Handbendi Baugsveldisins?
Ekki gat Jarlaskáldið haldið sig í heimasveit þessa helgina frekar en margar aðrar, fór upp í Tjellingarfjöll við níunda mann, arkaði þar upp fjöll og skíðaði niður og neytti furðulega lítils áfengis. Kannski maður nenni að skrifa ítarlegri ferðasögu á morgun, ekki núna. Annars mun stórfrétt vikunnar víst vera sú að Jarlaskáldið er komið með nýja vinnu. Norðurljós sáu sér hag í að nýta krafta Jarlaskáldsins gegn illsku forsætisráherra og buðu því vinnu í sumar, og hefur það störf á mánudaginn. Nú má Davíð sko fara að passa sig.
Ein spurning að lokum:
Ef Alþingi býr til lög um þjóðaratkvæðagreiðslu eins og allt bendir til, Ólafur Ragnar neitar að skrifa undir þau og vísar þeim í staðinn til þjóðaratkvæðagreiðslu, hvað gerist þá? Spyr sá sem ekki veit.
Ekki gat Jarlaskáldið haldið sig í heimasveit þessa helgina frekar en margar aðrar, fór upp í Tjellingarfjöll við níunda mann, arkaði þar upp fjöll og skíðaði niður og neytti furðulega lítils áfengis. Kannski maður nenni að skrifa ítarlegri ferðasögu á morgun, ekki núna. Annars mun stórfrétt vikunnar víst vera sú að Jarlaskáldið er komið með nýja vinnu. Norðurljós sáu sér hag í að nýta krafta Jarlaskáldsins gegn illsku forsætisráherra og buðu því vinnu í sumar, og hefur það störf á mánudaginn. Nú má Davíð sko fara að passa sig.
Ein spurning að lokum:
Ef Alþingi býr til lög um þjóðaratkvæðagreiðslu eins og allt bendir til, Ólafur Ragnar neitar að skrifa undir þau og vísar þeim í staðinn til þjóðaratkvæðagreiðslu, hvað gerist þá? Spyr sá sem ekki veit.