New Jersey
Alltaf er nú Jarlaskáldið eitthvað að bardúsa, og ekki var liðin helgi nein undantekning. Nema að einu leyti.
Fyrst föstudagskvöldið. Ekkert.
Á laugardaginn þurfti Jarlaskáldið að mæta í vinnnuna upp úr 4, þar hékk það og gerði ekkert í rúma tvo tíma en hélt svo heim, klæddi sig í sitt fínasta púss, og ók niður í Perlu því þangað var Gunnar Smári Egilsson af höfðingskap sínum búinn að bjóða Skáldinu að mæta og éta góðan mat og dreypa e.t.v. á eilitlu víni á svokallaðri árshátíð. Það má kallinn eiga, maturinn var alveg djöfulli góður, en mikið er Perlan vonlaust húsnæði til árshátíðahalds. Reyndar virtust mjög margir skemmta sér einkar vel, einkum þeir sem voru duglegastir í brennivíninu, en illu heilli lét Jarlaskáldið það svo gott sem alveg vera (ha?) og því fór stemmningin pínulítið fram hjá því. Það þraukaði þó eitthvað fram yfir miðnætti, reyndi m.a.s. að stunda smá dansmennt við undirleik Jagúars, en lét sig svo hverfa stuttu síðar og ók á Lilla sínum heim. Svo bregðast krosstré. Myndir voru teknar.
Í dag mætti Jarlaskáldið aftur til vinnu, og vakti furðu samstarfsmanna þegar það upplýsti að það plagaði engin þynnka. Þrátt fyrir þynnkuleysið brá Skáldið ekki út af vananum, það fór á KFC í dag. Í kvöld brá Jarlaskáldið sér svo í kvikmyndahús með Twistinum, á mynd sem það hafði lengi langað að sjá, Garden State. Ekki ætlar Skáldið að eyða mörgum orðum í hana, en svo mikið er víst að það er hægt að eyða 800 krónum í margt vitlausara en að kíkja á þessa mynd. Þótt ekki væri nema fyrir hana þarna sætu.
Þegar Jarlaskáldið kom heim skellti það The Shins á fóninn. Það er gott stöff.
Jarlaskáldið er komið í sumarskap. Fer ekki að styttast í útilegu?
-----------------------------------------------------------------------------------
Alltaf er nú Jarlaskáldið eitthvað að bardúsa, og ekki var liðin helgi nein undantekning. Nema að einu leyti.
Fyrst föstudagskvöldið. Ekkert.
Á laugardaginn þurfti Jarlaskáldið að mæta í vinnnuna upp úr 4, þar hékk það og gerði ekkert í rúma tvo tíma en hélt svo heim, klæddi sig í sitt fínasta púss, og ók niður í Perlu því þangað var Gunnar Smári Egilsson af höfðingskap sínum búinn að bjóða Skáldinu að mæta og éta góðan mat og dreypa e.t.v. á eilitlu víni á svokallaðri árshátíð. Það má kallinn eiga, maturinn var alveg djöfulli góður, en mikið er Perlan vonlaust húsnæði til árshátíðahalds. Reyndar virtust mjög margir skemmta sér einkar vel, einkum þeir sem voru duglegastir í brennivíninu, en illu heilli lét Jarlaskáldið það svo gott sem alveg vera (ha?) og því fór stemmningin pínulítið fram hjá því. Það þraukaði þó eitthvað fram yfir miðnætti, reyndi m.a.s. að stunda smá dansmennt við undirleik Jagúars, en lét sig svo hverfa stuttu síðar og ók á Lilla sínum heim. Svo bregðast krosstré. Myndir voru teknar.
Í dag mætti Jarlaskáldið aftur til vinnu, og vakti furðu samstarfsmanna þegar það upplýsti að það plagaði engin þynnka. Þrátt fyrir þynnkuleysið brá Skáldið ekki út af vananum, það fór á KFC í dag. Í kvöld brá Jarlaskáldið sér svo í kvikmyndahús með Twistinum, á mynd sem það hafði lengi langað að sjá, Garden State. Ekki ætlar Skáldið að eyða mörgum orðum í hana, en svo mikið er víst að það er hægt að eyða 800 krónum í margt vitlausara en að kíkja á þessa mynd. Þótt ekki væri nema fyrir hana þarna sætu.
Þegar Jarlaskáldið kom heim skellti það The Shins á fóninn. Það er gott stöff.
Jarlaskáldið er komið í sumarskap. Fer ekki að styttast í útilegu?
-----------------------------------------------------------------------------------