« Home | Litla hryllingsbúðin Kæru lesendur, Jarlaskáldið ... » | Miðvikublogg ið fertugasta Nöjts, bara fertugasta... » | I´m Back Baby! Jarlaskáldið hefur verið með aumin... » | Ojá Laughter is the best medicine. Unless you're ... » | Aumingjablogg Þetta er nú orðið ljóta helvítis au... » | Miðvikublogg ið þrítugastaogníunda Í dag er miðvi... » | Baldinn jökull Hún varð heldur söguleg þessi Lang... » | Baldjökull Jamm, eftir ekki svo marga klukkutíma ... » | Ekkert eins og það á að vera Það er orðið þó nokk... » | Miðvikublogg ið þrítugastaogáttunda Hvað skyldi n... » 

þriðjudagur, mars 30, 2004 

Miðvikublogg ið fertugastaogfyrsta

Hér verður rætt um og eitt og annað.

Í fyrsta lagi þá láðist Jarlaskáldinu að geta þess í síðasta pistli að það brá sér í kvikmyndahús á fimmtudagskvöldið. Með í för var Stefán frá Logafoldum, kvikmyndahúsið Bíóhöllin, og ræman Starsky & Hutch. Bjuggumst við við mikilli skemmtun, enda ekki við öðru að búast þegar þeir Owen, Ben og Will leiða saman hesta sína, hvað þá undir stjórn mannsins sem bjó til snilldarmyndirnar Old School og Road Trip. Skemmst er frá því að segja að myndin olli engum vonbrigðum, mikil snilld, 86 stjörnur fær hún.

Í öðru lagi urðu þau stórtíðindi í dag að lítill frændi Jarlaskáldsins, Dagur Tjörvi, er ekki svo lítill lengur, því hann átti fjögurra ára afmæli í dag. Til hamingju með það. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd hefur drengurinn verið alinn upp við illa siði af föður sínum, vonandi að hann fari að hætta þessum bernskubrekum og halda með einhverju almennilegu liði. Er Jarlaskáldinu boðið til veislu á laugardaginn í tilefni þessara tímamóta, og bað afmælisbarnið um Playmokastala í afmælisgjöf. Stórhuga drengur.

Í þriðja lagi er Jarlaskáldið hætt að bryðja pensilín, og þá loksins kemst það að þessu. Það hefði sumsé alveg getað dottið í það síðustu helgi. Bara skilgreiningaratriði hvað „litlir skammtar“ eru.

Í fjórða lagi er Ed að byrja aftur í sjónvarpinu. Júhú!

Í fimmta lagi er barasta ekki neitt, þannig að það er best að fara að hætta þessu.

Að lokum vill Jarlaskáldið koma því á framfæri að það notar aldrei ilmvatn neðan mittis, og gætir þess alltaf að vera sem fullkomnast í útliti.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates