Af einu og öðru
Mér er soldið farið að hlakka til að fara til Ítalíu...
Helgi var fyrir skömmu, og þá gerðist eitt og annað í Skáldsins lífi, þótt það hafi ekki þótt nógu merkilegt til að rata á síður fréttablaða. Sem er í raun stórmerkilegt, miðað við þá vitleysu sem annars er birt þar. Anyways, stutt recap:
Föstudagkveldi eyddi Jarlaskáldið eins og svo ægilega oft áður framan við skjái, ýmist tölvu- eða sjónvarps-. Var það farið að hugsa sér að halda í draumalandið þegar Stefán nokkur Twist hafði samband þegar talsvert var liðið á fyrsta tímann og leitaði eftir liðsinni Skáldins á lendum skemmtanalífsins. Það fór eins og það fór, Ölstofan, Hverfisbarinn, Nonni, leigari. Margt er sér til gamans gert.
Laugardagur fór í það að vinna upp svefn, sennilega frá helginni á undan, og þótt Skáldið hafi síðla dags náð einhverri meðvitund, verður seint sagt að það hafi haft mikil áhrif á afköst þess. Á því varð lítil breyting er leið á kvöldið, Skáldið vakti fram eftir og horfði á fremur leiðinlega formúlu, hefði betur sleppt því.
Sunnudagur fór lokst í eitthvað „uppbyggilegt“. VJ vakti Skáldið upp úr hádegi og dró það upp í fjöll, Bláfjöll nánar tiltekið, því þar var víst verið að opna nýja lyftu og frítt í fjallið. Ekki leist okkur ýkja vel á blikuna eftir fyrstu ferð, slagveður og Kóngsgilið lokað, en Öxlin nær ófær vegna krapa. Ákváðum þó að þrauka aðeins, fórum í Eldborgargil, þar var færi skárra, svo í Suðurgil, þar sem veður tók mjög að batna, og að lokum var komin sól og blíða um leið og við fundum brilliant brekku undir nýju stólalyftunni sem var óspart skíðuð svo lengi sem við entumst. Bara fjör það. Fórum svo heim í kringum fimm og fengum okkur borgara hjá Öldu á Eikaborgurum í leiðinni. Ágætis borgari bara hjá stelpunni!
Um kvöldið lauk svo Skáldið Rocky-maraþoni sínu, þegar það horfði á Rocky V, fimmti sunnudagurinn í röð sem Rocky rúlar. They just don't make movies like this any longer!
Já, og svo hlakkar Skáldinu til að fara til Ítalíu eftir 11 daga.
--------------------------------------------------------------------------------
Mér er soldið farið að hlakka til að fara til Ítalíu...
Helgi var fyrir skömmu, og þá gerðist eitt og annað í Skáldsins lífi, þótt það hafi ekki þótt nógu merkilegt til að rata á síður fréttablaða. Sem er í raun stórmerkilegt, miðað við þá vitleysu sem annars er birt þar. Anyways, stutt recap:
Föstudagkveldi eyddi Jarlaskáldið eins og svo ægilega oft áður framan við skjái, ýmist tölvu- eða sjónvarps-. Var það farið að hugsa sér að halda í draumalandið þegar Stefán nokkur Twist hafði samband þegar talsvert var liðið á fyrsta tímann og leitaði eftir liðsinni Skáldins á lendum skemmtanalífsins. Það fór eins og það fór, Ölstofan, Hverfisbarinn, Nonni, leigari. Margt er sér til gamans gert.
Laugardagur fór í það að vinna upp svefn, sennilega frá helginni á undan, og þótt Skáldið hafi síðla dags náð einhverri meðvitund, verður seint sagt að það hafi haft mikil áhrif á afköst þess. Á því varð lítil breyting er leið á kvöldið, Skáldið vakti fram eftir og horfði á fremur leiðinlega formúlu, hefði betur sleppt því.
Sunnudagur fór lokst í eitthvað „uppbyggilegt“. VJ vakti Skáldið upp úr hádegi og dró það upp í fjöll, Bláfjöll nánar tiltekið, því þar var víst verið að opna nýja lyftu og frítt í fjallið. Ekki leist okkur ýkja vel á blikuna eftir fyrstu ferð, slagveður og Kóngsgilið lokað, en Öxlin nær ófær vegna krapa. Ákváðum þó að þrauka aðeins, fórum í Eldborgargil, þar var færi skárra, svo í Suðurgil, þar sem veður tók mjög að batna, og að lokum var komin sól og blíða um leið og við fundum brilliant brekku undir nýju stólalyftunni sem var óspart skíðuð svo lengi sem við entumst. Bara fjör það. Fórum svo heim í kringum fimm og fengum okkur borgara hjá Öldu á Eikaborgurum í leiðinni. Ágætis borgari bara hjá stelpunni!
Um kvöldið lauk svo Skáldið Rocky-maraþoni sínu, þegar það horfði á Rocky V, fimmti sunnudagurinn í röð sem Rocky rúlar. They just don't make movies like this any longer!
Já, og svo hlakkar Skáldinu til að fara til Ítalíu eftir 11 daga.
--------------------------------------------------------------------------------