Miðvikublogg ið fertugasta
Nöjts, bara fertugasta miðvikubloggið að líta dagsins ljós. Hver hefði trúað því? Öhh....
Jarlaskáldið skuldar alveg rúmlega vikufréttir af sjáfu sér, kannski að hlaupa yfir þá annars tíðindalitlu viku. Eins og fyrr greinir frá var Jarlaskáldið með slappasta móti eftir mikla reisu um Norðurland og kannski fyrst og síðast aðalfundarstörf er þar voru stunduð. Þó tókst Jarlaskáldinu að mæta í tvö afmæli og eina bíósýningu milli þess sem það safnaði kröftum. Var fyrra afmælið fyrir viku síðan og haldið í tilefni þess að frk. Laufey hafði náð 28 ára aldri. Þangað var Skáldið boðað með ríflega fimmtán mínútna fyrirvara og naut kræsinga á borð við súkkulaðikökur og rjómaís á milli þess sem rætt var um bleyjur og bíla. Kvöldið eftir brá Skáldið sér svo í kvikmyndahús, sá þar Jack Black fara á kostum í myndinni School of Rock, alveg 72 stjörnu mynd, þ.e.a.s. ef menn fíla Jack, aðrir skyldu forðast þessa mynd. Skáldið reynir reyndar að forðast fólk sem ekki fílar Jack Black.
Á föstudaginnn varð síðan Stebbalingurinn 28 ára gamall og bauð að sjálfsögðu í kökuammili um kvöldið. Fór sú skemmtun prúðmannlega fram og Skáldið komið heim fyrir klukkan eitt. Ekki tók betra við kvöldið eftir því þá hélt Skáldið sig barasta heima við, þrátt fyrir ófá tækifærin til að hella í sig brennivíni, jafnvel ókeypis. Jahá, ráðdeildin og skynsemin menn lifandi að drepa.
Ráðdeildin átti sér reyndar góðar ástæður, því á mánudaginn fór Skáldið og keypti sér felgu undir Lilla sem hafði verið haltur í nokkrar vikur á varadekkinu. Var ekki sjón að sjá kappann en nú er hann glæsilegur sem fyrr og til í allt. Auk þessara fjárútláta þurfti Jarlaskáldið að koma við hjá tannlækni, og gæti jafnvel þurft að líta þar við aftur svo það má búast við einhverju áframhaldi á sparnaðinum ef allt fer á versta veg. Engir Kraftwerk og Pixies af þeim sökum, búhú!
Þess má til gamans geta að Jarlaskáldið hefur sótt um skólavist næsta vetur. Meira um það síðar, eða aldrei, fer eftir því hvernig mál þróast.
Eitthvað meira að frétta? Nei ætli það. 100 dagar í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarÞórsmerkurferð, þetta er allt að bresta á. Spurning um að hita upp fyrir sumarið og bregða sér í náttúrulaug um helgina. Sjáum til.
Nöjts, bara fertugasta miðvikubloggið að líta dagsins ljós. Hver hefði trúað því? Öhh....
Jarlaskáldið skuldar alveg rúmlega vikufréttir af sjáfu sér, kannski að hlaupa yfir þá annars tíðindalitlu viku. Eins og fyrr greinir frá var Jarlaskáldið með slappasta móti eftir mikla reisu um Norðurland og kannski fyrst og síðast aðalfundarstörf er þar voru stunduð. Þó tókst Jarlaskáldinu að mæta í tvö afmæli og eina bíósýningu milli þess sem það safnaði kröftum. Var fyrra afmælið fyrir viku síðan og haldið í tilefni þess að frk. Laufey hafði náð 28 ára aldri. Þangað var Skáldið boðað með ríflega fimmtán mínútna fyrirvara og naut kræsinga á borð við súkkulaðikökur og rjómaís á milli þess sem rætt var um bleyjur og bíla. Kvöldið eftir brá Skáldið sér svo í kvikmyndahús, sá þar Jack Black fara á kostum í myndinni School of Rock, alveg 72 stjörnu mynd, þ.e.a.s. ef menn fíla Jack, aðrir skyldu forðast þessa mynd. Skáldið reynir reyndar að forðast fólk sem ekki fílar Jack Black.
Á föstudaginnn varð síðan Stebbalingurinn 28 ára gamall og bauð að sjálfsögðu í kökuammili um kvöldið. Fór sú skemmtun prúðmannlega fram og Skáldið komið heim fyrir klukkan eitt. Ekki tók betra við kvöldið eftir því þá hélt Skáldið sig barasta heima við, þrátt fyrir ófá tækifærin til að hella í sig brennivíni, jafnvel ókeypis. Jahá, ráðdeildin og skynsemin menn lifandi að drepa.
Ráðdeildin átti sér reyndar góðar ástæður, því á mánudaginn fór Skáldið og keypti sér felgu undir Lilla sem hafði verið haltur í nokkrar vikur á varadekkinu. Var ekki sjón að sjá kappann en nú er hann glæsilegur sem fyrr og til í allt. Auk þessara fjárútláta þurfti Jarlaskáldið að koma við hjá tannlækni, og gæti jafnvel þurft að líta þar við aftur svo það má búast við einhverju áframhaldi á sparnaðinum ef allt fer á versta veg. Engir Kraftwerk og Pixies af þeim sökum, búhú!
Þess má til gamans geta að Jarlaskáldið hefur sótt um skólavist næsta vetur. Meira um það síðar, eða aldrei, fer eftir því hvernig mál þróast.
Eitthvað meira að frétta? Nei ætli það. 100 dagar í fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarÞórsmerkurferð, þetta er allt að bresta á. Spurning um að hita upp fyrir sumarið og bregða sér í náttúrulaug um helgina. Sjáum til.