laugardagur, júlí 31, 2004 


Skáldið og Jónsi á Þjóðhátíð

föstudagur, júlí 30, 2004 

Brúðubíllinn að byrja, hèr er gaman!


fimmtudagur, júlí 29, 2004 

Heimska
 
"Helmingur karlmanna hefur nýtt sér þjónustu vændiskvenna. Af því leiðir að helmingur kvenna er vændiskonur."

Fannst einhverjum þetta heimskuleg rökfærsla? Greinilega ekki öllum.

Komm-fokking-on!

 



Skáldið og Alda ein eftir á lífi

 



Stefán sýnir á sér æðri endann

 



Háifoss

 



Jarlaskáldið við Háafoss

 



Stebbi að hafa mök við Willa

 



Maggi að símast

 



Toggi að halla sér

 



Maggi, Djúsinn og Vignir

 



Lilli á fjöllum

 



Staffan

miðvikudagur, júlí 28, 2004 

Miðvikublogg ið fertugastaogfimmta

Langt síðan maður skrifaði miðvikublogg. Sennilega var góð ástæða fyrir því að því var hætt. Ojæja, það er komið aftur í bili, for better or worse.  Og frá einhverju er að segja...

FERÐASAGA 3: EYFIRÐINGAVEGUR-HLÖÐUVELLIR-GEYSIR-LAXÁRGLJÚFUR-ÞJÓRSÁRDALUR
 
Síðasta helgi var eins og margar aðrar, Skáldið brá sér út fyrir borgarmörkin og að þessu sinni var farið um fáfarnari slóðir en oft áður. Forsaga málsins er sú að eins og margir lesenda þekkja hefur síðasta helgin í júlí jafnan verið notuð til að fagna afmæli Vignis nokkurs Jónssonar í skógi vöxnum Þjórsárdalnum (t.d. árin 2002 og 2003)  og í ár var meiningin að gera slíkt hið sama. Ekki þótti mönnum þó nóg að rúnta bara þjóðveginn uppeftir og setjast að sumbli heldur fara einhverja fjallabaksleið og gera almennilegan jeppatúr úr þessu. Í ferð þessa bókuðu sig þeir Stefán og Vignir á Willa, Andrésson, Eyfi og Toggi á Bláu eldingunni, og að lokum Jarlaskáldið á Lilla ásamt leynigesti. Leynigesturinn reyndist vera Danni djús (í miðjunni á þessari mynd) sem áður er getið í Ferðasögu 1: Húsafell, en þar gerðist hann áhugasamur mjög um starfsemi VÍN, sendi stjórn formlega inntökubeiðni stuttu síðar og var gert að mæta í ferð þessa til að sjá hvort hann stæðist kröfur VÍN-verja til inngöngu. Hittingur var á Essó í Mosfellssveit og eftir að hafa keypt nauðsynlegar vistir var ekið austur Mosfellsheiðina á föstudagskvöldinu upp úr áttaleytinu og stefnt á Þingvelli. Þaðan var ekið norður í átt að Uxahryggjum en við Lágafell var beygt til hægri við afleggjara sem vísaði á Hlöðuvelli, svokölluð Eyfirðingaleið.  Þar var mýkt í dekkjum en síðan haldið áfram gegnum drullu og grjót í rigningarsudda og var það hið mesta fjör. Helst bar til tíðinda á ferð þessari að Skáldið dróst eilítið aftur úr á leiðinni þegar nálgast tók Hlöðuvelli þar sem gista skyldi, og í einni torfæruna fór ekki betur en svo að Skáldið festi Lilla svo flott að tvö hjól stóðu í lausu lofti og hin tvö föst uppi í hjólaskálinni. Sæmileg krossun það. Ekki datt ferðafélögunum í hug að hjálpa enda löngu farnir en Skáldið og djúsinn dóu ekki ráðalausir, hlóðu smá grjóti undir annað lausa dekkið til að ná gripi og Lilli sá um rest enda knár þótt smár sé.  Að þessu loknu var stuttur spölur í Hlöðuvallaskála þar sem ákveðið var að gista. Einhverjir tappar voru þar dregnir úr flöskum og glatt á hjalla þegar á leið, en eitthvað virtist þó umræðan um fjölmiðlamál fara út og suður og jafnvel út í vitleysu svo flestir fóru að sofa eftir hana. Djúsinn stóð sig ágætlega á þessum fyrsta degi, mætti bæta sig sem kóari í bíl en kom sterkur inn með því að láta Stólísnæjuna ganga í skálanum. Fleiri þrekraunir biðu. 

Risið var úr rekkju á sómasamlegum tíma á laugardeginum og þvert á veðurspá var veður hið besta, sól og brakandi blíða. Að hefðbundum morgunverkum lokið var haldið áfram, þó Skáldið hafi reyndar tekið sér aukarúnt til að leita símans síns. Hann fannst oní poka. Ekið var um ýmsa krákustigu upp á línveginn sunnan Langjökuls og þaðn til austurs, en línvegurinn var sæmilega greiðfær svo að eftir skamma stund vorum við komnir niður að Geysi. Þar var að sjálfsögðu stútað nong í klebbi en síðan haldið för áfram. Lá leiðin yfir Hvítá við Brúarhlöð, þar gerð smá bið til að bíða eftir Bláu eldingunni sem villtist, en svo haldið áfram upp á línuveginn sem liggur milli Þjórsár og Hvítár. Gekk það svona líka prýðilega enda djúsinn allur að koma til sem kóari. Við afleggjarann að Laxárgljúfrum var ákveðið að tékka á þeim enda hafði enginn skoðað þau áður. Þangað var stutt og ekki sá maður eftir þeirri ferð,  því þar nýtti Skáldið ásamt Vigni og Eyfa (heljarmennin) tækifærið til að dýfa sér á kaf í ána sem var KÖLD! Sem betur fer var bongó. Eftir þetta var nestispása þar sem menn öfunduðust út í söbb Skáldsins en svo brunað áfram. Á leiðinni er sem kunnugt er farið yfir fullt af ám og sumum oft og fór Lilli líkt og aðrir létt með þær.  Kíktum við á Háafoss í lokin en síðan rúntað niður í Þjórsárdal og lagst í sólbað. Þangað komu fljótlega gestir, fyrst Magnús Blöndahl sem kom á bílnum hans Eyfa sem fór heim, sannkölluð innáskipting. Einnig mætti frú Toggi en staldraði heldur stutt við. Á dagskránni voru annars hefðbundin aðalfundarstörf, grill og öl, og fór að mestu vel fram. Djúsinn stóð sig enn vel og lét Stolyuna ganga af krafti. Um miðnætti birtist síðan seinni leynigestur ferðarinnar, Alda lét sig hafa það að keyra úr bænum eftir sms-áeggjanir og taka þátt í stuðinu. Lagaðist þá kynjahlutfallið aðeins, 7-1. Eitthvað var svo brallað fram eftir nóttu, en merkilegast þótti þó að Skáldið entist lengst ásamt konunni. Einnig varð Skáldið þess heiðurs aðnjótandi að fá að hýsa eina kvenmanninn um nóttina, og var sanngjarnari skipting á plássinu en síðast.

Sunnudagur var basically: konan fór heim að vinna, að henni var hlegið, sund í Reykholti, KFC á Selfossi, heim. Brill. Var það samdóma álit dómnefndar að Danni djús hafi staðist fyrsta áfanga inntökuprófs VÍN. Enn er þó langt í land.

Jamm, þetta var ferðasagan...

...en var Skáldið búið að nefna að það er að fara til Eyja eftir ekkert svo mjög marga klukkutíma? ÚÚÚÚÚÚÚJJJJJJJJJEEEEEEEEEEE!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Þið hin sem ekki farið þangað, hnuss....

þriðjudagur, júlí 27, 2004 


Johnsen í Húsafelli


 


Grillað í Húsafelli


 

Skáldið skuldar
 
Jæja, það er orðið official, Jarlaskáldið er orðið aumingjabloggari. Þetta hefst upp úr því að eyða átta tímum á dag með aumingjabloggaranum eina sanna. Smitandi andskoti. Nú eru þrjár ferðasögur sem bíða þess að verða færðar á prent, það er að segja ef einhverjum dytti í hug að prenta vitleysuna út, t.d. til að hafa með á kamarinn.  Þetta er vonandi skemmtilegri lesning  en að lesa utan á sjampóbrúsa (sem menn hafa játað að hafa gert), þó innihaldslýsing sjampóbrúsa hafi óneitanlega meira upplýsingagildi. Og jú, er í sumum tilvikum skemmtilegri. Jawohl.
Spurning að reyna að grynnka eitthvað á þessum ferðasögubunka. Þá er reyndar spurning hve langt aftur í tímann minnir dugar, þar sem Skáldið hefur ekki enn látið verða af því að kaupa nýjan minniskubb í hausinn á sér.  Sjáum til...

FERÐASAGA 1: HÚSAFELL
 
Samkvæmt dagatali gerist ferðasaga þessi dagana 10.-11. júlí á því herrans ári núna. Föstudaginn 9. júlí kíkti Skáldið reyndar í bæinn en var á bíl og því frá litlu að segja, en daginn eftir var ráðgert að bregða sér út fyrir bæjarmörkin eins og eina nótt og varð Húsafell fyrir valinu að þessu sinni, enda staðurinn þekktur fyrir góða þjónustu og liðlegheit eða kannski bara ekki. Það er önnur saga. Í ferð þessari voru auk Jarlaskálds þeir Stefán og Blöndudalur á Lilla og Vignir og Gústi á Hispa. Lagt var af stað í eftirmiðdaginn og eknir Uxahryggir og Kaldidalur bæði til að stytta leiðina og gera pínku jeppó úr þessu. Ekki gerðist margt markvert á þeirri ferð, en þegar í Húsafell var komið var meiningin að rugla saman reitum við nema úr rafmagninu í Tækniskólanum og sýndu þeir Vignir og Gústi undraverða takta við að finna ekki tjaldstæðið þeirra.  Það fannst að lokum og þótti Tækniskælingum kúnstugt að sjá þessa fimm spjátrunga tjalda fimm tjöldum og þótti bjartsýni ríkjandi hjá mönnum. Þess má geta að auk ýmislegs annars eiga fimmmenningar þessir það sameiginlegt að vera á ofanverðum þrítugsaldri, einhleypir og búa hjá mömmu sinni. Jájá.
Ekki var veðrið upp á marga fiska, rigningarsuddi með köflum svo við komum okkur fljótlega fyrir í partýtjaldi og kom á daginn að suma þekkti maður fyrir og aðrir reyndust einnig viðræðugóðir. Best þekkti Skáldið fyrir Danna djús, sem brallaði ýmsan óskundann með Jarlaskáldinu á gagnfræðaskólaárunum, og sýndi Djúsinn því eðla félagi V.Í.N.  strax mikinn áhuga enda allir í peysunum góðu.  Hve mikill sá áhugi var átti eftir að koma betur í ljós.
Ekki er hægt að segja að mikið hafi verið brugðið út af vananum þó selskapurinn væri nýr af nálinni, reyndar bættist Toggi í hópinn með enn eitt tjaldið, en svo var ket grillað og öl drukkið og skemmtun almenn. Upp úr níu lá leiðin á varðeldinn þar sem sjálfur Árni Johnsen tók upphitun fyrir brekkusöng og eftir það var að sjálfsögðu ekki aftur snúið, vitleysisgangur fram eftir nóttu, Skáldið fór í bælið um fimmleytið, sumir héldu áfram til tíu morguninn eftir.  Idol-Simmi var hress eins og myndin fyrir neðan ber með sér, en litlum sögum fer af hressleika þegar menn risu á fætur um og eftir hádegi. Sem betur fer var Skáldið við ágæta heilsu enda farið sér að engu óðslega um nóttina þar sem það þurfti að bruna heim á undan öðrum til að mæta til vinnu um fjögurleytið. Aldeilis sem það var gaman þar.

Jæja, þetta gengur bara vel, ein ferðasaga búin og tvær eftir. Spurning að rumpa bara af annarri, fyrst maður er kominn í stuð. Jájá, Skáldið leggur sig bara í vinnunni á morgun ef þetta dregst eitthvað fram á nótt...

FERÐASAGA 2 : ÞÓRSMÖRK-FJALLABAK-ÞJÓRSÁRDALUR

Næsta ferðasaga fjallar um atburði daganna 16.-18. júlí á þessu hinu sama ári núna. Höfðu verið uppi hugmyndir um að halda austur í Þakgil og þaðan yfir Fjallabak og enda í Þjórsárdal á hátíð mikilli en vegna dræmrar þátttöku voru það Jarlaskáldið, Stefán og Vignir sem héldu af stað á föstudagskvöldinu með stefnuna svo frumlega á Þórsmörk. Ekki verður sagt að margt hafi borið til tíðinda framan af þeirri ferð, við Seljalandsfoss náðum við í skottið á systur Vignis ásamt fjölskyldu á fögrum Land Rover sem ætlunin var að eyða nóttinni með í Mörkinni (fjölskyldunni þ.e., ekki Land Rovernum, þó það hefði örugglega líka verið ágætt). Við Seljalandsfoss hittum við einnig vinnuveitanda Stebbans á stórum jeppa með heimsins stærsta hjólhýsistrailer í eftirdragi. Slef.
Áfram var haldið inn í Mörk og það slysalaust að sjálfsögðu, fundum við svo prýðilegasta tjaldstæði inni í skógi og komum upp tjöldum, þ.á m. risastóru partýtjaldi þannig að þeir fáu dropar sem féllu niður gerðu okkur litla skráveifu. Sannast sagna var kvöld þetta með rólegasta móti, Skáldið gerði smá tilraun til að bulla í útlendingum en annars var bara spjallað og farið í háttinn í fyrra fallinu. Lognið á undan storminum myndi einhver kannski segja.
Á fætur fóru menn daginn eftir og allir hressir að vanda, enda veður orðið hið prýðilegasta. Kvöddum við fljótlega samkomuna og héldum út úr Mörkinni, en gramdist það talsvert á leiðinni út hve mörgum flottum kvenkostum við mættum á leið í hina áttina. Ojæja. Til að gera smá jeppó úr dæminu var ákveðið að fara bókstaflega Fjallabaksleið upp í Þjórsárdal, fyrst upp í Fljótshlíð en svo fram hjá Þríhyrningi inn á Fjallabak syðra allt þar til við beygðum út af til vinstri og ókum meðfram Vatnafjöllum austanverðum norður í átt að Heklu og síðan norður fyrir hana þangað til við komum að Dómadalsleið sem við fylgdum að lokum vestur að Landvegi. Þaðan tókum við stystu leið yfir Þjórsá í trássi við gildandi lög og reglur á svæðinu og síðan beinustu leið niður að tjaldstæðinu góða í Þjórsárdal. Þar var fyrir her manna sem Skáldið þekkti misvel, en sumir virtust þó þekkja Skáldið ágætlega. Kom þá í ljós að hlutfall gamalla Selskælinga var óvenju hátt og skýrði kunnugleikana. Aftur þótti það merkilegt að við þrír værum mættir með þrjú tjöld og þótti bjartsýni. Þó var ekki nógu bjart upp að líta, fengum á okkur góða dembu rétt eftir að við renndum í hlaðið en annars var veðrið að mestu til friðs á laugardagskvöldinu. Ekki svo löngu eftir komu okkar bættist í hópinn, Blöndudalur með Öldu í farteskinu og allt gott um það að segja. Ekki var fyrir nýbreytninni að fara þetta kvöldið frekar en oft áður, ket var grillað og öl drukkið, bullað í fólki og fleira í þeim dúr. Skáldið fór með fyrri fleyunum í háttinn, og var sú ákvörðun í mesta lagi hálfmeðvituð.
Þegar Skáldið byrjaði að rumska daginn eftir tók það strax eftir tveimur hlutum; annars vegar hafði einhver kona tekið hús á Skáldi um nóttina og gert 75% af svefnplássi þess að sýnu og hins vegar var nánast ekkert loft í tjaldinu. Hvort tveggja varð þess valdandi að Skáldið notaði þá litlu krafta sem það hafði til að skríða út og lá næstu tímana hreyfingarlítið í 20 stiga hita og glampandi sól. Þó var heilsa þess betri en rekkjunautsins, sem meikaði ekki einu sinni sólina og lagðist í skugga bak við bíl. Sumt fólk kann einfaldlega ekki að fara með áfengi.
Eins og vanalega braust flótti í tjaldbúa fljótlega upp úr hádegi, flesta aðra en V.Í.N.-verja þ.e.a.s., sem lágu sem fastast og létu sig bakast í sólinni (fyrir utan heilsulausa rekkjunautinn). Ekki svo oft sem hún sýnir sig að maður nýti það ekki. Um fjögurleytið var loks drattast af stað og keyrt niður að Árnesi þar sem ruslfæði var torgað með mismiklum herkjum en síðan haldið í sund. Að því loknu var haldið heim og þegar þangað var komið sór Skáldið þess dýran eið að endurtaka þetta aldrei aftur. Hve lengi stóð það við það? Gefum því 5 daga. Sagan af því verður annars að bíða betri tíma, nóg í bili...



fimmtudagur, júlí 15, 2004 

Hnyttin fyrirsögn
 
Nöjnöjnöj, allt að gerast hjá blogger.com,  þetta er bara orðið eins og að skrifa í Word. Kannski að maður fari þá að skrifa aðeins oftar. Döh.
 
Það hefur sumsé verið mikil bloggleti á ferðinni, og ýmsar ástæður þar að baki. Í fyrsta lagi var tölvan úrskurðuð látin nýlega eftir harða baráttu við ýmsar pestir, en gamla manninum tókst síðan að vekja hana upp frá dauðum og var hún þá algerlega tabula rasa, harði diskurinn sem sagt horfinn. Það var í sjálfu sér lítill skaði enda fátt á honum merkilegt, og er tölvan nú öll að verða hressari eftir því sem Skáldið hleður inn á hana nýjum forritum og drasli.
Önnur ástæða er kannski sú að í kjölfar breytinga á atvinnuhögum eyðir Skáldið nú átta tímum á dag fyrir framan tölvuskjá og er því yfirleitt ekkert sérstaklega spennt fyrir að setjast fyrir framan tölvuna heima á kvöldin og rita þar misgáfulega fylleríspistla sína. Svo eru aðrar og hefðbundnari ástæður, svo sem leti. Jarlaskáldið ætlar engu að lofa um að það verði duglegara í blogginu á næstunni, það kemur bara í ljós, en fyrst það er á annað borð sest niður og byrjað að skrifa er ekki úr vegi að greina frá ævintýrum Jarlaskáldsins síðustu tvær vikur eða svo.  
 
Síðast þegar eitthvað spurðist til Skáldins hér um slóðir var það á leið í Mörkina í hina stórkostlegu FyrstuhelgaríjúlíárshátíðarÞórsmerkurferð. Það var mikil ferð og söguleg eftir því.  Jarlaskáldið lagði í hann að lokinni vinnu föstudaginn 2. júlí og byrjaði á að Jónas nokkur bættist í Lilla og síðar Alda og höfðu allir tekið þann pól í hæðina að mæta með hálfa búslóðina svo heldur var Lilli drekkhlaðinn þegar allt var komið inn. Á Selfossi hittum við fyrir Stefán á Willy sínum og fór Jónas þá yfir til hans sem létti nokkuð á Lilla.  Sá  frúin síðan að halda uppi stuðinu á leiðinni með hjálp þartilgerðra Þórsmerkurdiska sem innihéldu marga snilldina og var næst áð á Hvolsvelli venju samkvæmt. Lá svo leiðin inn að Stóru-Mörk þar sem sumir frelsuðu loft úr dekkjum og undruðust bjartsýni unglinga þeirra sem þar voru og hugðust húkka far inn í Mörk. Var svo ekið í hendingskasti inn í Mörk og fór Lilli létt með árnar eins og við var að búast þó heldur meira væri í þeim en oft áður.  Ekki venju samkvæmt var síðan ekki ekið inn í (Blaut)Bolagil heldur inn í Strákagil enda héldu undanfarar til þar. Reyndust það vera hjónaleysin Toggi og frú og Andrésson og frú ásamt Perranum auk þess sem Doddapulsu-Doddi var á staðnum. Höfðu þau komið sér vel fyrir í partítjaldi og hin sælustu að sjá. Deildar meiningar voru reyndar um hvort halda ætti til þarna eða fara í Bolagilið en að lokum varð lendingin sú að fara ekkert og detta bara í það. Ágætis lausn eftir á að hyggja.  Í hópinn bættust ekki löngu síðar Blöndudalur og Kiddi inn rauði á gömlum Pajero sem hafði reyndar gefið upp öndina skömmu áður en áfangastað var náð. Pajero þessi er ekki úr sögunni.  
Voru hefðbundin aðalfundarstörf stunduð í hvívetna fram eftir nóttu og bættist smátt og smátt í hópinn, voru þar ýmis kunnugleg andlit á ferð og ekki öll þekkt af góðu.  Af tillitssemi við hlutaðeigandi ætlar Skáldið að láta atburði næturinnar liggja að mestu milli hluta (lesist: Skáldið man ekki rassgat), en það er óhætt að segja að VÍN-verjar og velunnarar þeirra hafi vakið athygli. Ekki var það allt góð athygli.
 
Laugardagur fór eins og oft áður hægt af stað. Skáldið var með fyrstu mönnum á fætur (upp úr hádegi) og fór fyrsti hluti dagsins í að skiptast á stríðssögum frá því um nóttina.  Athygli vakti að það var maður sofandi í svefnpoka á miðjum veginum og hafði það bara gott. Er nokkuð var á daginn liðið kom eilítill ferðahugur í Perrann og fékk hann Skáldið til að skjótast með sér yfir í Langadal og settist m.a.s. sjálfur undir stýri.  Þótti Skáldinu það ærið tilefni til að opna einn öl og gerði slíkt.  Í Langadal var heilmikil hátíð í gangi og rákumst við þar á H-Heiðu skálavörð og eflaust marga aðra.  Lilli hló að sjálfsögðu að Krossánni.
Seinna um daginn var svo aftur haldið yfir Krossána en þá var Skáldið farþegi í Willa. Mátti litlu muna þá að illa færi þegar Willi festist með rassinn ofan í Krossánni og vatn var u.þ.b. byrjað að leka inn þegar Toggi kippti honum upp úr. Hafði einhver verið svo sniðugur að taka Willa úr framdrifslokunum með fyrrgreindum afleiðingum, aldeilis góður brandari það. 
Eftir öll þessi ferðalög sótti þreyta að Skáldinu svo það fékk sér kraftkríu og veit ekki til sín fyrr en fólk var byrjað að grilla. Þáði það ket hjá Jónasi og át nægju sína af því en fór svo líkt og aðrir að huga að aðalfundarstörfum kvöldsins.  Fóru þau misvel fram, en byrjuðu allavega vel. Var ákveðið að arka yfir í Bása á varðeld og víða komið við á leiðinni. Á hverjum stað söng Jarlaskáldið Þykkvabæjarsönginn og var oftar en ekki tekið undir, þó enginn annar kynni textann. Í Básum hitti Skáldið svo ættingja og fleira gott fólk og skemmti sér hið besta. Eflaust hefur síðan gerst heill hellingur en einhvern tímann fór að halla undan fæti og Skáldið ekki til frásagnar. Það er eflaust ágætt fyrir suma, því að sögn vantaði ekki skandalana þessa nóttina. Kattahryggir anyone?
 
Sunnudagur. Ó vei mig auman. Í þriðja veldi. Með sultu ofan á. Jesús minn.
Það tók ekki nema 6 tíma að keyra heim. Aðalsökudólgurinn var fyrrnefndur Pajero, sem var þeirri náttúru gæddur að drepast á korters fresti og þurfa að láta hlaða sig til að komast í gang að nýju. Aldeilis stuð. Hinn aðalsökudólgurinn var helvítis truntuliðið á Hellu sem þyrptist í þúsundavís út á Suðurlandsveginn um leið og við. Skíthælar. Kom Skáldið heim um hálfníu, og átti erfiða næstu dagana. Og vitiði hvað? Þetta verður endurtekið að ári!
 
Eitt gerði þó Skáldið í þeirri vikunni sem gott var. Pantaði flug til Eyja klukkan 16:45  fimmtudaginn 29. júlí og heim mánudaginn 2. ágúst. Money well spent.
 
Þetta er orðið ágætlega langt. Lætur Skáldið því atburði síðustu helgar bíða betri tíma.  En ekki er hægt að kveðj án þess að segja frá því sem Skáldið gerði á þriðjudaginn. Þá bókaði Skáldið ferð til Selva næstu páska. Money even better spent. Og um helgina... tja, detta í það úti í sveit?
 

 

miðvikudagur, júlí 14, 2004 

Leti

Það hlýtur nú bara að fara að koma að því að Skáldið nenni að blogga að nýju. Annars var þetta stemmningin um helgina:





Jájá, menn hressir! Meira um það von bráðar.

föstudagur, júlí 09, 2004 

Blogga?

Var í Mörkinni, er á leið til Eyja, og í vetur til Selva. Good times!

 


 
Stebbalingur að skoða ofan í húddið hjá Magga Blö með flottan Plumber

 




 





fimmtudagur, júlí 08, 2004 





 



Myndina sendi Jarlaskáldið
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

 



Myndina sendi Jarlaskáldið
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

 



Myndina sendi Jarlaskáldið
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

 



Myndina sendi Jarlaskáldið
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

 



Myndina sendi Jarlaskáldið
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

 



Myndina sendi Jarlaskáldið
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

 



Myndina sendi Jarlaskáldið
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

 



Myndina sendi Jarlaskáldið
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

 



Myndina sendi Jarlaskáldið
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

 



Myndina sendi Jarlaskáldið
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

þriðjudagur, júlí 06, 2004 

Ó vei!

Djö... þynnka á þriðjudegi... þetta er ekki hægt... hættur þessari vitleysu... þar til næstu helgi... í það minnsta...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates