« Home | ...kemur ekkert mjög á óvart, að vísu er ég ekki r... » | ...ójá, ekki dauður úr öllum æðum enn. Á mánudag... » | ...eitthvað afrekaði maður í gær, eins og síðasta ... » | ...úfff, kominn heim af djamminu, Hlöllinn bíður, ... » | ...og bróðir hans líka... » | ...sumir eru farnir að nálgast það ískyggilega að ... » | ...á morgun (í dag samkvæmt blogger) rennur stóra ... » | ...fór í bæinn í kvöld, djöfuls skítaveður, menn f... » | ...Hverjir vinna? <!-- Begin Sparklit HTML Code -... » | ...hæhóogjibbíjei, það er kominn sautjándi júní, e... » 

föstudagur, júní 28, 2002 

...þetta var erfiður dagur. Í heimsku minni ákvað ég að hjóla í vinnuna í morgun. Það var sosum lítið mál, enda mest niðrámóti, en mér hefndist þó heimskan á heimleiðinni, enda virtist reglan „what goes down must go up“ í fullu lýði. Auk þess var íþróttaiðkun með mesta móti í dag. Í vinnunni ákvað ég að leyfa pakkinu að fara í fótbolta fyrst ekki var von á Meistaranum, og eins og vera ber fór ég þar á kostum, þótt mér tækist ekki að skora mark var ég potturinn og pannan í öllu spili míns liðs, sem tapaði með einungis eins marks mun, geri aðrir betur. Eftir vinnu skapaði Gunni svo stemmningu fyrir því að fara í körfu, á velli dusilmennanna í Íslenskri erfðagreiningu, hvar Gunni einmitt vinnur. Völlur sá er sérstakur að því leyti að við aðra hlið hans er tjörn ein mikil, hvert boltinn rataði gjarnan. Mættu þangað aumingjabloggarinn Oddi, næstumþvíaumingjabloggarinn Mummi, Lúlli (ekki Júlli eins og ranghermt var hér), Gísli og Gunni, auk Magnúsar frá Þverbrekku, sem lét þó körfuboltaiðkun alveg í friði. Spiluðum við nokkra leiki, þar sem ég bar vitaskuld höfuð og herðar yfir aðra í færni og elegans. Var ég sérstaklega öflugur í stoðsendingunum, en þó þótti bjórsendingin mín við lok síðasta leiksins einna best heppnuð, enda er fátt betra en ylvolgur bjór eftir gott basket. Þetta var s.s. erfiður dagur, en endaði vel, og allt er gott sem endar vel...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates