« Home | Leti Það hlýtur nú bara að fara að koma að því að... » | Blogga? Var í Mörkinni, er á leið til Eyja, og í ... » |   Stebbalingur að skoða ofan í húddið hjá Magga... » | » | » | » | Myndina sendi JarlaskáldiðSent með GSMbloggi Og Vo... » | Myndina sendi JarlaskáldiðSent með GSMbloggi Og Vo... » | Myndina sendi JarlaskáldiðSent með GSMbloggi Og Vo... » | Myndina sendi JarlaskáldiðSent með GSMbloggi Og Vo... » 

fimmtudagur, júlí 15, 2004 

Hnyttin fyrirsögn
 
Nöjnöjnöj, allt að gerast hjá blogger.com,  þetta er bara orðið eins og að skrifa í Word. Kannski að maður fari þá að skrifa aðeins oftar. Döh.
 
Það hefur sumsé verið mikil bloggleti á ferðinni, og ýmsar ástæður þar að baki. Í fyrsta lagi var tölvan úrskurðuð látin nýlega eftir harða baráttu við ýmsar pestir, en gamla manninum tókst síðan að vekja hana upp frá dauðum og var hún þá algerlega tabula rasa, harði diskurinn sem sagt horfinn. Það var í sjálfu sér lítill skaði enda fátt á honum merkilegt, og er tölvan nú öll að verða hressari eftir því sem Skáldið hleður inn á hana nýjum forritum og drasli.
Önnur ástæða er kannski sú að í kjölfar breytinga á atvinnuhögum eyðir Skáldið nú átta tímum á dag fyrir framan tölvuskjá og er því yfirleitt ekkert sérstaklega spennt fyrir að setjast fyrir framan tölvuna heima á kvöldin og rita þar misgáfulega fylleríspistla sína. Svo eru aðrar og hefðbundnari ástæður, svo sem leti. Jarlaskáldið ætlar engu að lofa um að það verði duglegara í blogginu á næstunni, það kemur bara í ljós, en fyrst það er á annað borð sest niður og byrjað að skrifa er ekki úr vegi að greina frá ævintýrum Jarlaskáldsins síðustu tvær vikur eða svo.  
 
Síðast þegar eitthvað spurðist til Skáldins hér um slóðir var það á leið í Mörkina í hina stórkostlegu FyrstuhelgaríjúlíárshátíðarÞórsmerkurferð. Það var mikil ferð og söguleg eftir því.  Jarlaskáldið lagði í hann að lokinni vinnu föstudaginn 2. júlí og byrjaði á að Jónas nokkur bættist í Lilla og síðar Alda og höfðu allir tekið þann pól í hæðina að mæta með hálfa búslóðina svo heldur var Lilli drekkhlaðinn þegar allt var komið inn. Á Selfossi hittum við fyrir Stefán á Willy sínum og fór Jónas þá yfir til hans sem létti nokkuð á Lilla.  Sá  frúin síðan að halda uppi stuðinu á leiðinni með hjálp þartilgerðra Þórsmerkurdiska sem innihéldu marga snilldina og var næst áð á Hvolsvelli venju samkvæmt. Lá svo leiðin inn að Stóru-Mörk þar sem sumir frelsuðu loft úr dekkjum og undruðust bjartsýni unglinga þeirra sem þar voru og hugðust húkka far inn í Mörk. Var svo ekið í hendingskasti inn í Mörk og fór Lilli létt með árnar eins og við var að búast þó heldur meira væri í þeim en oft áður.  Ekki venju samkvæmt var síðan ekki ekið inn í (Blaut)Bolagil heldur inn í Strákagil enda héldu undanfarar til þar. Reyndust það vera hjónaleysin Toggi og frú og Andrésson og frú ásamt Perranum auk þess sem Doddapulsu-Doddi var á staðnum. Höfðu þau komið sér vel fyrir í partítjaldi og hin sælustu að sjá. Deildar meiningar voru reyndar um hvort halda ætti til þarna eða fara í Bolagilið en að lokum varð lendingin sú að fara ekkert og detta bara í það. Ágætis lausn eftir á að hyggja.  Í hópinn bættust ekki löngu síðar Blöndudalur og Kiddi inn rauði á gömlum Pajero sem hafði reyndar gefið upp öndina skömmu áður en áfangastað var náð. Pajero þessi er ekki úr sögunni.  
Voru hefðbundin aðalfundarstörf stunduð í hvívetna fram eftir nóttu og bættist smátt og smátt í hópinn, voru þar ýmis kunnugleg andlit á ferð og ekki öll þekkt af góðu.  Af tillitssemi við hlutaðeigandi ætlar Skáldið að láta atburði næturinnar liggja að mestu milli hluta (lesist: Skáldið man ekki rassgat), en það er óhætt að segja að VÍN-verjar og velunnarar þeirra hafi vakið athygli. Ekki var það allt góð athygli.
 
Laugardagur fór eins og oft áður hægt af stað. Skáldið var með fyrstu mönnum á fætur (upp úr hádegi) og fór fyrsti hluti dagsins í að skiptast á stríðssögum frá því um nóttina.  Athygli vakti að það var maður sofandi í svefnpoka á miðjum veginum og hafði það bara gott. Er nokkuð var á daginn liðið kom eilítill ferðahugur í Perrann og fékk hann Skáldið til að skjótast með sér yfir í Langadal og settist m.a.s. sjálfur undir stýri.  Þótti Skáldinu það ærið tilefni til að opna einn öl og gerði slíkt.  Í Langadal var heilmikil hátíð í gangi og rákumst við þar á H-Heiðu skálavörð og eflaust marga aðra.  Lilli hló að sjálfsögðu að Krossánni.
Seinna um daginn var svo aftur haldið yfir Krossána en þá var Skáldið farþegi í Willa. Mátti litlu muna þá að illa færi þegar Willi festist með rassinn ofan í Krossánni og vatn var u.þ.b. byrjað að leka inn þegar Toggi kippti honum upp úr. Hafði einhver verið svo sniðugur að taka Willa úr framdrifslokunum með fyrrgreindum afleiðingum, aldeilis góður brandari það. 
Eftir öll þessi ferðalög sótti þreyta að Skáldinu svo það fékk sér kraftkríu og veit ekki til sín fyrr en fólk var byrjað að grilla. Þáði það ket hjá Jónasi og át nægju sína af því en fór svo líkt og aðrir að huga að aðalfundarstörfum kvöldsins.  Fóru þau misvel fram, en byrjuðu allavega vel. Var ákveðið að arka yfir í Bása á varðeld og víða komið við á leiðinni. Á hverjum stað söng Jarlaskáldið Þykkvabæjarsönginn og var oftar en ekki tekið undir, þó enginn annar kynni textann. Í Básum hitti Skáldið svo ættingja og fleira gott fólk og skemmti sér hið besta. Eflaust hefur síðan gerst heill hellingur en einhvern tímann fór að halla undan fæti og Skáldið ekki til frásagnar. Það er eflaust ágætt fyrir suma, því að sögn vantaði ekki skandalana þessa nóttina. Kattahryggir anyone?
 
Sunnudagur. Ó vei mig auman. Í þriðja veldi. Með sultu ofan á. Jesús minn.
Það tók ekki nema 6 tíma að keyra heim. Aðalsökudólgurinn var fyrrnefndur Pajero, sem var þeirri náttúru gæddur að drepast á korters fresti og þurfa að láta hlaða sig til að komast í gang að nýju. Aldeilis stuð. Hinn aðalsökudólgurinn var helvítis truntuliðið á Hellu sem þyrptist í þúsundavís út á Suðurlandsveginn um leið og við. Skíthælar. Kom Skáldið heim um hálfníu, og átti erfiða næstu dagana. Og vitiði hvað? Þetta verður endurtekið að ári!
 
Eitt gerði þó Skáldið í þeirri vikunni sem gott var. Pantaði flug til Eyja klukkan 16:45  fimmtudaginn 29. júlí og heim mánudaginn 2. ágúst. Money well spent.
 
Þetta er orðið ágætlega langt. Lætur Skáldið því atburði síðustu helgar bíða betri tíma.  En ekki er hægt að kveðj án þess að segja frá því sem Skáldið gerði á þriðjudaginn. Þá bókaði Skáldið ferð til Selva næstu páska. Money even better spent. Og um helgina... tja, detta í það úti í sveit?
 

 

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates