit, í bland við Depeche Mode-tónleika áhorf. Konan vann að lokum, en hefur að öllum líkindum haft rangt við á einhvern hátt. Það er a.m.k. ein líkleg skýring. Konan hafði einnig það forskot að hafa drukkið talsvert meiri bjór en Skáldið þegar yfir lauk, og með tilliti til Buffalo-kennningarinnar, sem er með merkilegri kenningum síðari tíma, verður hún að teljast hafa haft mikið og jafnvel ósanngjarnt forskot þar. But anywho...

Dagurinn var tekinn í fyrra fallinu á laugardaginn. Upp úr tvö mætti Svenni á sínum fjallabíl ásamt þeim Vigni og Stebba. Áður höfðu þeir komið við í búð og verslað vel. Því næst bættist Ingvar félagi Svenna við ásamt ungum syni og tók hann við akstri kaggans (Ingvar þ.e.) þar sem aðrir í bílnum (fyrir utan soninn) hugðu á drykkju. Tilefnið: Svenni orðinn öldungur. Áfangastaður: Bláa lónið. Ofan í það greiddum við 1400 krónur (rugl) og svo 600 fyrir einn kaldan. Dýr sundferð það, og sáum ekki einu sinni Tarantino. Að svamli og gufubaði loknu lá leiðin fyrst heim til Svenna, en síðan á Guðisélofaðþaðséföstudagur. Þar bættist við eilítill liðsauki, og fengum við okkur ýmist borgara eða annað í þeim dúr, auk einhvurs öls. Vorum reyndar aðeins afgreiddir af þrælþroskaheftu eða rammöfugu þjónustuliði. Karlkyns. Á ammilinu hans Svenna. Illa gert.
Aftur lá leiðin heim til Svenna. Þar fjölgaði smátt og smátt í kotinu eftir því sem leið á kvöld, og var orðið vel fjölmennt undir lokin. Fékk Svenni ýmsar góðar gjafir (og fæst þá loksins skýring á gimp-myndinni). Einnig veitti hann einkar vel. Síðla kvölds var Skáldið orðið góðglatt og var þeirri hugmynd þá gaukað að því að fara á Players þar sem var dansleikur með Vinum vors og blóma. Óðinn má vita hvers vegna, en á þeirri stundu þótti Skáldinu þetta hugmynd allra hugmynda og dreif sig á staðinn. Hvað þar fór fram, tja, förum ekki nánar út í það. Jarlaskáldið komst tiltölulega klakklaust heim í það minnsta.

Um helgina er það Agureyrish. Snjóbretti, Sjallinn, Sálin, snjór, sund, og bjór. Og kannski eitthvað meira ef sá gállinn verður á manni. Kemur í ljós.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates