Bévítans sker!
Já, Skáldið er komið heim á skerið, og þjáist nú til skiptis af heimþrá til heimahaganna á Ítalíu og lægðarveiki (ókei, kannski er sá sjúkdómur ekki til, en það er ágætis útskýring á því að vera þreyttari en andskotinn þessa dagana). Ef Jarlaskáldið nær til þess heilsu mun það sjálfsagt rita ógnarlanga og samhengislausa ferðasögu sem í mesta lagi tveir lesa, en til að gefa lesendum hugmynd um hvað fram fór má benda á þetta, þetta og þetta. Það á enn eftir að bæta við myndum, Jarlaskáldinu reiknast til að bara þess myndir hafi verið nálægt þúsundinu.
Þær stórfréttir voru annars helstar að Íslendingum fjölgaði um tvo einstaklinga á meðan Skáldið var erlendis, og þá misgóða. Annar þeirra er geðsjúkt gamalmenni sem einu sinni var mesti nörd heimsins og fólki fannst mikið til þess koma þá, og greinilega enn í dag einhverjum ótrúlegt en satt. Hinn Íslendingurinn ætti þegar fram í sækir að verða landinu til öllu meiri sóma, en það er þessi hérna. Þórey Hildur heitir hnátan sú, dóttir hjónanna Arnars og Gullu, sem gerir Skáldið að móðurbróður hennar. Það vita nú sumir að ekki er slæmt að eiga Skáldið fyrir frænda.
Já, Skáldið er komið heim á skerið, og þjáist nú til skiptis af heimþrá til heimahaganna á Ítalíu og lægðarveiki (ókei, kannski er sá sjúkdómur ekki til, en það er ágætis útskýring á því að vera þreyttari en andskotinn þessa dagana). Ef Jarlaskáldið nær til þess heilsu mun það sjálfsagt rita ógnarlanga og samhengislausa ferðasögu sem í mesta lagi tveir lesa, en til að gefa lesendum hugmynd um hvað fram fór má benda á þetta, þetta og þetta. Það á enn eftir að bæta við myndum, Jarlaskáldinu reiknast til að bara þess myndir hafi verið nálægt þúsundinu.
Þær stórfréttir voru annars helstar að Íslendingum fjölgaði um tvo einstaklinga á meðan Skáldið var erlendis, og þá misgóða. Annar þeirra er geðsjúkt gamalmenni sem einu sinni var mesti nörd heimsins og fólki fannst mikið til þess koma þá, og greinilega enn í dag einhverjum ótrúlegt en satt. Hinn Íslendingurinn ætti þegar fram í sækir að verða landinu til öllu meiri sóma, en það er þessi hérna. Þórey Hildur heitir hnátan sú, dóttir hjónanna Arnars og Gullu, sem gerir Skáldið að móðurbróður hennar. Það vita nú sumir að ekki er slæmt að eiga Skáldið fyrir frænda.