« Home | Sjoppan opinJæja þá, opnum sjoppuna...Í tilefni jó... » | DúnúlpaJarlaskáldið keypti sér dúnúlpu í dag. Af g... » | SpurningEr kominn tími á að opna sjoppuna aftur? » | Sjoppan lokuð » | Agureyrish - Part deuxÞað var Agureyrish um helgin... » | AgureyrishÚff, það var bara ekki hægt að láta mynd... » | HelginEr einhverju við þessa mynd að bæta? » | NBA-spá Jarlaskáldsins 2005-2006Jarlaskáldið birti... » | Ógeðslega stabíllJebb, helgin búin, fór heldur öðr... » | SilldBara svo það sé á hreinu: NBA TV er besta sjó... » 

fimmtudagur, desember 22, 2005 

Gleði og hamingja



Jæja, þá er dagurinn byrjaður að lengjast, og Jarlaskáldið því ekki plagað af skammdegisþunglyndi lengur. Þá er ráð að blogga.

Förum fyrst yfir það sem gerst hefur síðan síðast. Það er ekki mikið. Eiginlega alveg rosalega ekki mikið. Er þá bleik brugðið (Hvaðan kemur þetta orðtak? Er það bara bull? Ojæja, fletti því upp á morgun). Fyrst ber þó að nefna að í dag eignaðist Jarlaskáldið íslensk-færeyska orðabók, sem er hreint út sagt stórkostlegt, og ætti að verða uppspretta endalausrar gleði í framtíðinni. Aðrir atburðir síðasta mánuðinn komast ekki í hálfkvisti við það, það var jú þetta, en fyrir utan að drekka frostlög var það sosum ekkert sérlega merkilegt. Jarlaskáldið er farið að óttast það að það sé að verða of gamalt fyrir reykvískt skemmtanalíf. Nújæja, þá er bara að prófa önnur byggðarlög...

Það horfir þó til betri tíðar, enda árstíminn til þess, jól og áramót og égveitekkihvaðoghvað, kannski að maður dröslist út úr húsi öðru hverju í öðrum erindagjörðum en að fara í vinnuna eða leita fæðu. Og þó...

Jæja, Jarlaskáldið er sumsé ekki farið yfir móðuna miklu. Ekki enn. Svo þarf maður nú að fara að vinna að áramótauppgjörinu, og velja flón ársins. Margir um hituna í þetta skiptið. Nær Dagný að verja titilinn? Mun Sturla hrifsa hann aftur? Eða er þetta ár Gísla Marteins? Kemur í ljós...

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates