Páskar
Páskar búnir, leiðindin byrjuð aftur. En hvað var svona gaman?
Jarlaskáldið fór rólega af stað í skemmtanahaldi þessa páskana, og náði sér reyndar aldrei á almennilegt flug eftir það. Þó var eitt og annað gert. Á miðvikudaginn brá Skáldið sér í bæinn ásamt þeim Vigni, Stefáni og Stílistanum, vorum við heldur snemma á ferð og enduðum á Prikinu eftir eilítið rölt. Jarlaskáldið gegndi hlutverki „designated driver“ og fór sér því að engu óðslega, aðrir voru heldur duglegri en þó fór svo að lokum að Jarlaskáldið hélt heimleiðis snemma kvölds og skutlaði Stefáni einnig heim til sín en aðrir munu hafa tórað fram undir morgun. Gott hjá þeim.
Á skírdag svaf Skáldið út eins og vera ber en ákvað svo að nota veðurblíðuna og fara aðeins út með hann Lilla. Stefán slóst með í för og lá leiðin fyrst á KFC í Mosfellsbæ, þaðan austur Mosfellsheiði og alla leið að Laugarvatni, upp að Geysi og ekki stoppað fyrr en við Flúðir. Þar heimsóttum við sundlaug staðarins og sátum einir að henni fyrst um sinn, eftir nokkra setu var síðan ekið heimleiðis og farin stysta leið. Ágætis bíltúr það. Hafði Jarlaskáldið svo bara hægt um sig um kvöldið, glápti á sjónvarp og e-ð slíkt, þar eð planað var að halda í heldur veglegra ferðalag árla daginn eftir.
Reyndist það ferðalag verða hið ágætasta. Um hana hefur Stefán ritað merka frásögn og þar eð Skáldið telur sig ekki geta bætt þar úr verður barasta vísað á hana. Hér. Hér neðar á síðunni má einnig sjá ófáar myndir sem teknar voru í ferðinni og þær segja nú meira en mörg orð.
Á laugardagskvöldið var nú ekki planað að gera mikið af sér, en þegar þau boð bárust að Dengsgrímur og frú byðu til veislu gat Skáldið ekki skorast undan og mætti þar við þriðja mann síðla kvölds. Fámennt var en góðmennt í teitinni, gestgjafar buðu upp á góðar veitingar og eitthvað var um ölvun þó lítil hafi hún verið. Í það minnsta hélt Jarlaskáldið heimleiðis rétt rúmlega eitt og lét því lendur skemmtanalífsins alveg í friði þetta kvöldið. Stórmerkilegt.
Páskadagsmorgunn, og Skáldið var ekki enn búið að upplifa þynnku alla páskahátíðina. Nú var að duga eða drepast. Fyrst þurfti nú að koma kvöld, og til að stytta sér biðina ákvað Jarlaskáldið að viðra hann Lilla aðeins meira og aftur slóst Stefán með í för. Var ekið u.þ.b. Reykjavík - Hvalfjörður - Dragháls - Skorradalur - Lundarreykjadalur (þar átti að fara Uxahryggi til baka en þeir voru lokaðir) - Hvítárvellir - Borgarnes - Reykjavík, ágætis sunnudagsbíltúr og mætti Skáldið beint heim í kalkúninn að honum loknum. Afburða kalkúnn annars. Um kvöldið var síðan merkilega fátt í spilunum, allir greinilega svo uppfullir af heilagleika að þeir gátu vart stigið út úr húsi, svo enn og aftur var það einungis Stefán sem virtist með lífsmarki. Sótti því Jarlaskáldið hann heim um kvöldið en þaðan lá leiðin óvænt upp í Árbæ hvar Magnús Blöndudalur sat við þriðja mann og dreypti á viskí. Var kvöldinu eytt í að horfa á tvær kvikmyndir hvar testósterónið bókstaflega flæddi, XXX og Harley Davidson and the Marlboro Man. Hvort tveggja náttúrlega stórkostlegar myndir, en kannski ekki alveg það sem maður hafði í huga til að eyða kvöldinu í. Hvað sem því líður lá leiðin loks á lendur skemmtanalífsins að lokinni seinni myndinni og slóst Blöndudalur með okkur Stefáni í för, sem var gott þar eð hann var á bíl. Eins og svo oft áður lá leiðin á heimavöllinn þó biðröðin væri löng, og þar að auki sérlega hæg þetta kvöldið, sem hefði kannski verið í lagi ef ekki hefði mígrignt! Eftir ANSI langa bið komumst við inn og hittum fyrir Kidda rauða og fleiri góða menn, var kvöldinu einkum eytt í að góna á gelluskarann sem fyllti staðinn, oft hefur beibstandardinn verið hár en sennilega aldrei sem þetta kvöld. Vitaskuld varð engum ágengt í þeim efnum frekar en fyrri daginn, svo við þremenningar héldum heimleiðis síðla nætur kvenmannslausir í kulda og trekki og fékk Skáldið ekki einu sinni Nonnabita í sárabætur. Ja svei!
Það var smá þynnka á mánudagsmorguninn. Skárra væri það nú. Þá bárust Skáldinu einnig þær fréttir að hjónakornin Björg og Ási hefðu ungað út myndarlegum dreng kvöldið áður. Til hamingju með það!
Páskar búnir, leiðindin byrjuð aftur. En hvað var svona gaman?
Jarlaskáldið fór rólega af stað í skemmtanahaldi þessa páskana, og náði sér reyndar aldrei á almennilegt flug eftir það. Þó var eitt og annað gert. Á miðvikudaginn brá Skáldið sér í bæinn ásamt þeim Vigni, Stefáni og Stílistanum, vorum við heldur snemma á ferð og enduðum á Prikinu eftir eilítið rölt. Jarlaskáldið gegndi hlutverki „designated driver“ og fór sér því að engu óðslega, aðrir voru heldur duglegri en þó fór svo að lokum að Jarlaskáldið hélt heimleiðis snemma kvölds og skutlaði Stefáni einnig heim til sín en aðrir munu hafa tórað fram undir morgun. Gott hjá þeim.
Á skírdag svaf Skáldið út eins og vera ber en ákvað svo að nota veðurblíðuna og fara aðeins út með hann Lilla. Stefán slóst með í för og lá leiðin fyrst á KFC í Mosfellsbæ, þaðan austur Mosfellsheiði og alla leið að Laugarvatni, upp að Geysi og ekki stoppað fyrr en við Flúðir. Þar heimsóttum við sundlaug staðarins og sátum einir að henni fyrst um sinn, eftir nokkra setu var síðan ekið heimleiðis og farin stysta leið. Ágætis bíltúr það. Hafði Jarlaskáldið svo bara hægt um sig um kvöldið, glápti á sjónvarp og e-ð slíkt, þar eð planað var að halda í heldur veglegra ferðalag árla daginn eftir.
Reyndist það ferðalag verða hið ágætasta. Um hana hefur Stefán ritað merka frásögn og þar eð Skáldið telur sig ekki geta bætt þar úr verður barasta vísað á hana. Hér. Hér neðar á síðunni má einnig sjá ófáar myndir sem teknar voru í ferðinni og þær segja nú meira en mörg orð.
Á laugardagskvöldið var nú ekki planað að gera mikið af sér, en þegar þau boð bárust að Dengsgrímur og frú byðu til veislu gat Skáldið ekki skorast undan og mætti þar við þriðja mann síðla kvölds. Fámennt var en góðmennt í teitinni, gestgjafar buðu upp á góðar veitingar og eitthvað var um ölvun þó lítil hafi hún verið. Í það minnsta hélt Jarlaskáldið heimleiðis rétt rúmlega eitt og lét því lendur skemmtanalífsins alveg í friði þetta kvöldið. Stórmerkilegt.
Páskadagsmorgunn, og Skáldið var ekki enn búið að upplifa þynnku alla páskahátíðina. Nú var að duga eða drepast. Fyrst þurfti nú að koma kvöld, og til að stytta sér biðina ákvað Jarlaskáldið að viðra hann Lilla aðeins meira og aftur slóst Stefán með í för. Var ekið u.þ.b. Reykjavík - Hvalfjörður - Dragháls - Skorradalur - Lundarreykjadalur (þar átti að fara Uxahryggi til baka en þeir voru lokaðir) - Hvítárvellir - Borgarnes - Reykjavík, ágætis sunnudagsbíltúr og mætti Skáldið beint heim í kalkúninn að honum loknum. Afburða kalkúnn annars. Um kvöldið var síðan merkilega fátt í spilunum, allir greinilega svo uppfullir af heilagleika að þeir gátu vart stigið út úr húsi, svo enn og aftur var það einungis Stefán sem virtist með lífsmarki. Sótti því Jarlaskáldið hann heim um kvöldið en þaðan lá leiðin óvænt upp í Árbæ hvar Magnús Blöndudalur sat við þriðja mann og dreypti á viskí. Var kvöldinu eytt í að horfa á tvær kvikmyndir hvar testósterónið bókstaflega flæddi, XXX og Harley Davidson and the Marlboro Man. Hvort tveggja náttúrlega stórkostlegar myndir, en kannski ekki alveg það sem maður hafði í huga til að eyða kvöldinu í. Hvað sem því líður lá leiðin loks á lendur skemmtanalífsins að lokinni seinni myndinni og slóst Blöndudalur með okkur Stefáni í för, sem var gott þar eð hann var á bíl. Eins og svo oft áður lá leiðin á heimavöllinn þó biðröðin væri löng, og þar að auki sérlega hæg þetta kvöldið, sem hefði kannski verið í lagi ef ekki hefði mígrignt! Eftir ANSI langa bið komumst við inn og hittum fyrir Kidda rauða og fleiri góða menn, var kvöldinu einkum eytt í að góna á gelluskarann sem fyllti staðinn, oft hefur beibstandardinn verið hár en sennilega aldrei sem þetta kvöld. Vitaskuld varð engum ágengt í þeim efnum frekar en fyrri daginn, svo við þremenningar héldum heimleiðis síðla nætur kvenmannslausir í kulda og trekki og fékk Skáldið ekki einu sinni Nonnabita í sárabætur. Ja svei!
Það var smá þynnka á mánudagsmorguninn. Skárra væri það nú. Þá bárust Skáldinu einnig þær fréttir að hjónakornin Björg og Ási hefðu ungað út myndarlegum dreng kvöldið áður. Til hamingju með það!