Páskabjór
Þetta er nú ljóta andskotans djöfulsins veðrið! 10 stiga hiti og þoka! Og svo er til fólk sem hefur gaman af þessu! Hvað er að?
Að veðri verður vikið síðar.
Fyrst er kannski ráð að líta um öxl, og sjá hvað drifið hefur á daga Jarlaskáldsins. Fátt er það merkilegt. Á föstudagskvöldið þurfti Skáldið reyndar að taka erfiða ákvörðun, því Tango & Cash var á Skjá einum á sama tíma og Commando var á Sýn. Stallone og Russell urðu ofan á, styttra síðan maður sá Commando. Óumdeildur hápunktur föstudagsins.
Daginn áður var Skáldið sent niður á DV og látið prófarkarlesa það ágæta blað. Þar er við ofurefli að etja.
Á laugardaginn var fátt í spilunum, og svo slæmt var ástandið þegar kvölda tók að Skáldið horfði á Spaugstofuna. Jæks! Ekki var önnur sjónvarpsdagskrá þetta kvöld til þess fallin að halda manni heima við, svo Stebbinn var dreginn í bíó á ellefta tímanum. Sáum við Stillerinn í Háskólabíó og þótti ágætis skemmtun. Öllu betri skemmtun var aftur á móti réttri viku áður sem ekki hafði verið getið, er við sáum þá einkar ágætu mynd Team America: World Police. Það er mynd sem hæfir okkar þroskastigi sérlega vel.
Að Stiller loknum tókum við smárúnt um bæinn og enduðum að honum loknum inni á Kaffibrennslunni þar sem Stefán sturtaði í sig tveim ölkollum en Skáldið allmiklu færri, þar eð það var á bíl. Enginn Guðjohnsen þar á ferð.
Á sunnudaginn keyrði Skáldið stóran hring, horfði á Rocky III um kvöldið og svo NBA-stjörnuleikinn um nóttina. Hann var búinn rúmlega fjögur, og Skáldið var ekki sérlega hresst í vinnunni daginn eftir. Ónei.
Er þá komið að deginum í dag. Honum eyddi Skáldið venju samkvæmt að mestu leyti í vinnunni fyrri part dags, en nú í kvöld tók það Lilla í allsherjarhreingerningu, alþrif og bón með hjálp Logafoldargreifans, enda var hann (Lilli, ekki greifinn) orðinn hulinn ca. 3 cm lagi af tjöru og drullu. Nú glansar hann sem aldrei fyrr, og tilbúinn í ferðalög...
...en það er einmitt skemmtileg tilviljun að Jarlaskáldið hyggst leggjast í ferðalög á allra næstu dögum, altsvo á fimmtudaginn, og er för heitið norður yfir heiðar. Víkur hér pistli aftur að veðrinu. Ætlunin norðan heiða var einkum sú að leggja stund á skíða- og brettaiðkan, en þar hefur að sögn verið Mæjorkahiti undanfarið og snjóalög legið undir skemmdum af þeim sökum. Er það miður, en Skáldið líkt og samferðamenn þess leggur ekki árar í bát, norður skal farið og skíðað hvað sem tautar og raular, og hvað sem öllu veðri líður er ljóst að ekki verður slegið slöku við hvað aðalfundarstörf varðar, enda eru þau síður háð veðri.
Ótrúlegt en satt er ENN möguleiki fyrir glaðlyndar heimasætur á kjöraldri að bætast í hópinn, látið ekki slíkt happ úr hendi sleppa!
Og frænka, þér (og einhleypum vinkonum þínum skilst mér) er boðið í partí um helgina!
----------------------------------------------------------------------
Þetta er nú ljóta andskotans djöfulsins veðrið! 10 stiga hiti og þoka! Og svo er til fólk sem hefur gaman af þessu! Hvað er að?
Að veðri verður vikið síðar.
Fyrst er kannski ráð að líta um öxl, og sjá hvað drifið hefur á daga Jarlaskáldsins. Fátt er það merkilegt. Á föstudagskvöldið þurfti Skáldið reyndar að taka erfiða ákvörðun, því Tango & Cash var á Skjá einum á sama tíma og Commando var á Sýn. Stallone og Russell urðu ofan á, styttra síðan maður sá Commando. Óumdeildur hápunktur föstudagsins.
Daginn áður var Skáldið sent niður á DV og látið prófarkarlesa það ágæta blað. Þar er við ofurefli að etja.
Á laugardaginn var fátt í spilunum, og svo slæmt var ástandið þegar kvölda tók að Skáldið horfði á Spaugstofuna. Jæks! Ekki var önnur sjónvarpsdagskrá þetta kvöld til þess fallin að halda manni heima við, svo Stebbinn var dreginn í bíó á ellefta tímanum. Sáum við Stillerinn í Háskólabíó og þótti ágætis skemmtun. Öllu betri skemmtun var aftur á móti réttri viku áður sem ekki hafði verið getið, er við sáum þá einkar ágætu mynd Team America: World Police. Það er mynd sem hæfir okkar þroskastigi sérlega vel.
Að Stiller loknum tókum við smárúnt um bæinn og enduðum að honum loknum inni á Kaffibrennslunni þar sem Stefán sturtaði í sig tveim ölkollum en Skáldið allmiklu færri, þar eð það var á bíl. Enginn Guðjohnsen þar á ferð.
Á sunnudaginn keyrði Skáldið stóran hring, horfði á Rocky III um kvöldið og svo NBA-stjörnuleikinn um nóttina. Hann var búinn rúmlega fjögur, og Skáldið var ekki sérlega hresst í vinnunni daginn eftir. Ónei.
Er þá komið að deginum í dag. Honum eyddi Skáldið venju samkvæmt að mestu leyti í vinnunni fyrri part dags, en nú í kvöld tók það Lilla í allsherjarhreingerningu, alþrif og bón með hjálp Logafoldargreifans, enda var hann (Lilli, ekki greifinn) orðinn hulinn ca. 3 cm lagi af tjöru og drullu. Nú glansar hann sem aldrei fyrr, og tilbúinn í ferðalög...
...en það er einmitt skemmtileg tilviljun að Jarlaskáldið hyggst leggjast í ferðalög á allra næstu dögum, altsvo á fimmtudaginn, og er för heitið norður yfir heiðar. Víkur hér pistli aftur að veðrinu. Ætlunin norðan heiða var einkum sú að leggja stund á skíða- og brettaiðkan, en þar hefur að sögn verið Mæjorkahiti undanfarið og snjóalög legið undir skemmdum af þeim sökum. Er það miður, en Skáldið líkt og samferðamenn þess leggur ekki árar í bát, norður skal farið og skíðað hvað sem tautar og raular, og hvað sem öllu veðri líður er ljóst að ekki verður slegið slöku við hvað aðalfundarstörf varðar, enda eru þau síður háð veðri.
Ótrúlegt en satt er ENN möguleiki fyrir glaðlyndar heimasætur á kjöraldri að bætast í hópinn, látið ekki slíkt happ úr hendi sleppa!
Og frænka, þér (og einhleypum vinkonum þínum skilst mér) er boðið í partí um helgina!
----------------------------------------------------------------------