« Home | Það er sko komið sumar Helgi búin, lítið gert. Þó... » | Tímamótablogg Það á afmæli í dag, það á afmæli í ... » | In the summertime Æ, ekki er nú mikið að frétta. ... » | Úrslitakeppnisspá NBA Jújú, Jarlaskáldið lofaði s... » | Dabbarabbarabb Horngrýtis helvítis Liverpool lið!... » | NBA (!!!!VARÚÐ VARÚÐ VARÚÐ!!! EINUNGIS ÆTLAÐ NBA-... » | Páskar Páskar búnir, leiðindin byrjuð aftur. En h... » | Snillingur vikunnar Að gefnu tilefni hefur Jarlas... » | Myndina sendi JarlaskáldiðSent með GSMbloggi Og Vo... » | » 

miðvikudagur, apríl 28, 2004 

Miðvikublogg ið fertugastaogannað

Eitt og annað á seyði er, fátt er það þó merkilegt, samt skal um það ritað hér.

Fyrst skal nefna það að Jarlaskáldið hefur komið upp nýju athugasemdakerfi. Hafði það lengi notast við svokallað „Squawkbox“ athugasemdakerfi og það reynst að flestu leyti vel, en um daginn tók það kerfi upp á því eyða öllum athugasemdum og krefjast ríflegs lausnargjalds til að endurheimta þær og/eða bæta við þær. Þóttu Jarlaskáldinu það illir kostir að beygja sig undir þær kröfur og leitaði því á önnur mið. Eftir nokkra leit og samningaumleitanir náðust samningar við svokallað „Haloscan“ athugasemdakerfi og mun það gegna þessu hlutverki næstu misserin eða þangað til því dettur eitthvað álíka í hug og hinu lymskulegu „Squawkbox“ athugasemdakerfi. Allar eldri athugasemdir hafa af þessum sökum þurrkast út, en það er lítill skaði, fæstar voru þær gáfulegar. Eru lesendur eftir sem áður hvattir til að láta ljós sitt skína, hafa þeir sannast sagna verið heldur latir við það og mættu bæta sig. Eða ekki, hverjum er ekki sama?

Miðvikudagskvöld eru aftur farin að nálgast það að verða bestu sjónvarpskvöldin. Það er gott. Ósköp er samt Boston Public vondur þáttur.

Nú er illt í efni. Senn hyllir undir lok þessa bloggs. Þ.e.a.s. ef frumvarp forsætisráherra um fjölmiðla nær fram að ganga. Hvernig snertir það blogg Jarlaskáldsins? Eðlileg spurning. Lítum á málið.
Samkvæmt frumvarpi þessu má enginn sem er í „markaðsráðandi stöðu“ eiga fjölmiðil. Þetta kemur illa við Jarlaskáldið, því samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu er það eina starfandi jarlaskáldið á Íslandi og þar af leiðandi með einstaklega markaðsráðandi stöðu. So what? Jú, hvað er þetta blogg annað en fjölmiðill? Lítum á skilgreiningu Íslenskrar orðabókar:

fjölmiðill k tæki til að dreifa upplýsingum til mikils mannfjölda á stóru svæði (blöð, útvarp, kvikmyndir o.fl.)

Hvað er blogg annað en tæki til að dreifa upplýsingum til mikils mannfjölda á stóru svæði? Það getur allur bévítans heimurinn lesið þetta ef honum sýnist svo!
Að öllu ofantöldu sögðu er augljóst að ef frumvarp þetta verður samþykkt er deginum ljósara að blogg Jarlaskáldsins í þeirri mynd sem lesendur þekkja það líður undir lok. Því segir Skáldið, vér mótmælum allir!

Um næstu helgi er stefnt á að rölta upp á hól. Skíða svo niður. Það hefur verið gert áður, og var gaman. Því verður það endurtekið.

Að lokum leggur Jarlaskáldið til að forsætisráðherra verði rassskelltur.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates