...ójá, ekki dauður úr öllum æðum enn.
Á mánudaginn hélt ég að ég myndi losna við aumingjabloggarann í vinnunni en því var nú öðru nær. Að vísu er hann farinn úr bílnum mínum og kominn með eigin flokk, fullan af gelgjum, en samt er hann alltaf á sama stað og ég. Verð að fara að gera eitthvað í þessu.
Í kvöld prófaði ég hjólið mitt í fyrsta sinn almennilega. Hjól þetta keypti lille bror í Ammríku fyrir skitna 170$, svo ég bjóst ekki við miklu þegar það kom til landsins í byrjun mánaðarins. Það reyndist hins vegar mikill kostagripur, með fullt af dempurum og égveitekkihvað, og reyndist svona líka vel á malarvegunum. Ég hjólaði í kringum Elliðavatn, og upplifði svolitla nostalgíu þegar ég hjólaði göngustíginn sem ég vann við í Unglingavinnunni fyrir níu árum síðan. Hann var í góðu standi, enda fagmenn þar á ferð. Kannski nenni ég einhvern tímann að hjóla í vinnuna, hef ekki meikað það hingað til.
Helsti kosturinn við það að vera bara að vinna til 17:30 í sumar en ekki 19:00 eins og áður er að ég get alltaf verið kominn heim kl. 18:05 og skellt spólu í tækið og ýtt á rec. Nei, ekki eru það Nágrannar sem ég held svona mikið upp á, þó vissulega séu þeir allra góðra gjalda verðir, heldur hinn frábæri Seinfeld. Sá þáttur og Simpsons eru í gríðarlegu uppáhaldi hjá mér (og ýmsum öðrum), og á ég vel á annað hundrað Simpsons þætti á spólum, en geri þó enn betur hvað Seinfeld varðar, því ég hef í allan vetur og til dagsins í dag verið mættur heim á fyrrgreindum tíma hvern virkan dag utan föstudaga til að ýta á rec, með aðeins einni undantekningu (það var jólaglögg, 'nough said). Ég á s.s. alla Seinfeld þættina NEMA EINN, og það er ekkert smá pirrandi. Þetta er svona eins og þegar maður safnaði fótboltamyndum í gamla daga og átti alla kallana nema Altobelli (það er svo langt síðan), og gerði nánast allt til að eignast hann. Vil ég því skora á alla þá lesendur þessarar síðu sem kynnu að eiga 12. þátt 4. seríu (Gerist um borð í flugvél, kallast The Airport) að setja sig í samband við mig, mér finnst ég varla heill né hálfur maður fyrr en ég eignast þennan þátt.
HM að verða búið og ég hef varla minnst á það. Ojæja, fullseint að byrja núna, segjum bara að Brassarnir taki þetta...
Á mánudaginn hélt ég að ég myndi losna við aumingjabloggarann í vinnunni en því var nú öðru nær. Að vísu er hann farinn úr bílnum mínum og kominn með eigin flokk, fullan af gelgjum, en samt er hann alltaf á sama stað og ég. Verð að fara að gera eitthvað í þessu.
Í kvöld prófaði ég hjólið mitt í fyrsta sinn almennilega. Hjól þetta keypti lille bror í Ammríku fyrir skitna 170$, svo ég bjóst ekki við miklu þegar það kom til landsins í byrjun mánaðarins. Það reyndist hins vegar mikill kostagripur, með fullt af dempurum og égveitekkihvað, og reyndist svona líka vel á malarvegunum. Ég hjólaði í kringum Elliðavatn, og upplifði svolitla nostalgíu þegar ég hjólaði göngustíginn sem ég vann við í Unglingavinnunni fyrir níu árum síðan. Hann var í góðu standi, enda fagmenn þar á ferð. Kannski nenni ég einhvern tímann að hjóla í vinnuna, hef ekki meikað það hingað til.
Helsti kosturinn við það að vera bara að vinna til 17:30 í sumar en ekki 19:00 eins og áður er að ég get alltaf verið kominn heim kl. 18:05 og skellt spólu í tækið og ýtt á rec. Nei, ekki eru það Nágrannar sem ég held svona mikið upp á, þó vissulega séu þeir allra góðra gjalda verðir, heldur hinn frábæri Seinfeld. Sá þáttur og Simpsons eru í gríðarlegu uppáhaldi hjá mér (og ýmsum öðrum), og á ég vel á annað hundrað Simpsons þætti á spólum, en geri þó enn betur hvað Seinfeld varðar, því ég hef í allan vetur og til dagsins í dag verið mættur heim á fyrrgreindum tíma hvern virkan dag utan föstudaga til að ýta á rec, með aðeins einni undantekningu (það var jólaglögg, 'nough said). Ég á s.s. alla Seinfeld þættina NEMA EINN, og það er ekkert smá pirrandi. Þetta er svona eins og þegar maður safnaði fótboltamyndum í gamla daga og átti alla kallana nema Altobelli (það er svo langt síðan), og gerði nánast allt til að eignast hann. Vil ég því skora á alla þá lesendur þessarar síðu sem kynnu að eiga 12. þátt 4. seríu (Gerist um borð í flugvél, kallast The Airport) að setja sig í samband við mig, mér finnst ég varla heill né hálfur maður fyrr en ég eignast þennan þátt.
HM að verða búið og ég hef varla minnst á það. Ojæja, fullseint að byrja núna, segjum bara að Brassarnir taki þetta...