« Home | Páskar Páskar búnir, leiðindin byrjuð aftur. En h... » | Snillingur vikunnar Að gefnu tilefni hefur Jarlas... » | Myndina sendi JarlaskáldiðSent með GSMbloggi Og Vo... » | » | Jarlaskáldið og gjafmildi jarðvegsfræðingurinn » | Spekingar spjalla, án nokkurs vafa hafa jeppar kom... » | Básar » | Uppi á Hattinum » | Gott er að éta grillkjöt » | Stundum er erfitt að vakna » 

laugardagur, apríl 17, 2004 

NBA

(!!!!VARÚÐ VARÚÐ VARÚÐ!!! EINUNGIS ÆTLAÐ NBA-ÓÐU FÓLKI (MUMMA OG KANNSKI ODDA))

Við upphaf NBA-tímabilsins á haustmánuðum lagði Jarlaskáldið fram spádóma sína um þá leiktíð er nú er í gangi og slíkt hið sama gerði Mummi . Nú hefur Mummi gert úttekt á því hvernig spá hans gekk eftir og jafnframt birt nýja spá um gang úrslitakeppninnar. Ekki getur Skáldið verið minni maður og birtir því niðurstöður sínar og nýja spá hér með.


MVP - Kevin Garnett

Það þarf eitthvað verulega skrýtið að gerast svo að Garnett hirði þetta ekki, algjör yfirburðamaður í vetur og ekkert meira um það að segja. Skáldið spáði því að Tim Duncan myndi hirða þetta en ef ekki hann þá Garnett, hafa þeir ótvírætt verið tveir bestu menn ársins og því ágætis spádómur það.

Nýliði ársins - Lebron James

Við Mummi vorum samstíga í þessu, spáðum báðir að Carmelo Anthony fengi þessa dollu en að öllum líkindum fær Lebron James hana. Anthony hefði sennlega unnið hana öll önnur ár í fersku minni nema 1998 (Duncan) svo ekki var spádómurinn út í hött. Lebron var bara enn betri og á eftir að verða skelfilega góður ef heldur fram sem horfir.

Þjálfari ársins - Flip Saunders

Jarlaskáldið giskaði á Flip Saunders, og sannarlega hefur hann gert góða hluti, besti árangur liðsins nokkurn tímann þrátt fyrir mikil meiðsli og besti árangurinn í Vestrinu sem er mun meira afrek en í Austrinu. Jarlaskáldið er enn á sömu skoðun, en væntanlega mun deildinni þykja nóg að verðlauna Garnett fyrir árangur Minnesota og láta annað hvort Jerry Sloan eða Hubie Brown þessa dollu. Sennilega Brown þar eð Utah missti af úrslitakeppninni.

Leikmaður endurkomunnar - Marcus Camby

Þennan úrelta titil giskaði Jarlaskáldið að Vince Carter myndi hljóta, og sannarlega byrjaði hann vel, en svo komu meiðsli til sögunnar eina ferðina enn svo hann á ekki titilinn skilinn. Einhvern skal verðlauna þó fáir hafi átt mikla endurkomu, Marcus Camby entist loks heilt tímabil eftir fjölmörg meiðslaár og átti veigamikinn þátt í velgengni Denver að mati Jarlaskáldsins.

Mestar endurbætur - Carlos Boozer

Þessum titli steingleymdi Jarlaskáldið að úthluta í haust líkt og Mummi, enda kannski sá titill sem erfiðast er að sjá fyrir. Skáldið er einnig sammála Mumma um þetta, Boozer hefur verið fantagóður í vetur og óx ásmegin eftir því sem leið á leiktíðina. Svo er hann frá Alaska, sem er kúl.

Sjötti maður ársins - Antawn Jamison

Jarlaskáldið spáði þessu í haust og er enn sama sinnis. Jamison hefur gert nákvæmlega það sem sjöttu menn eiga að gera, skorar fullt af stigum, og hefur auk þess kvartað tiltölulega lítið undan þessu hlutverki. Mummi vill meina að Manu Ginobili eigi titilinn skilinn, sem Jarlaskáldið gæti vel fallist á ef hann hefði ekki byrjað inni á í helmingi leikja sinna.

Varnarmaður ársins - Ron Artest

Jarlaskáldið spáði því að ef Artest myndi takast að hafa hemil á skapinu myndi hann vinna þennan titil. Honum hefur tekist það merkilega vel og verið besti varnarmaður deildarinnar í vetur. Þó hefði verið gaman að sjá þá Wallace bræður í Detroit spila saman heila leiktíð, það hefði getað breytt þessum spádómi.

Framkvæmdastjóri ársins - Kevin McHale

Enn þykist Skáldið hafa spáð rétt, Mchale er búinn að búa til besta lið deildarinnar (so far) við afar erfiðar aðstæður ( Joe Smith fíaskóið, Fargo-syndrómið, launaþaksvandamál vegna Garnett) og á þennan titil vísan.

Vonbrigði ársins - Chicago Bulls

Hér spáði Jarlaskáldið að Kobe Bryant yrði vonbrigði ársins. Það hafði þó ekkert með körfubolta að gera, heldur niðurstöðu kviðdóms í Colorado- ríki. Svo vitnað sé í kanann "the jury is still out". Chicago hefur ekki gert annað en að valda Jarlaskáldinu vonbrigðum og leiðindum í vetur líkt og undanfarin ár, og engin breyting á því sjáanleg. Jamm.

Lið ársins

Jarlaskáldið er grimmara en Mummi og lætur menn aðeins inn eftir þeim stöðum sem þeir hafa spilað. Sorry Peja!

Annars er þetta ekki svo frábruðið spánni góðu. Hér vantar vitaskuld Chris Webber og Allen Iverson (meiddir), auk þess þá Vince Carter, Zydrunas Ilgauskas og Stephon Marbury. Í staðinn koma Stojakovic, Wallace, Cassell, Redd og Artest.

1. lið

F - Tim Duncan (No-brainer)
F - Kevin Garnett (No--brainer)
C - Shaquille O´Neal (By default)
G - Jason Kidd (Besti pointinn)
G - Paul Pierce (Er e-r annar sem getur e-ð í þessu liði?)

2. lið

F - Peja Stojakovic (3. besti leikmaður ársins)
F - Jermaine O´Neal (Besti leikmaður austursins)
C - Yao Ming (Spá: Besti centerinn á næsta ári)
G - Kobe Bryant (Tölurnar segja það)
G - Tracy McGrady (Sama hér)

3. lið

F - Ron Artest (Hvað var Chicago að hugsa?)
F - Dirk Nowitski (Slappur í ár en betri en allir aðrir)
C - Ben Wallace (Þó hann sé ekki tæknilega center er hann það í raun)
G - Sam Cassell (Hver á sitt besta tímabil 35 ára gamall?)
G - Michael Redd (Hver þá?)

Varnarlið ársins

F - Tim Duncan
F - Kevin Garnett
C - Ben Wallace
G - Ron Artest
G - Baron Davis

Nýliðalið ársins

Án tillits til stöðu lítur liðið svona út:

Chris Bosh
Dwyane Wade
Kirk Hinrich
Lebron James
Carmelo Anthony

Mummi (Sweetney?!) gerir sér mikinn mat úr vali Skáldins á Hinrich fram yfir T.J. Ford. Bull! Annars er það alveg efni í sérumræðu.


Spá um úrslitakeppni birtist innan tíðar.

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates