laugardagur, desember 31, 2005 

Flón ársinsNú er úr vöndu að ráða. Og úr mörgum að velja. Samt er málið einfalt. Flón ársins 2005 er:

Davíð Oddsson.

Verulega asnalegur maður.

föstudagur, desember 30, 2005 

Myndablogg

fullur!
Myndina sendi Jarlaskáldið
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

föstudagur, desember 23, 2005 

Gleðilegan FestivusJarlaskáldið óskar landsmönnum öllum gleðilegs Festivus. Jíha!

fimmtudagur, desember 22, 2005 

Myndablogg


Bara að prófa. Þetta er litla frænka.

Myndina sendi Jarlaskáldið
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

 

Gleði og hamingjaJæja, þá er dagurinn byrjaður að lengjast, og Jarlaskáldið því ekki plagað af skammdegisþunglyndi lengur. Þá er ráð að blogga.

Förum fyrst yfir það sem gerst hefur síðan síðast. Það er ekki mikið. Eiginlega alveg rosalega ekki mikið. Er þá bleik brugðið (Hvaðan kemur þetta orðtak? Er það bara bull? Ojæja, fletti því upp á morgun). Fyrst ber þó að nefna að í dag eignaðist Jarlaskáldið íslensk-færeyska orðabók, sem er hreint út sagt stórkostlegt, og ætti að verða uppspretta endalausrar gleði í framtíðinni. Aðrir atburðir síðasta mánuðinn komast ekki í hálfkvisti við það, það var jú þetta, en fyrir utan að drekka frostlög var það sosum ekkert sérlega merkilegt. Jarlaskáldið er farið að óttast það að það sé að verða of gamalt fyrir reykvískt skemmtanalíf. Nújæja, þá er bara að prófa önnur byggðarlög...

Það horfir þó til betri tíðar, enda árstíminn til þess, jól og áramót og égveitekkihvaðoghvað, kannski að maður dröslist út úr húsi öðru hverju í öðrum erindagjörðum en að fara í vinnuna eða leita fæðu. Og þó...

Jæja, Jarlaskáldið er sumsé ekki farið yfir móðuna miklu. Ekki enn. Svo þarf maður nú að fara að vinna að áramótauppgjörinu, og velja flón ársins. Margir um hituna í þetta skiptið. Nær Dagný að verja titilinn? Mun Sturla hrifsa hann aftur? Eða er þetta ár Gísla Marteins? Kemur í ljós...

miðvikudagur, desember 14, 2005 

Sjoppan opinJæja þá, opnum sjoppuna...

Í tilefni jólanna: Jarlaskáldið hefur ekkert á móti gvuð og Ésú og þeirri fjölskyldu allri.
Mikið rosalega getur samt aðdáendaklúbburinn þeirra verið pirrandi...

Annars hefur Jarlaskáldið ekki farið á lendur skemmtanalífsins í tæpan mánuð. Hefur eitthvað breyst þar? ... Skiptir ekki máli, það kemur bara í ljós um næstu helgi.

Standöpp með Woody Allen frá 1964 er frekar fyndið...

þriðjudagur, desember 13, 2005 

Dúnúlpa

Jarlaskáldið keypti sér dúnúlpu í dag. Af gerðinni Marmot. Fínasti gripur. Svona lítur Maggi Blö út í Marmot-dúnúlpu (Smellið til að stækka myndina):Jæja, enn þeirrar skoðunar að opna eigi sjoppuna?

laugardagur, desember 10, 2005 

SpurningEr kominn tími á að opna sjoppuna aftur?

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates