« Home | NBA (!!!!VARÚÐ VARÚÐ VARÚÐ!!! EINUNGIS ÆTLAÐ NBA-... » | Páskar Páskar búnir, leiðindin byrjuð aftur. En h... » | Snillingur vikunnar Að gefnu tilefni hefur Jarlas... » | Myndina sendi JarlaskáldiðSent með GSMbloggi Og Vo... » | » | Jarlaskáldið og gjafmildi jarðvegsfræðingurinn » | Spekingar spjalla, án nokkurs vafa hafa jeppar kom... » | Básar » | Uppi á Hattinum » | Gott er að éta grillkjöt » 

sunnudagur, apríl 18, 2004 

Dabbarabbarabb

Horngrýtis helvítis Liverpool lið!

Í öðrum fréttum er fátt. Jarlaskáldið tók þá pólítísku ákvörðun að hafa hægt um sig þessa helgi, og það sem meira er tókst því að standa við það. Húrra fyrir því! Ekki nóg með það, því Skáldið hefur notað tímann til að huga að Lilla sínum, laga bæði læsingu og stigbretti, svo hann er glæsilegri en nokkru sinni fyrr núna. Á morgun er svo fermingarveisla, kannski eitthvað gott að éta?

Ástæðu þessarar rósemdar Jarlaskáldsins er einkum og sér í lagi að leita til atburða fimmtudagsins. Það var ekki góður dagur. Að borga einhverjum manni átta þúsund krónur fyrir að pína sig er bara út í hött. Var reyndar ekkert sérstaklega vont, en tannrótarfylling er samt ekkert sem maður getur mælt með. Jarlaskáldinu fannst í það minnsta nóg komið þegar það sá reyk stíga upp úr gininu á sér þegar mest lét, vonandi var það partur af programmet. Hvað sem því líður veitti buddunni ekki af smá fríi enda verið iðin við kolann undanfarna mánuði. Já, það er gaman að eyða peningunum hans Björgólfs.

Ojæja, fátt er svo með öllu illt, Manure tapaði!

Teljari

Powered by Blogger
and Blogger Templates