Ferðasagan sem beðið var eftir!
Eins og myndirnar að neðan bera með sér brá Jarlaskáldið sér vestur á Firði um hvítasunnuhelgina ásamt nokkrum valinkunnum einstaklingum. Skemmst er frá því að segja að ferð sú var snilld í alla staði. Lengst er aftur á móti frá því að segja, ja, eftirfarandi:
Eftir nokkuð japl og jaml og afsakanir af öllum toga voru það ekki nema 5 sem lögðu í hvítasunnuför í ár, samanborið við eitthvað á annan tuginn í fyrra. Eru aðrir en þessir fimm nú úr sögunni. Fimmmenningar þessir voru þeir Vignir og Stefán ásamt Jarlaskáldinu á Hispa hans Vignis og Andrésson og frú á feitum Krúser sem þau höfðu fjárfest í fyrr um daginn. Kom það sér vel enda menn með ærinn farangur með sér svo ekkert veitti af plássinu. Að venju var byrjað á að koma við í Kjörbúð, þar sem m.a. var fjárfest í virtu herratímariti. Það olli reyndar nokkrum vonbrigðum, lítt krassandi, en þó vel nothæft. Fer svo litlum sögum af ferðalaginu fyrr en á Borgarnesi, þar sem verslað var að nýju enda ekki á karlmanna færi að gera slíkt í einni ferð. Var svo ekið áfram og fljótlega var rigningarsuddi sem hafði verið að angra okkur á bak og burt og sólin braust fram eins og eftir pöntun. Í Bröttubrekkunni klauf Hispi loftið eins og Concordeþota, svo ekið fram hjá Búðardal og yfir Gilsfjörð og stuttu síðar var fyrsta áfanga ferðarinnar lokið, en það var við Bjarkalund. Þar var tjaldað í blíðskaparveðri og eitthvað spjallað að því loknu en ekki leið á löngu fyrr en Óli lokbrá leit við og veitti ekki af því þar eð morgundagurinn beið með stífa dagskrá.
Og það var risið heldur snemma úr rekkju á laugardeginum, a.m.k. fyrr en venjulega á þeim dögum. Að loknum hefðundnum morgunverkum (M-in þrjú, messa, matur og Múller) var svo fyrsta mál á dagskrá að líta við á því gamla höfuðbóli Reykhólum. Þar var fjölmargt fróðlegt að sjá, t.d. hlunnindasafn, við þorðum reyndar ekki inn en gerðum ráð fyrir að þar væru einkum geymdir seðlabankastjórar á eftirlaunum. Þarna var einnig þörungaverksmiðja og sjór sem Stefán og Jarlaskáldið pissuðu út í til að fagna rjómablíðunni sem ríkti. Næsta mál á dagskrá var að keyra firðina út að Barðaströnd. Það eru sko margir firðir og bjóða upp á stórskemmtilega vegi, blindhæðir og -beygjur, holur sem hægt væri að týnast í og snarbrattar brekkur. Roknastuð, og óskiljanlegt að forsetinn hafi kvartað undan þessu um árið. Samkvæmt lauslegri talningu voru þetta 10 firðir sem fórum gegnum og mættum ca. 4 bílum á leiðinni, sem merkilegt nokk voru allir bláir. Við Skálmarnesið var gert nestisstopp og voru flestir þá farnir að fækka allverulega fötum, slík var blíðan. Við Flókalund var einnig gert stutt stopp og gætt sér á frostpinnum auk þess sem sumir nutu útsýnisins, og skilja þeir það sem vilja.
Eftir þetta var lagt á fjall, Tröllahálsinn hvorki meira né minna, og þaðan yfir á Dynjandisheiði. Þar uppi rákumst við á þetta skilti, og þótti broslegt. Heldur þótti lofthræddum bílstjóranum á Hispa vegurinn skuggalegur, og það ekki í seinasta skipti í þessari ferð. Þegar við komum niður af Dynjandisheiði keyrðum við inn í Dynjandisvog og komum þar að fossi sem merkilegt nokk er kallaður Dynjandi. Reyndar einnig nefndur Fjallfoss, en það er ekki nærri eins kúl. Til þess að geta sagst hafa farið í Hvítasunnufjallgöngu var ákveðið að arka upp að fossinum og þótti afrek mikið. Varð Jarlaskáldinu reyndar svo um afrek sitt að það þurfti að róa taugarnar með göróttum drykk þegar það kom aftur niður, og fylgdu ýmsir í það kjölfar. Að loknu þessari fossaskoðun var ekið Dynjandisheiðina til baka en í stað þess að fara Tröllahálsinn var beygt til hægri og keyrt niður í Arnarfjörð að nýju, en á öðrum stað en fyrr. Á vegi okkar urðu ýmis skemmtileg fyrirbæri, t.d. subbuleg sundlaug í Reykjarfirði og allvígalegur hnakki á sömu slóðum. Ekki löngu síðar kom að fyrsta krummaskuði þessa dags, Bíldudal. Þegar þar var komið sögu voru gaulir byrjaðar að garna og var því fundinn veitingastaður (sennilega mætti bæta greini hér við) og kom það okkur skemmtilega á óvart þegar við sáum að þar var boðið upp á amerískar pönnukökur með sírópi, smjöri og beikoni. Algjör snilld!
Eftir þessa snilldarmáltíð var ekið upp á Hálfdán og mættum við þar öðrum hnakka (þessi plága virðist hafa breiðst um allt land), ekki þorðum við inn í Tálknafjörð svo áfram var ekið og inn á Patreksfjörð. Þar undruðumst við að enginn reyndi að lemja okkur (það ku vera þeirra aðalsport að lemja aðkomumenn) svo við tókum bara bensín og héldum svo burt. Næst bar okkur að elsta ryðdalli Íslands og var hann að sjálfsögðu skoðaður í bak og fyrir, en síðan ekki stoppað fyrr en í Breiðuvík og ekki farið lengra þann daginn.
Í Breiðuvík voru eingöngu tveir þýskir túristar á tjaldstæðinu svo rúmt var um okkur. Staðarhaldarinn var síðan einhver sá almennilegasti sem maður hefur rekist á, sleppti manni varla burt fyrr en hún hafði sýnt manni allt sem í boði var, sem var nota bene allt innifalið í 600 króna tjaldgjaldi, sturtur, eldhús, bar, you name it. Um kvöldið var grillað á glænýju gasgrilli Andréssonar og frúar þegar okkur hafði loks tekist að klambra því saman og var góður rómur gerður að því. Um kvöldið og nóttina er svo óþarfi að fjölyrða mikið, gleði var ríkjandi, jafnt inni á barnum sem utandyra og bæði Warsteinerinn og Cointreauið brögðuðust vel. Jamm.
Það var barasta fín heilsa á mönnum á sunnudagsmorguninn og má það vafalaust þakka vestfirsku fjallaloftinu. Var nú komið að aðaltakmarki ferðarinnar (ef eitthvert var), að skoða þetta Látrabjarg sem á víst að vera svo flott. Og það má það eiga, það er déskoti flott. Þar hittum við hóp amerískra fuglaskoðara sem við höfðum reyndar rekist á fyrr í ferðinni og fyrir þeim fór fyrrverandi kennari úr M.S., Hákon að nafni, sem fræddi okkur um fuglategundir og var hinn skemmtilegasti. Nutum við veðurblíðunnar sem hafði ekki yfirgefið okkur eina einustu sekúndu um stund en héldum svo að lokum til baka. Andrésson og frú tóku forystuna og stungu okkur hina af en hefðu betur sleppt því því á Hnjóti gerðum við hinir stans og skoðuðum þar flugvélar og fleira flugtengt og fengu sumir góða standpínu af. Þó ekki Jarlaskáldið.
Næst á vegi okkar varð Sauðlauksdalur og spunnust þar nokkar umræður um sauðlauka og hvernig þeir brögðuðust en stuttu síðar var beygt til hægri og ekinn allsvakalegur vegur á köflum niður á Rauðasand. Byrjuðum við á að líta við að bænum Sjöundá en þangað getur Jarlaskáldið að sögn rekið ættir sínar (aldeilis góð arfleifð) en fundum síðan Andrésson og frú og snæddum eilítið nesti. Vignir ákvað að tími væri til þess kominn að hefja dagdrykku (vestfirska fjallaloftið virkaði ekki alveg jafnvel á hann og aðra) og ekki gat Skáldið skilið hann eftir einan í þeim efnum svo Stefán tók við stýrinu. Var ekin Kleifaheiðin og síðan Barðaströndin, m.a. fram hjá merkisbýlinu Arnórsstöðum (smekklegt nafn), gert stutt stopp við aðra subbulaug við Hagavaðal en að öðru leyti keyrt án afláts alveg að Flókalundi hvar höfð skyldi næturgisting. Þar beið okkar glæsilegt tjaldstæði og ekki var hægt að kvarta undan troðning, ca. fjórir aðrir á staðnum. Komum við upp tjöldum og eftir nokkra diskússjón var ákveðið að hafa grill næst á dagskrá. Kom þar nokkuð babb í bát því ráðgert var að grilla læri með því að grafa það en þar sem Vatnsfjörður telst vera friðland var tekið fyrir allt slíkt. Var málið leyst með því að leggja nokkrar hellur (hér er brandari sem nokkrir skilja) og leit það vel út þegar byrjaði að krauma. Sá Jarlaskáldið um að grilla að mestu (þ.e.a.s. snúa lærinu reglulega enda eitt um að eiga hanska til þess) en aðrir sáu um að búa til sósu og salat. Niðurstaða alls þessa var að mati Jarlaskáldsins stórkostleg, gersamlega frábær matur og ekki að undra þegar slíkt einvalalið leggst á eitt.
Eftir að hafa legið eilítið á meltunni þótti þjóðráð að leggjast í heitan pott og samkvæmt ráðleggingum kunnugra var arkað niður í fjöru hvar heitur pottur átti að vera. Reyndist það rétt vera, voru þar fyrir hjón frá Bolungarvík og tókust með okkur ágæt kynni. Andrésson og Jarlaskáldið gerðu ítrekaðar tilraunir til að peppa sig upp í sjóböð en án árangurs svo tíminn fór að mestu í hefðbundnari aðalfundarstörf. Eftir þónokkuð sull var arkað að nýju upp á tjaldstæði og eitthvað þraukað fram eftir nóttu en án merkilegra atburða, a.m.k. eru þeir þá í vörslu Óminnishegrans.
Jarlaskáldið vaknaði undir dýnunni inni í tjaldi morguninn eftir og þótti það kúnstugt sem og öðrum. Enn var brakandi blíða og fór fyrsti partur dagsins í að koma sér í gang. Búið var að panta far með Baldri klukkan 5 svo eitthvað þurfti að gera til að drepa tímann þangað til. Var í því skyni kíkt inn í Vatnsdal en þó var mest um vert að etið var á hótel Flókalundi og fékk Jarlaskáldið sér pizzu „Flókalundur Special“ sem var afbragð en allt of mikil að vöxtum. Einnig var ekið inn í skóg auk þess sem Skáldið og Vignir sulluðu í ám. Að lokum varð klukkan fimm og gengið var um borð í Ballann. Gengum við öll upp á dekk og enn var blíðskaparveður en eins og hendi væri veifað skall á hífandi rok og vart stætt úti. Afar skrýtið þótti okkur en góð tímasetning engu að síður. Reyndar lægði aftur fljótlega svo skaplegt var í sjóinn, var tímanum þessa þrjá tíma einkum eytt úti á þilfari eða í vídjóherberginu þar sem Mr. Bean var sýndur við mikil hlátrasköll. A.m.k. varð ekki vart við sjóveiki, og er það vel.
Um áttaleytið var lent í Stykkishólmi en enginn mun þó hafa gert stykki sín þar, aftur á móti voru pylsur etnar og voru þær kærkomnar. Tók svo við annars tíðindalítill akstur í bæinn, auðvitað byrjaði að rigna eldi og brennisteini á heimleiðinni sem var bara fínt enda hafði verið sól og blíða alla þessa þrjá daga. Var ferðinni formlega slúttað í Jöklafoldinni á ellefta tímanum og höfðu allir á orði að hún hefði verið snilld hin mesta. Þó ekki jafngóð og að helluleggja...
Eins og myndirnar að neðan bera með sér brá Jarlaskáldið sér vestur á Firði um hvítasunnuhelgina ásamt nokkrum valinkunnum einstaklingum. Skemmst er frá því að segja að ferð sú var snilld í alla staði. Lengst er aftur á móti frá því að segja, ja, eftirfarandi:
Eftir nokkuð japl og jaml og afsakanir af öllum toga voru það ekki nema 5 sem lögðu í hvítasunnuför í ár, samanborið við eitthvað á annan tuginn í fyrra. Eru aðrir en þessir fimm nú úr sögunni. Fimmmenningar þessir voru þeir Vignir og Stefán ásamt Jarlaskáldinu á Hispa hans Vignis og Andrésson og frú á feitum Krúser sem þau höfðu fjárfest í fyrr um daginn. Kom það sér vel enda menn með ærinn farangur með sér svo ekkert veitti af plássinu. Að venju var byrjað á að koma við í Kjörbúð, þar sem m.a. var fjárfest í virtu herratímariti. Það olli reyndar nokkrum vonbrigðum, lítt krassandi, en þó vel nothæft. Fer svo litlum sögum af ferðalaginu fyrr en á Borgarnesi, þar sem verslað var að nýju enda ekki á karlmanna færi að gera slíkt í einni ferð. Var svo ekið áfram og fljótlega var rigningarsuddi sem hafði verið að angra okkur á bak og burt og sólin braust fram eins og eftir pöntun. Í Bröttubrekkunni klauf Hispi loftið eins og Concordeþota, svo ekið fram hjá Búðardal og yfir Gilsfjörð og stuttu síðar var fyrsta áfanga ferðarinnar lokið, en það var við Bjarkalund. Þar var tjaldað í blíðskaparveðri og eitthvað spjallað að því loknu en ekki leið á löngu fyrr en Óli lokbrá leit við og veitti ekki af því þar eð morgundagurinn beið með stífa dagskrá.
Og það var risið heldur snemma úr rekkju á laugardeginum, a.m.k. fyrr en venjulega á þeim dögum. Að loknum hefðundnum morgunverkum (M-in þrjú, messa, matur og Múller) var svo fyrsta mál á dagskrá að líta við á því gamla höfuðbóli Reykhólum. Þar var fjölmargt fróðlegt að sjá, t.d. hlunnindasafn, við þorðum reyndar ekki inn en gerðum ráð fyrir að þar væru einkum geymdir seðlabankastjórar á eftirlaunum. Þarna var einnig þörungaverksmiðja og sjór sem Stefán og Jarlaskáldið pissuðu út í til að fagna rjómablíðunni sem ríkti. Næsta mál á dagskrá var að keyra firðina út að Barðaströnd. Það eru sko margir firðir og bjóða upp á stórskemmtilega vegi, blindhæðir og -beygjur, holur sem hægt væri að týnast í og snarbrattar brekkur. Roknastuð, og óskiljanlegt að forsetinn hafi kvartað undan þessu um árið. Samkvæmt lauslegri talningu voru þetta 10 firðir sem fórum gegnum og mættum ca. 4 bílum á leiðinni, sem merkilegt nokk voru allir bláir. Við Skálmarnesið var gert nestisstopp og voru flestir þá farnir að fækka allverulega fötum, slík var blíðan. Við Flókalund var einnig gert stutt stopp og gætt sér á frostpinnum auk þess sem sumir nutu útsýnisins, og skilja þeir það sem vilja.
Eftir þetta var lagt á fjall, Tröllahálsinn hvorki meira né minna, og þaðan yfir á Dynjandisheiði. Þar uppi rákumst við á þetta skilti, og þótti broslegt. Heldur þótti lofthræddum bílstjóranum á Hispa vegurinn skuggalegur, og það ekki í seinasta skipti í þessari ferð. Þegar við komum niður af Dynjandisheiði keyrðum við inn í Dynjandisvog og komum þar að fossi sem merkilegt nokk er kallaður Dynjandi. Reyndar einnig nefndur Fjallfoss, en það er ekki nærri eins kúl. Til þess að geta sagst hafa farið í Hvítasunnufjallgöngu var ákveðið að arka upp að fossinum og þótti afrek mikið. Varð Jarlaskáldinu reyndar svo um afrek sitt að það þurfti að róa taugarnar með göróttum drykk þegar það kom aftur niður, og fylgdu ýmsir í það kjölfar. Að loknu þessari fossaskoðun var ekið Dynjandisheiðina til baka en í stað þess að fara Tröllahálsinn var beygt til hægri og keyrt niður í Arnarfjörð að nýju, en á öðrum stað en fyrr. Á vegi okkar urðu ýmis skemmtileg fyrirbæri, t.d. subbuleg sundlaug í Reykjarfirði og allvígalegur hnakki á sömu slóðum. Ekki löngu síðar kom að fyrsta krummaskuði þessa dags, Bíldudal. Þegar þar var komið sögu voru gaulir byrjaðar að garna og var því fundinn veitingastaður (sennilega mætti bæta greini hér við) og kom það okkur skemmtilega á óvart þegar við sáum að þar var boðið upp á amerískar pönnukökur með sírópi, smjöri og beikoni. Algjör snilld!
Eftir þessa snilldarmáltíð var ekið upp á Hálfdán og mættum við þar öðrum hnakka (þessi plága virðist hafa breiðst um allt land), ekki þorðum við inn í Tálknafjörð svo áfram var ekið og inn á Patreksfjörð. Þar undruðumst við að enginn reyndi að lemja okkur (það ku vera þeirra aðalsport að lemja aðkomumenn) svo við tókum bara bensín og héldum svo burt. Næst bar okkur að elsta ryðdalli Íslands og var hann að sjálfsögðu skoðaður í bak og fyrir, en síðan ekki stoppað fyrr en í Breiðuvík og ekki farið lengra þann daginn.
Í Breiðuvík voru eingöngu tveir þýskir túristar á tjaldstæðinu svo rúmt var um okkur. Staðarhaldarinn var síðan einhver sá almennilegasti sem maður hefur rekist á, sleppti manni varla burt fyrr en hún hafði sýnt manni allt sem í boði var, sem var nota bene allt innifalið í 600 króna tjaldgjaldi, sturtur, eldhús, bar, you name it. Um kvöldið var grillað á glænýju gasgrilli Andréssonar og frúar þegar okkur hafði loks tekist að klambra því saman og var góður rómur gerður að því. Um kvöldið og nóttina er svo óþarfi að fjölyrða mikið, gleði var ríkjandi, jafnt inni á barnum sem utandyra og bæði Warsteinerinn og Cointreauið brögðuðust vel. Jamm.
Það var barasta fín heilsa á mönnum á sunnudagsmorguninn og má það vafalaust þakka vestfirsku fjallaloftinu. Var nú komið að aðaltakmarki ferðarinnar (ef eitthvert var), að skoða þetta Látrabjarg sem á víst að vera svo flott. Og það má það eiga, það er déskoti flott. Þar hittum við hóp amerískra fuglaskoðara sem við höfðum reyndar rekist á fyrr í ferðinni og fyrir þeim fór fyrrverandi kennari úr M.S., Hákon að nafni, sem fræddi okkur um fuglategundir og var hinn skemmtilegasti. Nutum við veðurblíðunnar sem hafði ekki yfirgefið okkur eina einustu sekúndu um stund en héldum svo að lokum til baka. Andrésson og frú tóku forystuna og stungu okkur hina af en hefðu betur sleppt því því á Hnjóti gerðum við hinir stans og skoðuðum þar flugvélar og fleira flugtengt og fengu sumir góða standpínu af. Þó ekki Jarlaskáldið.
Næst á vegi okkar varð Sauðlauksdalur og spunnust þar nokkar umræður um sauðlauka og hvernig þeir brögðuðust en stuttu síðar var beygt til hægri og ekinn allsvakalegur vegur á köflum niður á Rauðasand. Byrjuðum við á að líta við að bænum Sjöundá en þangað getur Jarlaskáldið að sögn rekið ættir sínar (aldeilis góð arfleifð) en fundum síðan Andrésson og frú og snæddum eilítið nesti. Vignir ákvað að tími væri til þess kominn að hefja dagdrykku (vestfirska fjallaloftið virkaði ekki alveg jafnvel á hann og aðra) og ekki gat Skáldið skilið hann eftir einan í þeim efnum svo Stefán tók við stýrinu. Var ekin Kleifaheiðin og síðan Barðaströndin, m.a. fram hjá merkisbýlinu Arnórsstöðum (smekklegt nafn), gert stutt stopp við aðra subbulaug við Hagavaðal en að öðru leyti keyrt án afláts alveg að Flókalundi hvar höfð skyldi næturgisting. Þar beið okkar glæsilegt tjaldstæði og ekki var hægt að kvarta undan troðning, ca. fjórir aðrir á staðnum. Komum við upp tjöldum og eftir nokkra diskússjón var ákveðið að hafa grill næst á dagskrá. Kom þar nokkuð babb í bát því ráðgert var að grilla læri með því að grafa það en þar sem Vatnsfjörður telst vera friðland var tekið fyrir allt slíkt. Var málið leyst með því að leggja nokkrar hellur (hér er brandari sem nokkrir skilja) og leit það vel út þegar byrjaði að krauma. Sá Jarlaskáldið um að grilla að mestu (þ.e.a.s. snúa lærinu reglulega enda eitt um að eiga hanska til þess) en aðrir sáu um að búa til sósu og salat. Niðurstaða alls þessa var að mati Jarlaskáldsins stórkostleg, gersamlega frábær matur og ekki að undra þegar slíkt einvalalið leggst á eitt.
Eftir að hafa legið eilítið á meltunni þótti þjóðráð að leggjast í heitan pott og samkvæmt ráðleggingum kunnugra var arkað niður í fjöru hvar heitur pottur átti að vera. Reyndist það rétt vera, voru þar fyrir hjón frá Bolungarvík og tókust með okkur ágæt kynni. Andrésson og Jarlaskáldið gerðu ítrekaðar tilraunir til að peppa sig upp í sjóböð en án árangurs svo tíminn fór að mestu í hefðbundnari aðalfundarstörf. Eftir þónokkuð sull var arkað að nýju upp á tjaldstæði og eitthvað þraukað fram eftir nóttu en án merkilegra atburða, a.m.k. eru þeir þá í vörslu Óminnishegrans.
Jarlaskáldið vaknaði undir dýnunni inni í tjaldi morguninn eftir og þótti það kúnstugt sem og öðrum. Enn var brakandi blíða og fór fyrsti partur dagsins í að koma sér í gang. Búið var að panta far með Baldri klukkan 5 svo eitthvað þurfti að gera til að drepa tímann þangað til. Var í því skyni kíkt inn í Vatnsdal en þó var mest um vert að etið var á hótel Flókalundi og fékk Jarlaskáldið sér pizzu „Flókalundur Special“ sem var afbragð en allt of mikil að vöxtum. Einnig var ekið inn í skóg auk þess sem Skáldið og Vignir sulluðu í ám. Að lokum varð klukkan fimm og gengið var um borð í Ballann. Gengum við öll upp á dekk og enn var blíðskaparveður en eins og hendi væri veifað skall á hífandi rok og vart stætt úti. Afar skrýtið þótti okkur en góð tímasetning engu að síður. Reyndar lægði aftur fljótlega svo skaplegt var í sjóinn, var tímanum þessa þrjá tíma einkum eytt úti á þilfari eða í vídjóherberginu þar sem Mr. Bean var sýndur við mikil hlátrasköll. A.m.k. varð ekki vart við sjóveiki, og er það vel.
Um áttaleytið var lent í Stykkishólmi en enginn mun þó hafa gert stykki sín þar, aftur á móti voru pylsur etnar og voru þær kærkomnar. Tók svo við annars tíðindalítill akstur í bæinn, auðvitað byrjaði að rigna eldi og brennisteini á heimleiðinni sem var bara fínt enda hafði verið sól og blíða alla þessa þrjá daga. Var ferðinni formlega slúttað í Jöklafoldinni á ellefta tímanum og höfðu allir á orði að hún hefði verið snilld hin mesta. Þó ekki jafngóð og að helluleggja...