« Home | Pbase rúlarRétt er vekja athygli á því að þau stór... » | Gavrilo PrincipJarlaskáldið var í þessu að fjárfes... » | AfmæliÍ dag á Jarlaskáldið afmæli. Af því tilefni ... » | Bévítans sker!Já, Skáldið er komið heim á skerið, ... » | Djöfull eruði klikkuð maður!Svo mælti piltur einn ... » | Nei sko, internettenging!Hér er pínku gaman. Eigin... » | Hættur, farinnEftir tæpa 5 tíma mun Jarlaskáldið o... » | ... og það styttistÁður en vikið verður að aðalefn... » | ...förum heldur á skíði!--------------------------... » | Norðlenskir pervertarÞað er ekki að spyrja að bölv... » 

mánudagur, apríl 04, 2005 

Skriftir

Jarlaskáldið situr nú baki brotnu við skriftir. Er það ferðasagan frá Selva sem er umfjöllunarefnið, og með sama áframhaldi stefnir í 10 binda ritröð um þá ferð. Sagan verður í það minnsta álíka löng og fyrri ferðasögur, ef ekki lengri. Já, ítarlegt skal það vera, og það er kannski spurning um að birta smá kafla úr því sem komið er, svona sem forsmekk:

...Loksins var svo lagt af stað, og byrjað á hefðbundum skylduverkum, Vikingröðinni, sem Skáldið ber veg og vanda af. Fararstjórar til Selva voru gamlir kunningjar síðan úr Val di Fiemme, þau Einar og Anna, settist Anna í okkar rútu og malaði síðan alla leiðina hluti sem við höfðum öll heyrt áður. Ekki var nú ferðin til Selva sérlega markverð eða eftirminnileg, eitt stopp á einhverri bensínstöð til að bæta aðeins á birgðir, en svo bara stímt áfram upp í Dólómítana þangað til fór að dimma svo maður nennti ekki einu sinni að glápa út um gluggana lengur. Vakti eftirtekt okkar að hvergi var eitt einasta snjókron að sjá, sem okkur þótti ekki allt of sniðugt verandi í skíðaferð. Loks þegar við vorum farin að nálgast Selva fór þó að glitta í snjóskafl hér og þar og Anna fararstjóri fullvissaði alla um að nóg væri af snjó í skíðabrekkunum þó lítið væri kannski utan þeirra. Það átti allt eftir að koma betur í ljós.
Loks komumst við á leiðarenda, og þurfti rútan okkar að stoppa á tveimur hótelum, við á því seinna. Á sama tíma og fyrri hópurinn gekk út úr rútunni gaus upp einhver sú rosalegasta prumpufýla sem sögur fara af, svo svakaleg að nær ólíft varð. Vildi enginn taka á sig sökina, m.a.s. Stefán þóttist saklaus en hann hreykir sér jafnan mjög þá hann rekur við svo honum varð trúað, aðrir sóru einnig af sér allar sakir og er sökudólgs enn leitað. Ætli einhver í hinum hópnum hafi skilið eftir glaðning?...

Útgáfudagur er áætlaður seinna í vikunni, skoðið bara myndir þangað til!

---------------------------------------------------------------------------------

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates