Djöfull eruði klikkuð maður!
Svo mælti piltur einn ungur sem naut þeirra forréttinda að skíða með VÍN-verjum í dag. Mælti hann svo er hann sá úrvalsdeild VÍN panta sér öl eftir fyrstu ferð dagsins. Fyrsta ferð dagsins var reyndar ekkert slor, því hún var niður af hæsta tindi Dólómítanna, Marmolada, og þangað fórum við með þyrlu. Sem var ekki leiðinlegt. Annars er Jarlaskáldið komið með sérmyndasíðu hjá Togga, sem uppfærð verður reglulega, hvar fylgjast má með ævintýrum þess á erlendri grund í myndum en ekki máli. Ferðasagan kemur síðar. En djöfull er gaman hérna!
--------------------------------------------------------------------------------
Svo mælti piltur einn ungur sem naut þeirra forréttinda að skíða með VÍN-verjum í dag. Mælti hann svo er hann sá úrvalsdeild VÍN panta sér öl eftir fyrstu ferð dagsins. Fyrsta ferð dagsins var reyndar ekkert slor, því hún var niður af hæsta tindi Dólómítanna, Marmolada, og þangað fórum við með þyrlu. Sem var ekki leiðinlegt. Annars er Jarlaskáldið komið með sérmyndasíðu hjá Togga, sem uppfærð verður reglulega, hvar fylgjast má með ævintýrum þess á erlendri grund í myndum en ekki máli. Ferðasagan kemur síðar. En djöfull er gaman hérna!
--------------------------------------------------------------------------------