Þetta verður ekki gott blogg
Eitt og annað...
Fyrir réttri viku síðan keypti Jarlaskáldið sér nýjan gemsa, þar eð ljóst þótti að dagar hins gamla voru taldir eftir volkið í Mörkinni. Hann kostaði einhver lifandis ósköp, en er mörgum kostum gæddur, t.d. með ágætlega brúkhæfa myndavél og MP3-spilara. Jú, og svo ku víst bæði hægt að hringja úr honum og taka við símtölum, og jafnvel senda svokölluð SMS-skilaboð. Ekki amalegt það.


Fyrir réttri viku en þó einum degi skemur brá Jarlaskáldið undir sig betri fætinum, og fór á dansleik. Sálin hans Jóns míns leik fyrir dansi og fórst það vel úr hendi eins og hennar er von og vísa. Með Skáldi í för var Twist, og drukkum vér Nastro Azzuro á Kaffibrennslunni til að hita oss upp. Það hafði tilætlaðan árangur.
Annars tíðindalítið að mestu.


Um helgina er hvítasunna. Það þýðir þriggja daga frí. Af því tilefni mun Jarlaskáldið yfirgefa höfuðborgina um kvöldmatarleyti á föstudag og ekki sýna sig þar aftur fyrr en á mánudaginn. Hvert farið verður, og hverjir samferðamenn verða, á eftir að koma í ljós. Það er a.m.k. á hreinu að þeir sem ákveða að helluleggja um helgina eru kjánar.
...................................................................................
Eitt og annað...
Fyrir réttri viku síðan keypti Jarlaskáldið sér nýjan gemsa, þar eð ljóst þótti að dagar hins gamla voru taldir eftir volkið í Mörkinni. Hann kostaði einhver lifandis ósköp, en er mörgum kostum gæddur, t.d. með ágætlega brúkhæfa myndavél og MP3-spilara. Jú, og svo ku víst bæði hægt að hringja úr honum og taka við símtölum, og jafnvel senda svokölluð SMS-skilaboð. Ekki amalegt það.


Fyrir réttri viku en þó einum degi skemur brá Jarlaskáldið undir sig betri fætinum, og fór á dansleik. Sálin hans Jóns míns leik fyrir dansi og fórst það vel úr hendi eins og hennar er von og vísa. Með Skáldi í för var Twist, og drukkum vér Nastro Azzuro á Kaffibrennslunni til að hita oss upp. Það hafði tilætlaðan árangur.
Annars tíðindalítið að mestu.


Um helgina er hvítasunna. Það þýðir þriggja daga frí. Af því tilefni mun Jarlaskáldið yfirgefa höfuðborgina um kvöldmatarleyti á föstudag og ekki sýna sig þar aftur fyrr en á mánudaginn. Hvert farið verður, og hverjir samferðamenn verða, á eftir að koma í ljós. Það er a.m.k. á hreinu að þeir sem ákveða að helluleggja um helgina eru kjánar.
...................................................................................